Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. apríl 2023 14:17 Í dag þarf samþykki 2/3 íbúa fyrir hunda eða kattahalti í fjölbýlishúsi. Visir/Vilhelm Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu. Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Undirskriftalistinn var settur á fót í gær og það safnast hratt á hann. Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 2.600 manns skrifað undir. „Gæludýraeigendur sem þurfa að flytja lenda oft í vandræðum þegar kemur að því að afla samþykkis nágranna sinna,“ segir í texta sem fylgir listanum. „Þá standa þeim erfiðir valkostir til boða. Annaðhvort þurfa þeir að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um eða losa sig við gæludýrið sitt.“ Komi harkalega niður á fátækum Ástrós Una Jóhannesdóttir, ábyrgðarmaður undirskriftalistans, segir að sjónarmið hérna á Íslandi varðandi gæludýrahald í fjöleignarhúsum hafi verið mun íhaldssamari en í nágrannalöndum. „Eins og staðan er í dag er fólki mismunað eftir því í hvernig húsnæði það býr,“ segir hún. Þetta komi harkalegast niður á fátækum. Ástrós Una Jóhannesdóttir er ábyrgðarmaður listans. Samkvæmt núgildandi lögum þarf samþykki 2/3 íbúa fjöleignarhúss fyrir hunda eða kattahaldi. Ástrós segir að það sé visst álag fyrir fólk að þurfa að standa í að safna þessum samþykkjum. „Engu að síður er hægt að sýna tillitssemi í þessum efnum sem og öðrum er varðar sameiginleg mál íbúa fjöleignarhúsa. Ætti því ekkert að vera því til fyrirstöðu að taka á vandamálum komi þau upp í stað þess að gert sé ráð fyrir því að vandamál muni koma upp sé fólki almennt leyft að halda hunda og ketti í fjölbýli,“ segir hún. Hún segir rannsóknir sýna fram á jákvæð áhrif hunda og kattahalds, á bæði líkamlega og andlega heilsu fólks. Einnig hvað börn græði mikið á því að alast upp með hundum eða köttum. Ofnæmi eða fælni girði ekki fyrir rétt til dýrahalds Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, leggur frumvarpið fram í annað skipti. Sex aðrir þingmenn flokksins og Pírata eru meðflutningsmenn. Samkvæmt frumvarpinu myndu húsfélög geta sett sér sérstakar reglur um gæludýrahald á húsfundum, með samþykki allra íbúa. Inga Sæland er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.Visir/Vilhelm Aðeins væri hægt að banna dýrahald með samþykki 2/3 hluta íbúa, í einstökum tilvikum. Það er „ef það veldur öðrum íbúum verulegum ama, ónæði og truflunum og eigandi dýrsins neitar að gera bót þar á,“ eins og segir í frumvarpinu. Sé fólk með svo mikið ofnæmi eða fælni er nær að það fólk flytji í íbúð með sérinngangi en að girt verði fyrir frelsi annarra til að hafa hund eða kött á eigin heimili. Þeir sem skrifa undir undirskriftalistann hvetja velferðarnefnd Alþingis til að samþykkja frumvarpið. En frumvarpið er nú þar til umræðu.
Dýr Hundar Kettir Gæludýr Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira