Segir útskýringar óperustjóra hlægilegar Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 11. mars 2023 09:52 Daniel segir sýninguna ýta undir skaðlegar staðalímyndir. Vísir/Arnar Maður af asískum uppruna segir notkun á svo kallaðri „yellow face“ förðun hjá Íslensku óperunni kynda undir fordóma og segir útskýringar óperustjóra frá því í gær hlægilegar. Þá hefur leikari lýst því yfir að hann muni ekki fara í gervið í næstu sýningu. Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“ Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Íslenska óperan og listrænir stjórnendur hennar hafa legið undir talsverðri gagnrýni síðan Laura Liu, fiðluleikari í sinfoníuhljómsveit Íslands bendi á notkun svo kallaða yellowface í sýningu hjá Óperunni. Málið hefur vakið mikla athygli og leikari í uppsetningunni, Arnar Dan Kristjánsson hefur lýst því yfir að hann muni ekki vera með hárkollu né augnmálningu í næstu sýningu. Daniel Roh, kennari og uppistandari af kóresk-amerískum uppruna sem búsettur er á Íslandi segir að notkun á „yellow face“ sé óásættanleg. „Þegar reynt er að láta fólk af öðrum kynþætti, aðallega hvíta leikara í allri sögu Hollywood, túlka asískt fólk af því asískt fólk fékk engin hlutverk. Frægt varð þegar Mickey Rooney lék japanskan mann á ótrúlega móðgandi hátt í Breakfast at Tiffany's. Þetta hefur gerst alla tíð, jafnvel tiltölulega nýlega. Þetta er mjög umdeilt og þetta er mjög hættulegt því það afmennskar. Það er eins og það sé í lagi að líta á asískt fólk sem hlut eða búning.“ Óperustjóri sagði í viðtali við fréttastofu í gær að ekki sé um svokallað yellowface að ræða en Daniel gefur lítið fyrir það. „Þessi afsökun er brandari og sýnir algeran skilningsskort hennar á kynþáttum.“ Umræðan hafi haft mikil áhrif á hann. „Já, þetta minnti mig á öll þau skipti sem fólk hefur togað augun á sér til hliðar og sagt við mig „chingchong chingchong“ og öskrað kynþáttaníð að mér úr bílum. Þetta dregur mig aftur til þessa. Það gerðist þegar í stað.“ En býst ekki við því að breytingar verði gerðar. „Þetta eru almannatengsl eins og venjulega, mjög lipurlega gert. Hún sagði að hún myndi hafa samband við okkur. Ég hef spurst fyrir. Ekkert okkar hefur heyrt í henni.“
Kynþáttafordómar Íslenska óperan Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira