Stelpum loks leyft að spila við stráka og öfugt: „Hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar“ Sindri Sverrisson skrifar 27. mars 2023 11:28 Stelpurnar í Aþenu eru á meðal þeirra sem barist hafa fyrir þeim breytingum sem nú hafa verið gerðar sem heimila stelpum að spila í strákaflokki, og öfugt. Facebook/@athenabasketball Héðan í frá mega strákar spila í stelpuflokkum og stelpur spila í strákaflokkum í körfubolta á Íslandi. Yfirgnæfandi meirihluti fulltrúa nýafstaðins Körfuknattleiksþings samþykkti þetta. Aþena, Leiknir og UMFK lögðu fram tillögu þessa efnis en þingið gekk raunar lengra en lagt var fram í þeirri tillögu. Upphaflega tillagan gerði ráð fyrir að félög þyrftu að sækja um leyfi til mótanefndar KKÍ, og að blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni gætu ekki keppt á úrslitamótum um Íslandsmeistaratitil. Með breytingartillögu, sem samþykkt var með 84 atkvæðum gegn 26, var ákveðið að ekki þyrfti að sækja um sérstakt leyfi og að stelpur gætu orðið Íslandsmeistarar í strákaflokki, og öfugt. Gildir þetta auk þess upp alla yngri flokka eða þar til að menntaskólaaldri er náð. Tillaga um að stelpur geti spilað gegn strákum í íslenskum körfubolta hafði áður tvívegis verið felld á Körfuknattleiksþingi, árin 2019 og 2021. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur ásamt fleirum barist fyrir breytingunni en eins og fjallað er um í heimildamyndinni Hækkum rána reyndu hann og leikmenn hans í ÍR á sínum tíma að fá það í gegn að spila gegn strákaliðum en það tókst ekki þá. Brynjar Karl hefur áður lýst þróuninni í málinu sem „mesta hneyksli í sögu KKÍ“ og dóttir hans, hin 15 ára gamla Tanja Ósk, ekki gefið kost á sér í íslenska stúlknalandsliðið vegna málsins. Rétt er að taka fram að þó að reglurnar hafi ekki beinlínis leyft það eru engu að síður dæmi um það undanfarin ár að stelpur spili með strákaliðum á Íslandsmóti og samkvæmt upplýsingum Vísis hefur það verið gert í vinsemd og án kærumála. Það voru raunar ein af rökunum sem Brynjar Karl hefur nefnt fyrir því að breyta ætti reglunum. Á Facebook-síðu sinni fagnar Brynjar Karl niðurstöðu Körfuknattleiksþingsins um helgina og segir að um mikinn lærdóm sé að ræða fyrir stelpurnar sem hann þjálfi, um hverju sé hægt að ná í gegn með því að taka pláss og láta í sér heyra. „Eftir á að hyggja, hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar. Kæru stelpur, kynnið ykkur grundvallarreglurnar í mannlegri hegðun, verið gagnrýnar og umfram allt sýnið gott siðferði. Mottóið mitt og skilaboð til stelpnanna frá fyrsta degi. Takið pláss, látið í ykkur heyra, ekki óttast mistök og setjið ykkur ykkar viðmið,“ skrifar Brynjar Karl meðal annars. Brynjar bendir hins vegar á það sem fram kemur hér að ofan, um að fólk á þinginu hafi kosið að ganga lengra en upphaflega tillagan gerði ráð fyrir, og segir að það verði „áhugavert“ að sjá hve vel félögunum í landinu gangi að beita almennri skynsemi við að ákveða í hvaða flokkum leikmenn spili. Hér að neðan má sjá hvernig 14. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót hljómar eftir Körfuknattleiksþingið um helgina: 14. grein FLOKKASKIPTING OG ALDUR LEIKMANNA Aldur leikmanns miðast við áramót, þannig að verði leikmaður 21 árs eftir áramót er honum heimilt að leika með ungmennaflokki út tímabilið en flutningur milli flokka skal fara fram 1. júlí ár hvert. Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber, nema annað sé tiltekið sérstaklega í reglugerð. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki. Heimilt er að keppa með lið sem er kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni. Leikmenn þessi geta ekki keppt bæði í sama aldursflokki drengja og stúlkna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða. Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Aþena, Leiknir og UMFK lögðu fram tillögu þessa efnis en þingið gekk raunar lengra en lagt var fram í þeirri tillögu. Upphaflega tillagan gerði ráð fyrir að félög þyrftu að sækja um leyfi til mótanefndar KKÍ, og að blönduð lið eða lið af gagnstæðu kyni gætu ekki keppt á úrslitamótum um Íslandsmeistaratitil. Með breytingartillögu, sem samþykkt var með 84 atkvæðum gegn 26, var ákveðið að ekki þyrfti að sækja um sérstakt leyfi og að stelpur gætu orðið Íslandsmeistarar í strákaflokki, og öfugt. Gildir þetta auk þess upp alla yngri flokka eða þar til að menntaskólaaldri er náð. Tillaga um að stelpur geti spilað gegn strákum í íslenskum körfubolta hafði áður tvívegis verið felld á Körfuknattleiksþingi, árin 2019 og 2021. Þjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur ásamt fleirum barist fyrir breytingunni en eins og fjallað er um í heimildamyndinni Hækkum rána reyndu hann og leikmenn hans í ÍR á sínum tíma að fá það í gegn að spila gegn strákaliðum en það tókst ekki þá. Brynjar Karl hefur áður lýst þróuninni í málinu sem „mesta hneyksli í sögu KKÍ“ og dóttir hans, hin 15 ára gamla Tanja Ósk, ekki gefið kost á sér í íslenska stúlknalandsliðið vegna málsins. Rétt er að taka fram að þó að reglurnar hafi ekki beinlínis leyft það eru engu að síður dæmi um það undanfarin ár að stelpur spili með strákaliðum á Íslandsmóti og samkvæmt upplýsingum Vísis hefur það verið gert í vinsemd og án kærumála. Það voru raunar ein af rökunum sem Brynjar Karl hefur nefnt fyrir því að breyta ætti reglunum. Á Facebook-síðu sinni fagnar Brynjar Karl niðurstöðu Körfuknattleiksþingsins um helgina og segir að um mikinn lærdóm sé að ræða fyrir stelpurnar sem hann þjálfi, um hverju sé hægt að ná í gegn með því að taka pláss og láta í sér heyra. „Eftir á að hyggja, hvílík lexía fyrir stelpurnar mínar. Kæru stelpur, kynnið ykkur grundvallarreglurnar í mannlegri hegðun, verið gagnrýnar og umfram allt sýnið gott siðferði. Mottóið mitt og skilaboð til stelpnanna frá fyrsta degi. Takið pláss, látið í ykkur heyra, ekki óttast mistök og setjið ykkur ykkar viðmið,“ skrifar Brynjar Karl meðal annars. Brynjar bendir hins vegar á það sem fram kemur hér að ofan, um að fólk á þinginu hafi kosið að ganga lengra en upphaflega tillagan gerði ráð fyrir, og segir að það verði „áhugavert“ að sjá hve vel félögunum í landinu gangi að beita almennri skynsemi við að ákveða í hvaða flokkum leikmenn spili. Hér að neðan má sjá hvernig 14. grein reglugerðar um körfuknattleiksmót hljómar eftir Körfuknattleiksþingið um helgina: 14. grein FLOKKASKIPTING OG ALDUR LEIKMANNA Aldur leikmanns miðast við áramót, þannig að verði leikmaður 21 árs eftir áramót er honum heimilt að leika með ungmennaflokki út tímabilið en flutningur milli flokka skal fara fram 1. júlí ár hvert. Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber, nema annað sé tiltekið sérstaklega í reglugerð. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki. Heimilt er að keppa með lið sem er kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni. Leikmenn þessi geta ekki keppt bæði í sama aldursflokki drengja og stúlkna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða.
14. grein FLOKKASKIPTING OG ALDUR LEIKMANNA Aldur leikmanns miðast við áramót, þannig að verði leikmaður 21 árs eftir áramót er honum heimilt að leika með ungmennaflokki út tímabilið en flutningur milli flokka skal fara fram 1. júlí ár hvert. Leikmaður má aldrei leika með yngri aldursflokki en honum ber, nema annað sé tiltekið sérstaklega í reglugerð. Öllum leikmönnum yngri aldursflokks er heimilt að leika hverju sinni með öllum aldursflokkum fyrir ofan sinn eigin. Leikmenn meistaraflokks karla og kvenna skulu gengnir upp úr 8. flokki. Heimilt er að keppa með lið sem er kynjablandað eða skipað leikmönnum af gagnstæðu kyni. Leikmenn þessi geta ekki keppt bæði í sama aldursflokki drengja og stúlkna en þó er það mögulegt ef um er að ræða tilfærslu á einstökum leikmönnum á milli liða.
Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Fleiri fréttir Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Njarðvík - Grindavík | Halda þær gulu fluginu áfram? Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira