Heimsmeistarinn hefur nýtt tímabil á ráspól Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. mars 2023 07:00 Max Verstappen ræsir fremstur í fyrsta kappakstri tímabilsins. Vísir/Getty Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar ljósin slokkna og farið verður af stað í fyrsta kappakstur nýs tímabils í Formúlu 1 síðar í dag. Verstappen setti hraðasta tímann í tímatökunum í Barein í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28.708 og mun því ræsa fremstur í fyrsta kappakstri ársins. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir annar. Pole position number 21 for @Max33Verstappen 👏👏👏#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/lerZ4gt6vD— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Næstir í rásröðinni verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz. Leclerc ræsir þriðji og Sainz fjórði, en þar á eftir verður gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin. Vandræði Mercedes-liðsins frá seinasta tímabili halda þó áfram, en George Russel ræsir sjötti og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsir sjöundi. Þá má einnig til gamans geta að nýliðinn Logan Sargeant var eins nálægt því og mögulegt er að komast upp úr fyrsta hluta tímatökunnar í sinni fyrstu tilraun. Hann kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Lando Norris, en þar sem Norris hafði sett sinn tíma fyrr sat Sargeant eftir í 16. sæti. Knocked out by 0.000s in qualifying... yes, really!@LoganSargeant just missed out in his first F1 qualifying appearance#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/DXoA0BJ2F3— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Verstappen setti hraðasta tímann í tímatökunum í Barein í gær þegar hann kom í mark á tímanum 1:28.708 og mun því ræsa fremstur í fyrsta kappakstri ársins. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir annar. Pole position number 21 for @Max33Verstappen 👏👏👏#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/lerZ4gt6vD— Formula 1 (@F1) March 4, 2023 Næstir í rásröðinni verða Ferrari-mennirnir Charles Leclerc og Carlos Sainz. Leclerc ræsir þriðji og Sainz fjórði, en þar á eftir verður gamla brýnið Fernandi Alonso á Aston Martin. Vandræði Mercedes-liðsins frá seinasta tímabili halda þó áfram, en George Russel ræsir sjötti og sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton ræsir sjöundi. Þá má einnig til gamans geta að nýliðinn Logan Sargeant var eins nálægt því og mögulegt er að komast upp úr fyrsta hluta tímatökunnar í sinni fyrstu tilraun. Hann kom í mark á nákvæmlega sama tíma og Lando Norris, en þar sem Norris hafði sett sinn tíma fyrr sat Sargeant eftir í 16. sæti. Knocked out by 0.000s in qualifying... yes, really!@LoganSargeant just missed out in his first F1 qualifying appearance#BahrainGP #F1 pic.twitter.com/DXoA0BJ2F3— Formula 1 (@F1) March 4, 2023
Akstursíþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð út á landi Körfubolti ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira