Segir tímalengd samningsins hafa setið í sjómönnum Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 11:53 Bergur Þorkelsson segir nokkur atriði hafa verið erfið sjómönnum, til að mynda veiking á slysa- og veikingarétti. Vísir/Vilhelm Formaður sjómannafélags Íslands segir það alls ekki hafa komið á óvart að kjarasamningur sjómanna við Samband félaga í sjávarútvegi hafi verið felldir með afgerandi hætti. Tveir af hverjum þremur sjómönnum greiddu atkvæði gegn samningnum Skrifað var undir samning sjómanna og SFS í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 9. febrúar síðastliðin og vakti samningurinn strax sérstaka athygli fyrir þær sakir að hann var gerður til tíu ára en það telst harla óvenjulegt. Sjómenn hafa verið samningslausir í þrjú ár en þar til nýr kjarasamningur verður samþykktur er sá eldri í gildi. Bergur Þorkelsson, formaður sjómannafélags Íslands segir það hafa verið fyrirséð að samningurinn yrði felldur. „Það voru þarna þónokkur atriði. Það var tímalengd samningsins, veiking slysa og veikindaréttar. Það má nefna breytingar á texta í grein um ný skip og breytt skip. Svo var lækkuð skiptaprósenta til þess að fá mótframlag í lífeyrissjóð upp á 3,5% þá myndi skiptaprósenta lækka á móti.“ Tímalengdin hafi þó verið helsta áhyggjuefni sjómanna. „Það kom strax. Eins og margir sögðu við mig þá kveikti það á varúðarperum hjá mörgum þegar þeir sáu tímalengdina. Þá stoppuðu menn strax við og fóru að hugsa að þetta væri ekki í lagi. Vegna þess að ef það gerist eitthvað á þessum tíma þá geturðu ekki gripið inní. Það eitt og sér felldi samninginn.“ Þá hafi veiking slys- og veikindaréttar verið of stór biti til þess að kyngja. „Veiking á slysa- og veikindarétti sjómanna í flestum tilvikum. Nema í þeim tilvikum þegar menn eru í launakerfi sín á milli, það er að segja ef þeir lána hvor öðrum pening og fá alltaf laun. En í öllum öðrum tilvikum þá veikja menn slysa- og veikindaréttinn sinn. Þeir sem eru með tímabundna ráðningu eða eru ráðnir í einn túr eiga engan rétt gagnvart útgerð í mörgum tilvikum.“ Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Skrifað var undir samning sjómanna og SFS í húsakynnum ríkissáttasemjara þann 9. febrúar síðastliðin og vakti samningurinn strax sérstaka athygli fyrir þær sakir að hann var gerður til tíu ára en það telst harla óvenjulegt. Sjómenn hafa verið samningslausir í þrjú ár en þar til nýr kjarasamningur verður samþykktur er sá eldri í gildi. Bergur Þorkelsson, formaður sjómannafélags Íslands segir það hafa verið fyrirséð að samningurinn yrði felldur. „Það voru þarna þónokkur atriði. Það var tímalengd samningsins, veiking slysa og veikindaréttar. Það má nefna breytingar á texta í grein um ný skip og breytt skip. Svo var lækkuð skiptaprósenta til þess að fá mótframlag í lífeyrissjóð upp á 3,5% þá myndi skiptaprósenta lækka á móti.“ Tímalengdin hafi þó verið helsta áhyggjuefni sjómanna. „Það kom strax. Eins og margir sögðu við mig þá kveikti það á varúðarperum hjá mörgum þegar þeir sáu tímalengdina. Þá stoppuðu menn strax við og fóru að hugsa að þetta væri ekki í lagi. Vegna þess að ef það gerist eitthvað á þessum tíma þá geturðu ekki gripið inní. Það eitt og sér felldi samninginn.“ Þá hafi veiking slys- og veikindaréttar verið of stór biti til þess að kyngja. „Veiking á slysa- og veikindarétti sjómanna í flestum tilvikum. Nema í þeim tilvikum þegar menn eru í launakerfi sín á milli, það er að segja ef þeir lána hvor öðrum pening og fá alltaf laun. En í öllum öðrum tilvikum þá veikja menn slysa- og veikindaréttinn sinn. Þeir sem eru með tímabundna ráðningu eða eru ráðnir í einn túr eiga engan rétt gagnvart útgerð í mörgum tilvikum.“
Kjaramál Sjávarútvegur Vinnumarkaður Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira