Kjósendur styðja forseta sem ætlar að brjóta gegn stjórnarskrá Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2023 07:01 Naib Bukele, forseti El Salvador, hefur varið ákvörðun sína um að bjóða sig fram til endurkjörs með því að benda á að þróuð ríki leyfi forsetum að sitja fleira en eitt kjörtímabil í röð. Þau ríki hafa þau ekki stjórnarskrárbundið bann við því að forseti sitji lengur en eitt kjörtímabil, ólíkt heimalandi hans. Vísir/EPA Hátt í sjötíu prósent svarenda í nýrri skoðanakönnun styðja Nayib Bukele, forseta El Salvador, til endurkjörs þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins kveði á um að forseti geti ekki setið fleiri en eitt kjörtímabil í einu. Bukele ætlar að bjóða sig fram engu að síður. El Salvador hefur hneigst í valdboðsátt eftir að Bukele varð forseti landsins árið 2019. Hann hefur stýrt landinu eftir neyðarlögum í tæpt ár sem hann réttlætir með stríði sínu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Tugir þúsunda ungra karlamanna hafa verið handteknir á þeim tíma en á grundvelli neyðarlaganna eru grunaðir menn sviptir ýmsum borgararéttindum. Bukele tilkynnti í september að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins leggi blátt bann við því að forseti sitji lengur en eitt fimm ára kjörtímabil í einu. Mannréttindasamtök og Bandaríkjastjórn eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt ákvörðun hans og segja hana sýna að lýðræði fari hnignandi í Mið-Ameríkuríkinu. Hæstiréttur landsins, sem er skipaður dómurum sem Bukele valdi, komst að þeirri niðurstöðu að það væru mannréttindi hans að bjóða sig fram aftur. Skoðanakönnun dagblaðsins La Prensa Gráfica bendir til þess að hópur kjósenda sé til í að kjósa Bukele aftur jafnvel þó að þeir telji að stjórnarskráin leyfi honum það ekki. Aðeins þrettán prósent svarenda voru andvíg því að Bukele yrði endurkjörinn en 68 prósent fylgjandi, að því er kemur fram í frétt Reuters. El Salvador Tengdar fréttir Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
El Salvador hefur hneigst í valdboðsátt eftir að Bukele varð forseti landsins árið 2019. Hann hefur stýrt landinu eftir neyðarlögum í tæpt ár sem hann réttlætir með stríði sínu gegn skipulagðri glæpastarfsemi í landinu. Tugir þúsunda ungra karlamanna hafa verið handteknir á þeim tíma en á grundvelli neyðarlaganna eru grunaðir menn sviptir ýmsum borgararéttindum. Bukele tilkynnti í september að hann ætlaði að bjóða sig fram til endurkjörs á næsta ári þrátt fyrir að stjórnarskrá landsins leggi blátt bann við því að forseti sitji lengur en eitt fimm ára kjörtímabil í einu. Mannréttindasamtök og Bandaríkjastjórn eru á meðal þeirra sem hafa fordæmt ákvörðun hans og segja hana sýna að lýðræði fari hnignandi í Mið-Ameríkuríkinu. Hæstiréttur landsins, sem er skipaður dómurum sem Bukele valdi, komst að þeirri niðurstöðu að það væru mannréttindi hans að bjóða sig fram aftur. Skoðanakönnun dagblaðsins La Prensa Gráfica bendir til þess að hópur kjósenda sé til í að kjósa Bukele aftur jafnvel þó að þeir telji að stjórnarskráin leyfi honum það ekki. Aðeins þrettán prósent svarenda voru andvíg því að Bukele yrði endurkjörinn en 68 prósent fylgjandi, að því er kemur fram í frétt Reuters.
El Salvador Tengdar fréttir Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09 Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Þúsundir meintra glæpamanna flutt í risafangelsi Yfirvöld í Mið-Ameríkuríkinu El Salvador byrjuðu að flytja þúsundir grunaðra glæpamanna í risavaxið fangelsi sem á að hýsa allt að fjörutíu þúsund fanga. Aðgerðin er liður í harðlínustefnu Nayibs Bukele forseta gegn glæpagengjum. 25. febrúar 2023 14:09
Sendir inn 10.000 hermenn til að svæla út glæpagengi Forseti El Salvadors sendi um 10.000 her- og lögreglumenn til þess að umkringja úthverfi höfuðborgarinnar San Salvador og handtaka félaga í glæpagengjum. Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt herför forsetans gegn gengjum landsins. 4. desember 2022 08:44