„Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi“ Máni Snær Þorláksson skrifar 29. mars 2023 20:20 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, tjáir sig um ráðninguna á Karli Gauta Hjaltasyni. Vísir/Jóhann/Vilhelm Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi lögreglustjóri og þingmaður Miðflokksins, var í dag skipaður af dómsmálaráðherra í embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum frá og með næstu mánaðarmótum. Bæjarstjóri Vestmannaeyja gagnrýnir ráðninguna í færslu sem hún birtir á Facebook-síðu sinni. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, tjáir sig um ráðninguna á Karli Gauta í færslunni og vekur athygli á því að hann var einn þeirra þingmanna sem átti hlut að málinu sem kennt er við Klaustursbar. Í ósæmilegum umræðum þingmannanna á barnum var meðal annars rætt um Írisi sjálfa. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Í færslunni segir Íris að hún muni auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega er skipaður til starfa í Vestmannaeyjum hverju sinni. Þá skýtur hún á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fyrir að hafa ákveðið að velja Karl Gauta í starfið. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustur bar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi.“ Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þau vilja taka við stöðu lögreglustjóra í Eyjum Fimm sóttu um embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum sem dómsmálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar nýverið. 8. febrúar 2023 16:47 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, tjáir sig um ráðninguna á Karli Gauta í færslunni og vekur athygli á því að hann var einn þeirra þingmanna sem átti hlut að málinu sem kennt er við Klaustursbar. Í ósæmilegum umræðum þingmannanna á barnum var meðal annars rætt um Írisi sjálfa. „Nú ætla ég að segja eitt sem er mjög dónalegt. Hún er ung, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var fyrir fjórum árum síðan,“ heyrðist í Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, segja í upptökum á samræðum þingmannanna er rætt var um Írisi. Í færslunni segir Íris að hún muni auðvitað vinna með þeim lögreglustjóra sem réttilega er skipaður til starfa í Vestmannaeyjum hverju sinni. Þá skýtur hún á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra fyrir að hafa ákveðið að velja Karl Gauta í starfið. „Dómsmálaráðherra hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu, eftir vandlega íhugun, að þetta sé heppileg og smekkleg ráðstöfun eftir þá kvenfyrirlitningu og almennu mannfyrirlitningu sem mér og fleirum var sýnd á Klaustur bar hér um árið. Þar var hinn nýskipaði lögreglustjóri þátttakandi.“
Vestmannaeyjar Lögreglan Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Þau vilja taka við stöðu lögreglustjóra í Eyjum Fimm sóttu um embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum sem dómsmálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar nýverið. 8. febrúar 2023 16:47 Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14 Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Þau vilja taka við stöðu lögreglustjóra í Eyjum Fimm sóttu um embætti lögreglustjóra í Vestmannaeyjum sem dómsmálaráðuneytið auglýsti laust til umsóknar nýverið. 8. febrúar 2023 16:47
Íris gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til vinnu í sporum Miðflokksmanna Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum segir að hún gæti ekki hugsað sér að mæta aftur til starfa á Alþingi, væri hún í sporum þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins. 26. janúar 2019 14:14
Bæjarstjóranum ekki borist nein afsökunarbeiðni Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum hefur ekki fengið neina afsökunarbeiðni vegna hinna svokölluðu Klaustursupptaka. 1. desember 2018 12:14