ÍBV í undanúrslit með fullt hús stiga eftir sigur á Kópavogsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2023 20:35 Leikmenn ÍBV fagna fyrsta marki sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét ÍBV vann 3-2 sigur á Breiðabliki í Lengjubikar karla í knattspyrnu í kvöld. Eyjamenn voru með fullt hús stiga fyrir leik kvöldsins og þurftu heimamenn þriggja marka sigur itl að komast í undanúrslit keppninnar. Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins. Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira
Eyjamenn höfðu unnið alla fjóra leiki sína til þessa í riðlinum en voru að leika sinn þriðja leik á innan við viku og því var spurning hvernig orkustigið væri. Eftir á að hyggja var það fínt en segja má að leikskipulag ÍBV hafi gengið nær fullkomlega upp. Patrik átti góðan leik í kvöld.Vísir/Hulda Margrét Patrik Johannesen kom Breiðablik yfir í kvöld eftir snögga sókn. Gísli Eyjólfsson bar boltann upp vallarhelming gestanna og gaf hann svo út á Jason Daða Svanþórsson sem keyrði inn að teig Eyjamanna frá hægri. Jason Daði renndi boltanum svo á Patrik sem var staðsettur inn í D-boganum og skaut í fyrsta að marki. Hægri fótur, hægra horn og skotið óverjandi fyrir Guy Smit í marki ÍBV. Filip Valenčič var nálægt því að jafna metin fyrir ÍBV en skot hans fór í stöngina. Þá varði Guy Smit skot frá Patrik meistaralega í stöngina. Það var hins vegar eftir vandræðagang í vörn heimamanna sem Alex Freyr Hilmarsson jafnaði metin. Anton Ari Einarsson, markvörður, átti þá slaka sendingu upp völlinn sem Eyjamenn komust inn í. Það virtist þó sem boltinn væri á leið út af og gerði Viktor Örn Margeirsson sitt besta til að skýla honum aftur fyrir. Halldór Jón Sigurður Þórðarson náði hins vegar að pota tá í boltann. Þaðan fór hann til Sverris Páls Hjaltested sem kom honum á Alex Frey sem skoraði af öryggi. Staðan orðin 1-1 og þannig var hún í hálfleik þó svo að Stefán Ingi Sigurðarson hafi stýrt fyrirgjöf Höskuldar Gunnlaugssonar í netið skömmu síðar. Flaggið fór hins vegar á loft og markið dæmt af.Vísir/Hulda Margrét Gestirnir frá Vestmannaeyjum komust yfir í upphafi síðari hálfleiks þegar Halldór Jón Sigurður Gunnarsson skoraði eftir að Sverrir Páll lagði boltann á hann. Eyjamenn höfðu sloppið í gegn eftir háa sendingu yfir varnarlínu Blika sem var mjög ofarlega á vellinum. Þegar stundarfjórðungur lifði leiks þá jafnaði Patrik metin með marki af stuttu færi eftir frábæra sendingu Höskuldar. Staðan 2-2 en það voru Eyjamenn sem tryggðu sér sigurinn í uppbótartíma. Aftur komust gestirnir inn í sendingu frá Antoni Ara. Felix Örn Friðriksson bar boltann upp vinstra megin, þaðan fór hann yfir til hægri og á endanum var það Bjarki Björn Gunnarsson, lánsmaður frá Víking, sem batt endahnút á sóknina. Lokatölur á Kópavogsvelli 2-3 og Eyjamenn komnir í undanúrslit Lengjubikarsins.
Fótbolti Íslenski boltinn Breiðablik ÍBV Mest lesið Brenndi á sér hendina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Sjá meira