Einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. mars 2023 13:27 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur segir að aðgangur að opinberum upplýsingum sé meginreglan sem ekki verði vikið til hliðar nema af ástæðum sem varði almannahag enn meiru, til dæmis þjóðaröryggi. visir/einar Haukur Arnþórsson, stjórnsýslufræðingur, segir kröfuna um að greinargerð fyrrverandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber vera sjálfsagða og mikilvæga. Það sé einkennilegt að upplýsingarétti almennings sé mætt með lagaþrætu. Í gær var Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, meinað að spyrja forseta Alþingis um greinargerðina sem fjallar um sölu og meðhöndlun á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum Lindarhvol ehf. Var fyrirspurninni synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki stjórnsýslu á vegum þingsins en það er þrátt fyrir að í bréfi forseta til Lindarhvols frá 4. júní 2021 sé vísað til umræddrar greinargerðar sem hluta af stjórnsýslu Alþingis. Haukur segir í samtali við fréttastofu að íhuga þurfi aðalatriði málsins. „Það sem er einkennilegt við Lindarhvolsmálið er að upplýsingarétti almennings er mætt með lagaþrætu.“ Aðgangur að opinberum upplýsingum meginreglan Kjarni málsins sé miklu stærri en „þræta um undantekningarákvæði í stjórnsýslulögum, eða sá, að um meðferð ríkisvaldsins á almannafé ríkir upplýsingaskylda. Góð meðferð almannafjár er meginskylda þess, leggur til meginrök í flestum athöfnum þess og er eitt af mikilvægustu hlutverkum Alþingis að fylgjast með í því efni. Krafa þingmanna, fréttamanna og annarra sem starfa í nafni almennings um að skýrsla Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber er bæði mikilvæg og sjálfsögð.“ Þá varði opinber upplýsingagjöf stöðu, hlutverk og þátttöku almennings í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. „Aðgangur að opinberum upplýsingum er meginregla sem ekki verður vikið til hliðar nema af ástæðum sem varða almannahag enn meiru, t.d. þjóðaröryggi. Dómar um upplýsingarétt almennings hafa fallið og hafa dómstólar meðal annars talið hann yfirstæðan reglum um bankaleynd,“ bendir Haukur á. „Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Í stöðuuppfærslu segir Jóhann Páll augljóst að greinargerðin falli undir stjórnsýslu þingsins í ljósi þess að það hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd á þeim forsendum. „Greinargerðin var unnin af embættismanni Alþingis, í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Tengdar fréttir „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
Í gær var Jóhanni Páli Jóhannssyni, þingmanni Samfylkingarinnar, meinað að spyrja forseta Alþingis um greinargerðina sem fjallar um sölu og meðhöndlun á tugmilljarða eignum ríkisins í gegnum Lindarhvol ehf. Var fyrirspurninni synjað á þeim forsendum að hún varðaði ekki stjórnsýslu á vegum þingsins en það er þrátt fyrir að í bréfi forseta til Lindarhvols frá 4. júní 2021 sé vísað til umræddrar greinargerðar sem hluta af stjórnsýslu Alþingis. Haukur segir í samtali við fréttastofu að íhuga þurfi aðalatriði málsins. „Það sem er einkennilegt við Lindarhvolsmálið er að upplýsingarétti almennings er mætt með lagaþrætu.“ Aðgangur að opinberum upplýsingum meginreglan Kjarni málsins sé miklu stærri en „þræta um undantekningarákvæði í stjórnsýslulögum, eða sá, að um meðferð ríkisvaldsins á almannafé ríkir upplýsingaskylda. Góð meðferð almannafjár er meginskylda þess, leggur til meginrök í flestum athöfnum þess og er eitt af mikilvægustu hlutverkum Alþingis að fylgjast með í því efni. Krafa þingmanna, fréttamanna og annarra sem starfa í nafni almennings um að skýrsla Sigurðar Þórðarsonar um Lindarhvolsmálið verði gerð opinber er bæði mikilvæg og sjálfsögð.“ Þá varði opinber upplýsingagjöf stöðu, hlutverk og þátttöku almennings í lýðræðisþjóðfélagi nútímans. „Aðgangur að opinberum upplýsingum er meginregla sem ekki verður vikið til hliðar nema af ástæðum sem varða almannahag enn meiru, t.d. þjóðaröryggi. Dómar um upplýsingarétt almennings hafa fallið og hafa dómstólar meðal annars talið hann yfirstæðan reglum um bankaleynd,“ bendir Haukur á. „Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“ Í stöðuuppfærslu segir Jóhann Páll augljóst að greinargerðin falli undir stjórnsýslu þingsins í ljósi þess að það hafi verið til meðferðar hjá forsætisnefnd á þeim forsendum. „Greinargerðin var unnin af embættismanni Alþingis, í umboði almennings, fyrir fjármuni almennings og fjallar um sölu á eignum almennings. Eftir stendur spurningin: Hvað er það sem almenningur má ekki sjá?“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Samfylkingin Tengdar fréttir „Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10 „Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15 Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Fleiri fréttir Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Sjá meira
„Hafið yfir allan vafa að þingskaparlög eru með mér í liði“ Jóhann Páll Jóhannsson segir niðurstöðu atkvæðagreiðslu, um hvort hann megi leggja fram fyrirspurn um innihald greinargerðar fráfarandi setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol, koma á óvart. 6. mars 2023 20:10
„Vona að hann leiðrétti mistökin áður en atkvæðagreiðslan fer fram“ Alþingi mun í dag skera úr um hvort tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar fái að leggja fram fyrirspurnir um stafsemi ríkisendurskoðunar í máli Lindarhvols. Annar þeirra segir forseta þingsins hafa gert mistök með því að hafna framlagningu fyrirspurnarinnar og hann hljóti að sjá að sér áður en atkvæðagreiðslan fer fram. 6. mars 2023 12:15
Atkvæði verða greidd um hvort Jóhann Páll megi spyrja um Lindarhvol Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingar, gagnrýnir Guðmund Björgvin Helgason ríkisendurskoðanda harðlega fyrir skammir í garð þeirra sem vilja opinbera efni greinargerðar Sigurðar Þórðarsonar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol. 2. mars 2023 13:43
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“