Börnin á Laufásborg geta það sem fæstir fullorðnir hafa tök á Snorri Másson skrifar 9. mars 2023 08:00 Fréttastofa leit við í Iðnó þar sem verið var að setja á stofn með formlegum hætti Kvæðabarnafjelag Laufásborgar. Athöfnin fólst í sannfærandi flutningi leikskólabarna á sígildum íslenskum rímnakveðskap, en sú mæta listgrein hefur eins og þekkt er áratugum saman legið nokkuð óbætt hjá garði. Hér gengur hún í löngu tímabæra endurnýjun lífdaga. Á þorranum og góunni er hefð fyrir rímnakveðskap á Laufásborg. Nú er tilefnið sérstakt, í þokkabót er verið að fagna 70 ára afmæli hins rótgróna leikskóla við Laufásveg. Á meðan rímnakveðskapur hefur að meira eða minna leyti lagst af í landinu lifa glæðurnar í börnunum á Laufásborg, sem hafa stofnað Kvæðabarnafjelagið.Vísir Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, hefur leiðbeint börnunum í þessu efni og stýrði söngnum á stofnun Kvæðabarnafjelagsins. Ari segir í samtali við fréttastofu að leikskólinn hafi löngum gert rímnakveðskap hátt undir höfði og í því hafi hann notið traustrar leiðsagnar Steindórs Andersen um langt skeið, sem „kennir þeim að kenna börnunum“ að flytja gömlu kvæðin eftir fornum hljómum. Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, segir mikla málrækt felast í ástundun rímnakveðskaps hjá börnum.Vísir „Við erum að tengja við menningararfinn og rækta í þeim ákveðna tengingu við söguna, hvaðan þau eru að koma,“ segir Ari og lýsir því hve ákaflega móttækileg börnin eru fyrir þessari klassísku hefð. „Það er náttúrulega hrikalega mikil málörvun í þessu. Þau eiga jafnauðvelt með að læra kenningar eins og bara slangur. Þau koma síðan heim rígmontin og eru búin að læra hvað 'öldugandur' þýðir og 'árahind' og af hverju það þýðir skip. Svo eru þau að kenna foreldrum og ömmum og öfum þetta og þetta vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari. Á meðal þess sem hér má sjá flutt er Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson. Þar er sjón sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Jóhanna Vigdís, fimm ára, og Nína, sex ára, segja að erfitt geti reynst að muna textann, en að áreiðanlegasta aðferðin ef illa fer sé að horfa á varirnar hjá vinkonum og vinum og kennurunum.Vísir Tónlist Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Krakkar Tengdar fréttir Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00 Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Á þorranum og góunni er hefð fyrir rímnakveðskap á Laufásborg. Nú er tilefnið sérstakt, í þokkabót er verið að fagna 70 ára afmæli hins rótgróna leikskóla við Laufásveg. Á meðan rímnakveðskapur hefur að meira eða minna leyti lagst af í landinu lifa glæðurnar í börnunum á Laufásborg, sem hafa stofnað Kvæðabarnafjelagið.Vísir Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, hefur leiðbeint börnunum í þessu efni og stýrði söngnum á stofnun Kvæðabarnafjelagsins. Ari segir í samtali við fréttastofu að leikskólinn hafi löngum gert rímnakveðskap hátt undir höfði og í því hafi hann notið traustrar leiðsagnar Steindórs Andersen um langt skeið, sem „kennir þeim að kenna börnunum“ að flytja gömlu kvæðin eftir fornum hljómum. Ari Hálfdán Aðalgeirsson, hópstjóri á Laufásborg og tónsmiður, segir mikla málrækt felast í ástundun rímnakveðskaps hjá börnum.Vísir „Við erum að tengja við menningararfinn og rækta í þeim ákveðna tengingu við söguna, hvaðan þau eru að koma,“ segir Ari og lýsir því hve ákaflega móttækileg börnin eru fyrir þessari klassísku hefð. „Það er náttúrulega hrikalega mikil málörvun í þessu. Þau eiga jafnauðvelt með að læra kenningar eins og bara slangur. Þau koma síðan heim rígmontin og eru búin að læra hvað 'öldugandur' þýðir og 'árahind' og af hverju það þýðir skip. Svo eru þau að kenna foreldrum og ömmum og öfum þetta og þetta vekur alltaf mikla lukku,“ segir Ari. Á meðal þess sem hér má sjá flutt er Ekkillinn eftir Davíð Stefánsson. Þar er sjón sögu ríkari og vísast til innslagsins hér að ofan. Jóhanna Vigdís, fimm ára, og Nína, sex ára, segja að erfitt geti reynst að muna textann, en að áreiðanlegasta aðferðin ef illa fer sé að horfa á varirnar hjá vinkonum og vinum og kennurunum.Vísir
Tónlist Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Krakkar Tengdar fréttir Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00 Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11. maí 2019 19:00
Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Tugir barna á leikskólanum Laufásborg tefla skák á degi hverjum í skólanum. Fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna hefur veg og vanda af kennslunni. Kennari barnanna segir að skákin nýtist til að kenna stærðfræði og landafræði. 28. febrúar 2017 07:00