Birtu myndband af lögregluþjónum fella árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2023 15:15 Lögregluþjónarnir komu að Hale á efri hæð skólans, eftir að þeir heyrðu Hale skjóta. AP/Lögreglan í Nashville Lögreglan í Nashville hefur birt myndband úr vestismyndavél lögregluþjónsins sem felldi Audrey E. Hale. Sá síðarnefndi skaut sex manns, þar af þrjú börn, til bana í Covenant School í Green Hills í Nashville í gær. Skömmu eftir að útkallið barst fóru fimm lögregluþjónar inn í skólann og eltu Hale uppi. Það tók þá um tvær mínútur, frá því þeir fóru inn í skólann, að finna Hale og fella hann. Tilkynning um árásina barst klukkan 10:13 að staðartíma og lögreglan segir að Hale hafi verið felldur um klukkan 10:27. Myndbandið sem birt var í dag er tekið úr vestismyndavél lögregluþjónsins Rex Engelbert sem hefur starfað í lögreglunni í Nashville í fjögur ár. Hann er einn af áðurnefndum fimm lögregluþjónum sem fóru inn í skólann. Engelbert var vopnaður riffli en í upphafi fóru lögregluþjónarnir á milli kennslustofa og tryggðu þær. Það var þar til skothljóð heyrðust en þá hlupu þeir í átt að skothríðinni þar sem þeir komu að Hale og skutu hann til bana. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Lögreglan hefur verið margsaga um Hale frá því árásin átti sér stað. Fyrst var hann sagður 28 ára gömul kona og síðar meir var hann sagður transmaður. Það var þó dregið til baka. AP fréttaveitan hefur svo eftir lögreglunni að Hale hafi fæðst kvenkyns en notast við karlkyns fornöfn. Hale var með tvo hálfsjálfvirka riffla og skammbyssu þegar hann var felldur og er talið að hann hafi ætlað að ráðast á fleiri staði á eftir skólanum, þar sem hann var nemandi á árum áður. Fórnarlömb Hale voru þau Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs og William Kinney, sem voru níu ára. Auk þeirra dóu þau Cyntia Peak (61), Katherine Koonce (60) og Mike Hill (61). Koons var skólastjóri, Peak var afleysingakennari og Hill var húsvörður. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir einnig er ekki vitað hvort Hale hafi verið með einhver ákveðin skotmörk eða ekki, samkvæmt AP. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira
Skömmu eftir að útkallið barst fóru fimm lögregluþjónar inn í skólann og eltu Hale uppi. Það tók þá um tvær mínútur, frá því þeir fóru inn í skólann, að finna Hale og fella hann. Tilkynning um árásina barst klukkan 10:13 að staðartíma og lögreglan segir að Hale hafi verið felldur um klukkan 10:27. Myndbandið sem birt var í dag er tekið úr vestismyndavél lögregluþjónsins Rex Engelbert sem hefur starfað í lögreglunni í Nashville í fjögur ár. Hann er einn af áðurnefndum fimm lögregluþjónum sem fóru inn í skólann. Engelbert var vopnaður riffli en í upphafi fóru lögregluþjónarnir á milli kennslustofa og tryggðu þær. Það var þar til skothljóð heyrðust en þá hlupu þeir í átt að skothríðinni þar sem þeir komu að Hale og skutu hann til bana. Vert er að vara lesendur við því að myndbandið getur vakið óhug. Lögreglan hefur verið margsaga um Hale frá því árásin átti sér stað. Fyrst var hann sagður 28 ára gömul kona og síðar meir var hann sagður transmaður. Það var þó dregið til baka. AP fréttaveitan hefur svo eftir lögreglunni að Hale hafi fæðst kvenkyns en notast við karlkyns fornöfn. Hale var með tvo hálfsjálfvirka riffla og skammbyssu þegar hann var felldur og er talið að hann hafi ætlað að ráðast á fleiri staði á eftir skólanum, þar sem hann var nemandi á árum áður. Fórnarlömb Hale voru þau Evelyn Dieckhaus, Hallie Scruggs og William Kinney, sem voru níu ára. Auk þeirra dóu þau Cyntia Peak (61), Katherine Koonce (60) og Mike Hill (61). Koons var skólastjóri, Peak var afleysingakennari og Hill var húsvörður. Tilefni árásarinnar liggur ekki fyrir einnig er ekki vitað hvort Hale hafi verið með einhver ákveðin skotmörk eða ekki, samkvæmt AP.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Sjá meira