Albert skoraði og lagði upp í mikilvægum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2023 21:20 Albert var frábær í kvöld. Twitter@GenoaCFC Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp tvö mörk í 4-0 stórsigri Genoa á Cosenza í ítölsku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson skoraði fyrir Jong Ajax í hollensku B-deildinni og Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni. Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum. Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Genoa hafði átt erfitt uppdráttar undanfarið og þurfti sigur gegn Cosenza í kvöld til að komast aftur upp í 2. sæti Serie B. Albert var allt í öllu framan af í liði Genoa sem vann einstaklega sannfærandi 4-0 sigur. Hann lagði upp fyrsta mark leiksins en það skoraði Radu Dragusin eftir rúmlega hálftíma. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins. Í þeim síðari tvöfaldaði Albert forystuna á 57. mínútu og aðeins þremur mínútum síðar gerði George Puscas endanlega út um leikinn. Filip Jagiello bætti við fjórða markinu eftir sendingu frá Alberti þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Skömmu síðar var Albert tekinn af velli. pic.twitter.com/lEd3NqeoIa— Genoa CFC (@GenoaCFC) March 6, 2023 Leiknum lauk með öruggum 4-0 sigri Genoa sem lyfti sér þar með aftur upp í 2. sæti Serie B. Liðið er þó aðeins með stigi meira en Bari í 3. sæti og þremur stigum meira en Sudtirol í 4. sæti. Það er því ljóst að baráttan um annað sætið, sem þýðir Serie A á næstu leiktíð, verður hörð allt til loka tímabilsins. Í hollensku B-deildinni tók Jong Ajax á móti Oss í fallbaráttu slag. Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn á miðju Jong Ajax og skoraði eina mark liðsins í 2-1 tapi. #jajoss— AFC Ajax (@AFCAjax) March 6, 2023 Jong Ajax er í 17. sæti hollensku B-deildarinnar með 28 stig að loknum 27 leikjum. Hörður Björgvin Magnússon sneri aftur í byrjunarlið Panathinaikos þegar liðið mætti Panetolikos í grísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 2-0 sigri Panathinaikos sem tyllti sér þar með aftur á topp deildarinnar. . .#Panathinaikos #PAOFC2022_23 #PAOPAN #slgr #StoiximanSuperLeague pic.twitter.com/WfH5ItuYex— Panathinaikos F.C. (@paofc_) March 6, 2023 Panathinaikos er með 58 stig að loknum 25 leikjum en AEK Aþena með 56 stig að loknum 24 leikjum.
Fótbolti Hollenski boltinn Ítalski boltinn Gríski boltinn Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti