Vafi féll þrítuga bróðurnum í vil Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. mars 2023 19:05 Lilja Margrét Olsen, lögmaður Gabríels Douane sem sést á myndinni, gagnrýnir harðlega að þrítugur maður, elstur sakborninga, hafi verið sýknaður. Vísir Maður á þrítugsaldri sem ákærður var í Borgarholtsskólamálinu svokallaða var sýknaður þar sem ekki tókst að sanna á hann líkamsárás. Lögmaður eins sakfelldu segir koma á óvart að fullorðnir menn, sem ekki sæki nám en komi inn í skóla og taki þátt í átökum, séu sýknaðir. Dómur í Borgarholtsskólamálinu var kveðinn upp í vikunni. Fjórir voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Allir voru á tvítugsaldri, nema sá elsti, sem nú er 29 ára gamall. Eins og fyrr segir voru þrír af fjórum sakfelldir, ýmist fyrir minni háttar líkamsárás eða sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Ekki var fallist á neyðarvarnarákvæði hegningarlaga, þrátt fyrir að því hafi jafnan verið borið við. Maðurinn þrítugi er bróðir eins sakborninganna. Hann var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hafi beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Traðkað á honum Sá elsti slasaðist nokkuð en meðal annars var ráðist að honum með hnífi. Þá var hann einnig kýldur í andlitið og þegar hann féll í jörðina var traðkað á honum, að því er fram kemur í héraðsdóminum sem fréttastofa hefur undir höndum. Einn sakborninga hélt því fram að eldri bróðirinn hafi átt upptökin að slagsmálum með því að hafa kýlt hann í andlitið og það valdið kinnbeinsbroti. Honum hafi verið haldið niðri og eldri bróðirinn, ásamt öðrum, ráðist á hann. Í dóminum segir að nokkur vitni hafi verið að meintu atviki. Framburður þeirra hafi hins vegar hvorki verið einróma né skýr. Einn hélt því fram að eldri bróðirinn hafi reynt að skakka leikinn, máli eldri bróðurins til stuðnings, en hann neitaði því alfarið að hafa ráðist að einhverjum. Hann hafi aðeins reynt að stilla til friðar. „Það kemur verulega á óvart“ Héraðsdómari sagði að framburður eldri bróðurins fengi stuðning í vitnisburði annarra vitna, allra nema eins. Myndband sem lagt var fyrir dóminn var þar að auki talið sýna að hann hafi ekki ráðist á neinn. Því væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn þrítugi hafi gerst sekur um líkamsárás og var hann því sýknaður af ákæruliðnum. Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í málinu, sagði við fréttastofu í vikunni að hún væri ósátt að eldri bróðirinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“ Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Tengdar fréttir Móður hótað og vitni óttaslegin í spennuþrungnu andrúmslofti Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu. 23. febrúar 2023 10:30 Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Dómur í Borgarholtsskólamálinu var kveðinn upp í vikunni. Fjórir voru ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás en einn þeirra fyrir líkamsárás. Mennirnir voru allir ákærðir fyrir vopnalagabrot en á meðal vopna sem beitt var í árásinni voru hnífar, kylfur, ljósaperur og hamar. Allir voru á tvítugsaldri, nema sá elsti, sem nú er 29 ára gamall. Eins og fyrr segir voru þrír af fjórum sakfelldir, ýmist fyrir minni háttar líkamsárás eða sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Ekki var fallist á neyðarvarnarákvæði hegningarlaga, þrátt fyrir að því hafi jafnan verið borið við. Maðurinn þrítugi er bróðir eins sakborninganna. Hann var ákærður fyrir að hafa ítrekað kýlt sextán ára dreng í höfuð og búk. Við aðalmeðferð Borgarholtsskólamálsins sagði maðurinn atburðarrásina hafa verið á þá leið að hann hafi fengið símtal frá yngri bróður sínum sem sagðist hafa orðið fyrir hótunum. Hann hafi beðið stóra bróður um aðstoð. Eldri bróðirinn sagðist því hafa mætt upp í Borgarholtsskóla til að skakka leikinn og ræða við drengina. Að hans sögn datt honum ekki til hugar að til átaka gæti komið, hans ætlun hafi aðeins verið að útkljá málin með samtali. Aðspurður sagði hann því ekki hafa hvarflað að sér að hafa samband við lögreglu. Fljótlega brutust út mikil áflog innan veggja skólans sem bárust einnig út fyrir bygginguna. Vopnum var beitt, svo sem hnífum, kylfum og hnúajárni. Traðkað á honum Sá elsti slasaðist nokkuð en meðal annars var ráðist að honum með hnífi. Þá var hann einnig kýldur í andlitið og þegar hann féll í jörðina var traðkað á honum, að því er fram kemur í héraðsdóminum sem fréttastofa hefur undir höndum. Einn sakborninga hélt því fram að eldri bróðirinn hafi átt upptökin að slagsmálum með því að hafa kýlt hann í andlitið og það valdið kinnbeinsbroti. Honum hafi verið haldið niðri og eldri bróðirinn, ásamt öðrum, ráðist á hann. Í dóminum segir að nokkur vitni hafi verið að meintu atviki. Framburður þeirra hafi hins vegar hvorki verið einróma né skýr. Einn hélt því fram að eldri bróðirinn hafi reynt að skakka leikinn, máli eldri bróðurins til stuðnings, en hann neitaði því alfarið að hafa ráðist að einhverjum. Hann hafi aðeins reynt að stilla til friðar. „Það kemur verulega á óvart“ Héraðsdómari sagði að framburður eldri bróðurins fengi stuðning í vitnisburði annarra vitna, allra nema eins. Myndband sem lagt var fyrir dóminn var þar að auki talið sýna að hann hafi ekki ráðist á neinn. Því væri ekki hafið yfir skynsamlegan vafa að maðurinn þrítugi hafi gerst sekur um líkamsárás og var hann því sýknaður af ákæruliðnum. Lilja Margrét Olsen, verjandi Gabríels Douane sem dæmdur var í tveggja ára fangelsi fyrir þátt sinn í málinu, sagði við fréttastofu í vikunni að hún væri ósátt að eldri bróðirinn hafi verið sýknaður. „Það kemur verulega á óvart að fullorðir menn sem ekki sækja nám, en koma inn í framhaldsskóla og taka þar þátt í átökum séu sýknaðir af verknaðinum.“
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Dómsmál Tengdar fréttir Móður hótað og vitni óttaslegin í spennuþrungnu andrúmslofti Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu. 23. febrúar 2023 10:30 Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Móður hótað og vitni óttaslegin í spennuþrungnu andrúmslofti Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu. 23. febrúar 2023 10:30
Réðst á samfanga og skallaði fangavörð á Hólmsheiði Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega. 26. febrúar 2023 07:01