„Þvílík heppni að ekki hafi farið verr“ Máni Snær Þorláksson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 24. mars 2023 16:52 Þessir herramenn áttu fótum sínum fjör að launa. Christiaan Bragi Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. Mikill reykur rauk upp úr nýbyggingunni, sem er í Eskiási, vegna eldsins. Fréttastofu hafa borist ábendingar og myndbönd frá íbúum á svæðinu og eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan voru sprengingarnar mjög öflugar. Klippa: Sprenging í Garðabæ Svæðinu í kring, sem og götunni sem byggingin stendur við, var lokað um stund á meðan vinnu slökkviliðs stóð. Eins og fyrr segir sakaði engan í sprenginunni, að sögn Helga Hjörleifssonar, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í dag.Aðsend Hann segir að búið sé að slökkva eldinn, lítill reykur sé á svæðinu en verið sé að fara yfir svæðið með hitamyndavél. Líklegt sé að kviknað hafi í þakklæðningu við vinnu í nýbyggingunni, þó hann geti ekki slegið því föstu. Skjáskot úr myndbandi sem barst fréttastofu.Skjáskot „Það er þvílík heppni að ekki hafi farið verr, það urðu engin slys á fólki eða neitt svoleiðis. Þetta eru gaskútar sem virðast hafa sprungið á þakinu,“ segir Helgi. Sjónarvottur segir í samtali við fréttastofu að tveir gaskútar hafi sprungið og þeyst tugi metra frá brennandi þakklæðningu í nýbyggingunni. Ljósmyndari Vísis myndaði þennan gaskút í um 100 metra fjarlægð frá byggingunni. Annar hæfði bíl sem stórskemmdist. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Yngvi Snær Bjarnason var heima að tefla þegar sprengingarnar urðu. Hann segir veggi og gler hafa nötrað. Hann hafi strax óttast að einhver hefði slasast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is. Garðabær Slökkvilið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Mikill reykur rauk upp úr nýbyggingunni, sem er í Eskiási, vegna eldsins. Fréttastofu hafa borist ábendingar og myndbönd frá íbúum á svæðinu og eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan voru sprengingarnar mjög öflugar. Klippa: Sprenging í Garðabæ Svæðinu í kring, sem og götunni sem byggingin stendur við, var lokað um stund á meðan vinnu slökkviliðs stóð. Eins og fyrr segir sakaði engan í sprenginunni, að sögn Helga Hjörleifssonar, hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Mikinn svartan reyk bar frá eldinum í dag.Aðsend Hann segir að búið sé að slökkva eldinn, lítill reykur sé á svæðinu en verið sé að fara yfir svæðið með hitamyndavél. Líklegt sé að kviknað hafi í þakklæðningu við vinnu í nýbyggingunni, þó hann geti ekki slegið því föstu. Skjáskot úr myndbandi sem barst fréttastofu.Skjáskot „Það er þvílík heppni að ekki hafi farið verr, það urðu engin slys á fólki eða neitt svoleiðis. Þetta eru gaskútar sem virðast hafa sprungið á þakinu,“ segir Helgi. Sjónarvottur segir í samtali við fréttastofu að tveir gaskútar hafi sprungið og þeyst tugi metra frá brennandi þakklæðningu í nýbyggingunni. Ljósmyndari Vísis myndaði þennan gaskút í um 100 metra fjarlægð frá byggingunni. Annar hæfði bíl sem stórskemmdist. Sjónarvottur lýsti því að mjóu hafi mátt muna. Gangandi vegfarendur áttu leið hjá þegar gaskúturinn þeyttist í um hundrað metra við sprenginguna.Vísir/Vilhelm Yngvi Snær Bjarnason var heima að tefla þegar sprengingarnar urðu. Hann segir veggi og gler hafa nötrað. Hann hafi strax óttast að einhver hefði slasast. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum, ljósmyndum og myndskeiðum á ritstjorn@visir.is.
Garðabær Slökkvilið Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira