„Maður fær eiginlega bara svona í hjartað“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. mars 2023 19:30 Yngvi Snær Bjarnason var að tefla heima hjá sér þegar hann heyrði sprengingu. Stöð 2 „Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás. Tvær öflugar sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu á fimmta tímanum í dag. Nokkur eldur braust út og allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Annar gaskútanna þeyttist á bifreið og stórskemmdi hana mjög. Hinn skaust tugi metra og mjóu mátti muna að kúturinn hafi hæft gangandi vegfaranda. Slökkvistarfi er nú lokið á vettvangi. „Fimm mínútum seinna þá kemur hin sprengingin sem mér var eiginlega verri finnst mér. Þremur eða fjórum mínútum eftir að ég hringdi þá kom slökkviliðið, allt tiltekið lið, á staðinn. Maður fær eiginlega bara svona í hjartað, yfir því hvort einhver hafi verið uppi á plötunni, hvort einhver hafi verið að vinna við þetta – að bræða pappann. En sjónarvottar hafa sagt að ekkert hafi komið fyrir, það voru allir komnir niður,“ segir Yngvi Snær. Mikil mildi var að engan sakaði, að sögn Guðmundar Guðjónssonar varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Seinni partinn í dag fáum við tilkynningu frá vegfarendum í 112 þar sem tilkynnt er um eld á þaki í nýbyggingu og við sáum strax á leiðinni að svartan reyk stíga upp. Þegar við erum um það bil hálfnaðir hingað þá fáum við tilkynningu um að það hafi orðið sprenging. Og svo þegar við erum rétt að lenda á vettvangi þá verður önnur sprenging og gaskúturinn fer í raun og veru fram hjá slökkvibílnum og munaði minnstu að hann hefði lent á fólki. Þannig að það skapaðist gríðarleg hætta hérna þegar þessir gaskútar sprungu.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að mjóu hafi mátt muna.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir að fleiri gaskútar hafi verið á þakinu. Slökkviliðið hafi því strax hafist handa við að fara upp á þak og kæla kútana sem þar voru. „Slökkvistarfi er lokið, það var í raun og veru ekki mikill eldur í byggingunni heldur logaði bara í þakpappa. Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Við erum bara búnir að vera núna síðasta einn og hálfan tímann að slökkva í glóð sem reynist í einangrun. En slökkvistarfi er að mestu leyti lokið,“ segir Guðmundur Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Tvær öflugar sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu á fimmta tímanum í dag. Nokkur eldur braust út og allt tiltækt slökkvilið var kallað út. Annar gaskútanna þeyttist á bifreið og stórskemmdi hana mjög. Hinn skaust tugi metra og mjóu mátti muna að kúturinn hafi hæft gangandi vegfaranda. Slökkvistarfi er nú lokið á vettvangi. „Fimm mínútum seinna þá kemur hin sprengingin sem mér var eiginlega verri finnst mér. Þremur eða fjórum mínútum eftir að ég hringdi þá kom slökkviliðið, allt tiltekið lið, á staðinn. Maður fær eiginlega bara svona í hjartað, yfir því hvort einhver hafi verið uppi á plötunni, hvort einhver hafi verið að vinna við þetta – að bræða pappann. En sjónarvottar hafa sagt að ekkert hafi komið fyrir, það voru allir komnir niður,“ segir Yngvi Snær. Mikil mildi var að engan sakaði, að sögn Guðmundar Guðjónssonar varðstjóra slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Seinni partinn í dag fáum við tilkynningu frá vegfarendum í 112 þar sem tilkynnt er um eld á þaki í nýbyggingu og við sáum strax á leiðinni að svartan reyk stíga upp. Þegar við erum um það bil hálfnaðir hingað þá fáum við tilkynningu um að það hafi orðið sprenging. Og svo þegar við erum rétt að lenda á vettvangi þá verður önnur sprenging og gaskúturinn fer í raun og veru fram hjá slökkvibílnum og munaði minnstu að hann hefði lent á fólki. Þannig að það skapaðist gríðarleg hætta hérna þegar þessir gaskútar sprungu.“ Guðmundur Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að mjóu hafi mátt muna.Vísir/Vilhelm Guðmundur segir að fleiri gaskútar hafi verið á þakinu. Slökkviliðið hafi því strax hafist handa við að fara upp á þak og kæla kútana sem þar voru. „Slökkvistarfi er lokið, það var í raun og veru ekki mikill eldur í byggingunni heldur logaði bara í þakpappa. Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins. Við erum bara búnir að vera núna síðasta einn og hálfan tímann að slökkva í glóð sem reynist í einangrun. En slökkvistarfi er að mestu leyti lokið,“ segir Guðmundur
Slökkvilið Garðabær Tengdar fréttir „Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú að sér allan grun með hitamyndavélum. 24. mars 2023 16:52