Trans konur fá ekki að keppa í kvennaflokki frjálsra íþrótta Smári Jökull Jónsson skrifar 23. mars 2023 17:43 Lávarður Sebastian Coe er formaður Alþjóðafrjálsíþróttasambandsins. Vísir/Getty Alþjóðafrjálsíþróttasambandið hefur tilkynnt að trans konur fái ekki að keppa í kvennaflokki í mótum á vegum sambandsins. Formaður sambandsins, Lávarður Sebastian Coe, segir í samtali við BBC að engin trans kona sem farið hefur í gegnum kynþroskaskeið sem karlmaður fái keppnisleyfi í kvennaflokki. Gildir ákvörðunin um alþjóðleg mót sem telja til stiga á heimslista frjálsíþróttafólks. Ákvörðunin gildir frá og með 31. mars næstkomandi. Settur verður á fót vinnuhópur sem kanna á enn betur hvernig best sé að haga málum varðandi þátttökurétt trans kvenna. „Við erum ekki að segja að þetta verði svona að eilífu,“ segir Coe og bætti við að ákvörðunin væri tekin með það að leiðarljósi að vernda keppnisflokk kvenna á mótum. Á fundi stjórnar sambandsins var einnig kosið um að leyfilegt magn testósterons, í blóði þeirra íþróttamanna sem líffræðilega eru með hærra magn testósterons, skyldi lækkað. Hlaupakonan Caster Semenya er ein þeirra en hún hefur meðal annars þurft að taka bælandi lyf á ferli sínum. Leyfilegt magn verður nú 2,5 nanómólar í hverjum lítra en áður var miðað við fimm nanómóla. Íþróttafólk þarf að vera undir þessu mörkum í tvö ár fyrir keppni og gildir það um allar keppnisgreinar. Áður giltu þessar reglur einungis um það íþróttafólk sem keppti í greinum þar sem hlaupnir voru 400 metrar eða lengra. Bráðabirgðaákvæði verða kynnt fyrir það íþróttafólk sem nú þegar keppir samkvæmt eldri viðmiðum og verður það að vera undir mörkunum í hálft ár áður en það færi keppnisleyfi. „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar þegar um er að ræða mismunandi skoðanir tveggja ólíkra hópa. Við erum ennþá á þeirri skoðun að við verðum að sýna sanngirni við íþróttakonur umfram allt annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð Frjálsar íþróttir Málefni trans fólks Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Formaður sambandsins, Lávarður Sebastian Coe, segir í samtali við BBC að engin trans kona sem farið hefur í gegnum kynþroskaskeið sem karlmaður fái keppnisleyfi í kvennaflokki. Gildir ákvörðunin um alþjóðleg mót sem telja til stiga á heimslista frjálsíþróttafólks. Ákvörðunin gildir frá og með 31. mars næstkomandi. Settur verður á fót vinnuhópur sem kanna á enn betur hvernig best sé að haga málum varðandi þátttökurétt trans kvenna. „Við erum ekki að segja að þetta verði svona að eilífu,“ segir Coe og bætti við að ákvörðunin væri tekin með það að leiðarljósi að vernda keppnisflokk kvenna á mótum. Á fundi stjórnar sambandsins var einnig kosið um að leyfilegt magn testósterons, í blóði þeirra íþróttamanna sem líffræðilega eru með hærra magn testósterons, skyldi lækkað. Hlaupakonan Caster Semenya er ein þeirra en hún hefur meðal annars þurft að taka bælandi lyf á ferli sínum. Leyfilegt magn verður nú 2,5 nanómólar í hverjum lítra en áður var miðað við fimm nanómóla. Íþróttafólk þarf að vera undir þessu mörkum í tvö ár fyrir keppni og gildir það um allar keppnisgreinar. Áður giltu þessar reglur einungis um það íþróttafólk sem keppti í greinum þar sem hlaupnir voru 400 metrar eða lengra. Bráðabirgðaákvæði verða kynnt fyrir það íþróttafólk sem nú þegar keppir samkvæmt eldri viðmiðum og verður það að vera undir mörkunum í hálft ár áður en það færi keppnisleyfi. „Svona ákvarðanir eru alltaf erfiðar þegar um er að ræða mismunandi skoðanir tveggja ólíkra hópa. Við erum ennþá á þeirri skoðun að við verðum að sýna sanngirni við íþróttakonur umfram allt annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð
Frjálsar íþróttir Málefni trans fólks Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira