BHM náð samkomulagi við ríki og borg um efni nýrra samninga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. mars 2023 16:32 Magnús Þór Jónsson, formaður KÍ, Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og Friðrik Jónsson, formaður BHM, tilkynntu um samflot fyrr á árinu. BHM BHM hefur náð rammasamkomulagi við fulltrúa ríkis og Reykjavíkurborgar um meginefni nýrra kjarasamninga aðildarfélaga bandalagsins. Samkomulagið er til tólf mánaða en á næstu dögum munu aðildarfélög eiga fundi með ríki og borg til að klára endanlega samninga. Stefnt er að því að ljúka sambærilegu samkomulagi við Samband íslenskra sveitarfélaga innan tíðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM vegna málsins en þar segir að samkomulagið sé á sambærilegum nótum og samningar sem þegar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Það feli í sér prósentuhækkanir með ákveðnu lágmarki og hámarki í krónutölum og lagfæringar á launatöflum þar sem við á. Verði samkomulagið samþykkt gilda samningar til 31. mars 2024 en markmiðið er að láta samninga taka við af samningum. Samhliða samkomulaginu var undirritað sérstakt áfangasamkomulag um jöfnun launa milli opinbera og almenna markaðarins. Fyrsta innborgun komi til framkvæmda fyrsta október hjá þeim hópum sem búa mið mestan ójöfnuð, þeirra sem starfa við klíníska þjónustu innan heilbrigðisgeirans og við kennslu. „Meirihluti þeirra sem starfa innan þessara stétta hjá opinberum launagreiðendum eru konur. Árum saman hafa verið sterkar vísbendingar um kerfisbundinn og ómálefnalegan launamun sem þarf að uppræta. Ef vel tekst til með þetta fyrsta skref mun það vonandi hafa varanleg áhrif til jöfnunar launa hjá þessum hópum og gefa skýrt fordæmi fyrir áframhaldandi vinnu og umbótum í mati á virði starfa,“ segir í tilkynningunni en markmiðið er að tryggja að laun séu samkeppnisfær til lengri tíma. Um er að ræða ávinning samflots heildarsamtaka launafólks á opinberum markaði, BHM, Kennarasambands Íslands og BSRB. Fyrr í dag var greint frá því að aðildarfélög BSRB hafi náð samkomulagi við ríkið og Reykjavíkurborg. Í tilkynningu frá BRSB sagði að forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirriti í kjölfarið kjarasamningana, sem gilda í tólf mánuði frá fyrsta apríl, en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Stéttafélagið Sameyki hefur þegar undirritað sína samninga við ríki og borg. Stéttarfélög Verðlag Rekstur hins opinbera Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá BHM vegna málsins en þar segir að samkomulagið sé á sambærilegum nótum og samningar sem þegar hafi verið gerðir á almennum vinnumarkaði. Það feli í sér prósentuhækkanir með ákveðnu lágmarki og hámarki í krónutölum og lagfæringar á launatöflum þar sem við á. Verði samkomulagið samþykkt gilda samningar til 31. mars 2024 en markmiðið er að láta samninga taka við af samningum. Samhliða samkomulaginu var undirritað sérstakt áfangasamkomulag um jöfnun launa milli opinbera og almenna markaðarins. Fyrsta innborgun komi til framkvæmda fyrsta október hjá þeim hópum sem búa mið mestan ójöfnuð, þeirra sem starfa við klíníska þjónustu innan heilbrigðisgeirans og við kennslu. „Meirihluti þeirra sem starfa innan þessara stétta hjá opinberum launagreiðendum eru konur. Árum saman hafa verið sterkar vísbendingar um kerfisbundinn og ómálefnalegan launamun sem þarf að uppræta. Ef vel tekst til með þetta fyrsta skref mun það vonandi hafa varanleg áhrif til jöfnunar launa hjá þessum hópum og gefa skýrt fordæmi fyrir áframhaldandi vinnu og umbótum í mati á virði starfa,“ segir í tilkynningunni en markmiðið er að tryggja að laun séu samkeppnisfær til lengri tíma. Um er að ræða ávinning samflots heildarsamtaka launafólks á opinberum markaði, BHM, Kennarasambands Íslands og BSRB. Fyrr í dag var greint frá því að aðildarfélög BSRB hafi náð samkomulagi við ríkið og Reykjavíkurborg. Í tilkynningu frá BRSB sagði að forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirriti í kjölfarið kjarasamningana, sem gilda í tólf mánuði frá fyrsta apríl, en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Stéttafélagið Sameyki hefur þegar undirritað sína samninga við ríki og borg.
Stéttarfélög Verðlag Rekstur hins opinbera Reykjavík Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Tengdar fréttir Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Ganga saman til kjaraviðræðna Heildarsamtökin BHM, BSRB og KÍ hafa ákveðið að ganga saman til kjaraviðræðna og hafa formenn samtakanna fundað óformlega með fulltrúum opinberra launagreiðenda. 7. febrúar 2023 22:18