Segir útskýringar óperustjóra hlægilegar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 09:52 Daniel segir sýninguna ýta undir skaðlegar staðalímyndir. Vísir/Arnar Maður af asískum uppruna segir notkun á svo kallaðri „yellow face“ förðun hjá Íslensku óperunni kynda undir fordóma og segir útskýringar óperustjóra frá því í gær hlægilegar. Þá hefur leikari lýst því yfir að hann muni ekki fara í gervið í næstu sýningu. Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“ Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira
Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“
Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Innlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Fleiri fréttir Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlending Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Sjá meira