Dómurinn algjört ippon fyrir SA Árni Sæberg og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 6. mars 2023 21:35 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, segir dóm Félagsdóms í dag algjört ippon fyrir SA. Vísir/Vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni. Rúm vika er síðan Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir hönd Eflingar til að fá verkbann gegn Eflingarfólki ógilt enda taldi ASÍ að það hefði verið boðað með ólögmætum hætti. Verkbannið kom þó aldrei til framkvæmda þar sem því og öllum verkföllum var frestað þann fyrsta mars. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í dag. „Það eru svo sem ákveðin vonbrigði að þetta hafi farið svona þar sem að við töldum að það væri atriði þarna sem væri ekki í samræmi við lögin en þetta er hins vegar bara niðurstaða félagsdóms og við unum henni að sjálfsögðu.“ Kristján segir dóminn geta haft nokkra þýðingu. „Það liggur bara skýrar fyrir hvernig á að framkvæma atkvæðagreiðslur og framkvæmd um boðun verkbanna og verkfalla væntanlega.“ „Þetta auðvitað skýrir svolítið þessa stöðu. Hvað þarf til og er auðvitað ákveðin leiðbeining inn í framtíðina og væntanlega fyrir okkur. Við eigum eftir að meta og renna dýpra yfir dóminn auðvitað og sjá hvaða áhrif þetta getur haft og við þurfum auðvitað að sjá hvernig það er og sjá hvernig við getum nýtt okkur þetta,“ segir Kristján Þórður. Dómurinn alveg skýr Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir dóm Félagsdóm vera skýran. Annars vegar hvað það varðar að Samtökum atvinnulífsins er heimilt að boða verkbann eins og kveðið er á um í vinnulöggjöfinni og dómurinn sé mjög afdráttarlaus hvað það áhrærir. Hins vegar varðandi það að atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtæki SA um verkbannsboðunina hafi verið lögmæt og rétt framkvæmd. „Þannig að ég myndi segja að dómurinn hafi verið algjört ippon fyrir Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Gerir ráð fyrir að aðildarfyrirtæki samþykki miðlunartillögu Líkt og fjallað hefur verið ítarlega um er miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA og Eflingar í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum samningsaðila. Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðvikudagsmorgun. „Ég geri ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins muni ekki liggja á liði sínu og taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og greiða miðlunartillögunni atkvæði. Ég á svona frekar von á því að hún verði samþykkt frekar en hitt,“ segir Halldór Benjamín um atkvæðagreiðsluna. Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Rúm vika er síðan Alþýðusamband Íslands stefndi SA fyrir hönd Eflingar til að fá verkbann gegn Eflingarfólki ógilt enda taldi ASÍ að það hefði verið boðað með ólögmætum hætti. Verkbannið kom þó aldrei til framkvæmda þar sem því og öllum verkföllum var frestað þann fyrsta mars. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ hefði viljað sjá aðra niðurstöðu í dag. „Það eru svo sem ákveðin vonbrigði að þetta hafi farið svona þar sem að við töldum að það væri atriði þarna sem væri ekki í samræmi við lögin en þetta er hins vegar bara niðurstaða félagsdóms og við unum henni að sjálfsögðu.“ Kristján segir dóminn geta haft nokkra þýðingu. „Það liggur bara skýrar fyrir hvernig á að framkvæma atkvæðagreiðslur og framkvæmd um boðun verkbanna og verkfalla væntanlega.“ „Þetta auðvitað skýrir svolítið þessa stöðu. Hvað þarf til og er auðvitað ákveðin leiðbeining inn í framtíðina og væntanlega fyrir okkur. Við eigum eftir að meta og renna dýpra yfir dóminn auðvitað og sjá hvaða áhrif þetta getur haft og við þurfum auðvitað að sjá hvernig það er og sjá hvernig við getum nýtt okkur þetta,“ segir Kristján Þórður. Dómurinn alveg skýr Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins, segir dóm Félagsdóm vera skýran. Annars vegar hvað það varðar að Samtökum atvinnulífsins er heimilt að boða verkbann eins og kveðið er á um í vinnulöggjöfinni og dómurinn sé mjög afdráttarlaus hvað það áhrærir. Hins vegar varðandi það að atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtæki SA um verkbannsboðunina hafi verið lögmæt og rétt framkvæmd. „Þannig að ég myndi segja að dómurinn hafi verið algjört ippon fyrir Samtök atvinnulífsins,“ segir Halldór Benjamín. Gerir ráð fyrir að aðildarfyrirtæki samþykki miðlunartillögu Líkt og fjallað hefur verið ítarlega um er miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara í kjaradeilu SA og Eflingar í atkvæðagreiðslu hjá félagsmönnum samningsaðila. Atkvæðagreiðslunni lýkur á miðvikudagsmorgun. „Ég geri ráð fyrir því að aðildarfyrirtæki Samtaka atvinnulífsins muni ekki liggja á liði sínu og taka þátt í þessari atkvæðagreiðslu og greiða miðlunartillögunni atkvæði. Ég á svona frekar von á því að hún verði samþykkt frekar en hitt,“ segir Halldór Benjamín um atkvæðagreiðsluna.
Kjaraviðræður 2022-23 ASÍ Dómsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15 Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40 Mest lesið Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Verkbannið löglega boðað Verkbann Samtaka atvinnulífsins var löglega boðað. Þetta staðfestir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins en dómur í málinu var kveðinn upp klukkan þrjú. 6. mars 2023 15:15
Kemur í ljós eftir viku hvort hnúturinn raknar Ef miðlunartillaga setts ríkissáttasemjara verður samþykkt heggur hún á hnút hörðustu kjaradeilu í landinu á síðari árum. Tillagan gerir ráð fyrir sömu launahækkunum og aðrir hafa fengið en þernur á hótelum og bílstjórar olíufélaganna og Samskipa fá að auki hækkun um launaflokk og áhættuþóknun. 1. mars 2023 19:40