„Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“ Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 22:07 Fjölmargir leituðu notaðra gersema við Köllunarklettsveg 1 í dag. Vísir/Steingrímur Dúi Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð. Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum. Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira
Eftir að hafa verið lokaður í fjörutíu daga er Góði hirðirinn búinn að opna dyr sínar að nýju, nú í stærra húsnæði. Þar kennir ýmissa grasa og má þar meðal annars finna gamalt Idol-spil á 350 krónur. Geri aðrir getur. Það var sannarlega mikið að gera við enduropnun Góða hirðisins við Köllunarklettsveg 1. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir fólk greinilega búið að bíða í ofvæni eftir að geta freistað þess að finna notaðar vörur við sitt hæfi. „Góði hirðirinn er þetta flaggskip endurnota hjá Sorpu þar sem við tökum við vörum frá almenningi og komum þeim aftur í hendurnar á nýjum viðskiptavinum,“ segir Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri Sorpu. Margir hafi greinilega saknað verslunarinnar, einkum og sér í lagi tryggur fastakúnnahópur. „Svo er þetta líka gríðarlega stórt umhverfisverkefni af því að við fáum til okkar sjö til tíu tonn af vöru á hverjum degi og það hættir ekkert þó verslunin loki. Það er búið að safnast upp mjög mikið af gersemum hjá okkur. Núna er loksins komið að því að koma þessu aftur í hendurnar á fólki.“ Fyrst röð inn og svo röð út Hvernig hefur það gengið að saxa á þennan lager sem hefur byggst upp? Er fólk búið að vera duglegt að taka dót með sér heim? „Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað. Það hefur verið standandi röð við kassana hjá okkur frá því klukkan 11:30. Við opnuðum klukkan 11 og fyrst var röð inn í búðina og núna er röð út úr búðinni og það sér eiginlega ekki högg á vatni.“ Með stærri verslun sé hægt að auka enn frekar á það sem hægt sé að endurnýta. „Þetta er í rauninni það besta sem við getum gert fyrir hringrásarhagkerfið, sem við þurfum öll að keppast við að koma á,“ segir Gunnar Dofri að lokum.
Sorpa Umhverfismál Reykjavík Mest lesið Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Uppsagnir: Algeng mistök stjórnenda að tala um hversu leiðir þeir sjálfir eru Atvinnulíf Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Fleiri fréttir Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Sjá meira