Alger sprenging í framboði íslensku flugfélaganna Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2023 19:57 Play og Icelandair eru með metframboð af áfangastöðum í sumar og bókunarstaðan góð hjá báðum félögunum. Grafík/Sara Sjaldan eða aldrei hefur verið hægt að fljúga til fleiri áfangastaða frá Íslandi og á komandi sumri. Bæði íslensku flugfélögin hafa bætt við sig áfangastöðum en auk þeirra fljúga tuttugu og fjögur erlend flugfélög til Keflavíkur í sumar. Það er langt í frá sjálfsagt að flogið sé til margra áfangastaða í útlöndum frá eins fámennu ríki og Ísland er. Í raun væri eðlilegt að héðan væri flogið til örfárra staða í Evrópu og kannski Bandaríkjunum. Hins vegar verður hægt að komast til 83 áfangastaða með 26 flugfélögum í sumar. Sonja Arnórsdótti hjá Play segir mikla eftirspurn í sólina og áfangastaðir félagsins í Portúgal mjög vinsæla.Stöð 2/Egill Mikil aukning er á framboði hjá báðum íslensku flugfélögunum. Þannig segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play að félagið bæti við sig þrettán nýjum áfangastöðum í sumar. „Við erum með þrjátíu og þrjá áfangastaði núna í sumar. Vorum með tuttugu og tvo í fyrra. Við erum að vinna í að opna alla þessa nýju staði með viðeigandi húllumhæ,“ segir Sonja. Svipað er uppi á teningnum hjá Icelandair. Tómas Ingason framkvæmdastjóri leiðarkerfis- og sölu segir félagið bjóða upp á 47 áfangastaði í sumar. Með aukinni tíðni á marga þeirra og fjóra nýja áfangastaði; Krít, Detroit, Tel Aviv og svo komi Barcelona aftur inn í áætlun félagsins Tómas Ingason hjá Icelandair segir Ísland mjög hagkvæman áfangastað fyrir íbúa norður Ameríku um þessar mundir.Stöð 2/Egill „Við erum með 29 áfangastaði Evrópu megin og 15 áfangastaði norður Ameríku megin.“ Er þetta ekki það mesta sem Icelandair hefur boðið upp á? „Þetta er það lang mesta sem við höfum boðið upp á,“ segir Tómas. Grunnurinn að þessu mikla flugi er auðvitað leiðarkerfið sem Loftleiðir og síðar Icelandair þróuðu með flutningi fólks milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Einnig sá einstaki loftferðasamningur sem íslensk stjórnvöld náðu við Bandaríkin um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Hér sjáum við bara leiðarkerfi Icelandair og Play en 24 önnur flugfélög fljúga til Keflavíkur í sumar. Tengiflugið gerir gæfumuninn fyrir íslensku flugfélögin. Leiðarkerfi Play og Icelandair myndi sóma sér hjá stórþjóðum. Tengiflugið gerir gæfumuninn hjá íslensku flugfélögunum.Grafík/Sara „Þannig að við verðum að geta haft þessa tengifarþega. Það sýndi sig í fyrra þegar Ísland var nánast uppselt með hótel og bílaleigur. Þá var mikilvægt að geta boðið tengifarþegunum fleiri sæti,“ segir Sonja. Tómas tekur í sama streng og segir tengiflugið vera að gera sig þessa mánuðina og bókunarstaðan í sumar góð eins og hjá Play að sögn Sonju. „Það er mikil eftirspurn á Atlantshafinu. Mikil eftirspurn sömuleiðis til Íslands frá norður Ameríku. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá erum við hagstæður áfangastaður í dag fyrir norður Ameríkubúa og við njótum góðs af því,“ segir Tómas Ingason og vísar þar til sterkrar stöðu dollarsins gagnvart krónunni þessi misserin. Icelandair Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
Það er langt í frá sjálfsagt að flogið sé til margra áfangastaða í útlöndum frá eins fámennu ríki og Ísland er. Í raun væri eðlilegt að héðan væri flogið til örfárra staða í Evrópu og kannski Bandaríkjunum. Hins vegar verður hægt að komast til 83 áfangastaða með 26 flugfélögum í sumar. Sonja Arnórsdótti hjá Play segir mikla eftirspurn í sólina og áfangastaðir félagsins í Portúgal mjög vinsæla.Stöð 2/Egill Mikil aukning er á framboði hjá báðum íslensku flugfélögunum. Þannig segir Sonja Arnórsdóttir framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Play að félagið bæti við sig þrettán nýjum áfangastöðum í sumar. „Við erum með þrjátíu og þrjá áfangastaði núna í sumar. Vorum með tuttugu og tvo í fyrra. Við erum að vinna í að opna alla þessa nýju staði með viðeigandi húllumhæ,“ segir Sonja. Svipað er uppi á teningnum hjá Icelandair. Tómas Ingason framkvæmdastjóri leiðarkerfis- og sölu segir félagið bjóða upp á 47 áfangastaði í sumar. Með aukinni tíðni á marga þeirra og fjóra nýja áfangastaði; Krít, Detroit, Tel Aviv og svo komi Barcelona aftur inn í áætlun félagsins Tómas Ingason hjá Icelandair segir Ísland mjög hagkvæman áfangastað fyrir íbúa norður Ameríku um þessar mundir.Stöð 2/Egill „Við erum með 29 áfangastaði Evrópu megin og 15 áfangastaði norður Ameríku megin.“ Er þetta ekki það mesta sem Icelandair hefur boðið upp á? „Þetta er það lang mesta sem við höfum boðið upp á,“ segir Tómas. Grunnurinn að þessu mikla flugi er auðvitað leiðarkerfið sem Loftleiðir og síðar Icelandair þróuðu með flutningi fólks milli Bandaríkjanna og Evrópu með viðkomu á Íslandi. Einnig sá einstaki loftferðasamningur sem íslensk stjórnvöld náðu við Bandaríkin um og upp úr seinni heimsstyrjöldinni. Hér sjáum við bara leiðarkerfi Icelandair og Play en 24 önnur flugfélög fljúga til Keflavíkur í sumar. Tengiflugið gerir gæfumuninn fyrir íslensku flugfélögin. Leiðarkerfi Play og Icelandair myndi sóma sér hjá stórþjóðum. Tengiflugið gerir gæfumuninn hjá íslensku flugfélögunum.Grafík/Sara „Þannig að við verðum að geta haft þessa tengifarþega. Það sýndi sig í fyrra þegar Ísland var nánast uppselt með hótel og bílaleigur. Þá var mikilvægt að geta boðið tengifarþegunum fleiri sæti,“ segir Sonja. Tómas tekur í sama streng og segir tengiflugið vera að gera sig þessa mánuðina og bókunarstaðan í sumar góð eins og hjá Play að sögn Sonju. „Það er mikil eftirspurn á Atlantshafinu. Mikil eftirspurn sömuleiðis til Íslands frá norður Ameríku. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá erum við hagstæður áfangastaður í dag fyrir norður Ameríkubúa og við njótum góðs af því,“ segir Tómas Ingason og vísar þar til sterkrar stöðu dollarsins gagnvart krónunni þessi misserin.
Icelandair Play Fréttir af flugi Ferðalög Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir 36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02 Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00 Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu Sjá meira
36 áfangastaðir hjá Icelandair næsta vetur Flugfélagið Icelandair býður farþegum sínum flugferðir til 36 áfangastaða veturinn 2023 til 2024. Aukning á áætluðu sætaframboði á tímabilinu er 20 til 25 prósent. Í fyrsta sinn boðið upp á dagflug til New York og Boston yfir vetrartímann. 21. mars 2023 11:02
Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Við heyrum oft um Íslendinga sem starfa og búa erlendis. Eða fólk sem kemur erlendis frá og starfar og býr á Íslandi. 3. apríl 2023 07:00
Play flýgur til Amsterdam á ný á kostnað Árósa Flugfélagið Play flaug til Schiphol flugvallar í Amsterdam frá desember árið 2021 til mars 2022. Síðan þá hefur flugfélagið ekki flogið til hollensku höfuðborgarinnar en nú hefur orðið breyting á því flugfélagið hefur hafið miðasölu á áætlunarferðum þangað á ný. 22. mars 2023 10:16
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?