Hárið hans Halldórs og skapið hennar Sólveigar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 28. febrúar 2023 08:31 Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Verðbólgan hefur mun þyngri áhrif á tekjulægri hópa en þá sem betur standa. Annað stórt vandamál er að vaxtahækkanir eru margfaldar hér á landi miðað við það sem við sjáum í nágrannaríkjum og í Evrópu, þrátt fyrir að verðbólga hafi líka verið vandamál þar. Þessar vaxtahækkanir bíta almenning mjög fast. Á meðan búa aðrir hópar í samfélaginu í öðru hagkerfi með annan gjaldmiðil. Hvaða réttlæti er í því að almenningur og smærri fyrirtæki taki á sig kostnað vegna vaxtahækkana af fullum þunga á meðan stórfyrirtæki eru í skjóli evru og dollara? Eða að almenningur þurfi að borga fyrir íbúðina sína mörgum sinnum? Hér búa tvær þjóðir Á Íslandi er erfiðara fyrir fólk að eignast húsnæði en í nágrannaríkjum okkar. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við mjög erfiðar aðstæður og lítið öryggi. Matur er langtum dýrari hér. Húsnæðislán eru langtum dýrari. Tryggingar eru langtum dýrari. Raunveruleg samkeppni milli bankanna ríkir ekki sem sést best á að þeir taka sér sirka korters umhugsunarfrest í að hækka vexti eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans og nánast allir í beit. Fákeppnin er mikill óvinur almennings. Kraftmiklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar gera það að verkum að íslenskur markaður verður lítið aðlaðandi fyrir innkomu erlendra fyrirtækja, sem eru vön að geta gert spár lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Þess vegna eru engir erlendir bankar hér. Og það sama gildir um tryggingamarkaðinn. Þessar sveiflur eru óvinur almennings því þessar sveiflur verja fyrirtækin fyrir erlendri samkeppni. Og fyrir það borgar almenningur hátt gjald. Vinnumarkaðsmódelið þarf að laga Það þarf að ræða vinnumarkaðsmódelið og vinnumarkaðslöggjöfina. Þar hefði reyndar þurft að búa betur í haginn af hálfu stjórnvalda fyrir löngu. Löggjöfin er götótt og ríkissáttasemjari hefur verið skilinn eftir með fæ verkfæri í verkfærakassanum. Og það er ekki hægt að skamma Landsrétt fyrir að dæma í samræmi við mjög skýran vilja löggjafans. Það var Alþingi sem tók á sínum tíma ákvörðun um að taka út ákvæði sem skyldaði aðila til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá. Dómstóll sem virðir þann skýra vilja löggjafans er ekki skúrkurinn í málinu. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri Vinnumarkaðsmódelið er eitt og skekkjurnar í hagkerfinu eru annað. Venjulegt fólk á Íslandi býr ekki við jöfn tækifæri. Almenningur lifir í krónuhagkerfi en um 300 íslensk stórfyrirtæki nota ekki krónuna. Það gerir stóreignafólk ekki heldur sem getur geymt fjármagn í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fyrirtæki eru einfaldlega ekki með á vellinum og er nokk sama þótt ríkisstjórnin skori sjálfsmörk. Um fjórðungur lántakenda eru með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum og þessi fjórðungur hefur tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga núna. Innan tíðar bætist við þennan hóp þegar föstu vextirnir fara að losna af öðrum húsnæðislánum og greiðslubyrðin snar hækkar með versnandi lífskjörum. Þegar vextir eru hækkaðir þá eru það almenningur og litlu fyrirtækin sem taka á sig kostnaðinn og bera byrðarnar. Þetta ástand bítur ekki fyrirtækin fyrir utan krónuhagkerfið. Auðvitað skapar þetta óréttlæti spennu í samfélaginu. Friður til lengri tíma þarf að vera í kringum það að tryggja stöðugleika fyrir fjölskyldurnar í landinu. Er friður um það að venjuleg íslensk heimili þurfi að borga íbúðina sína mörgum sinnum? Eða að það að eignast heimili sé áhættufjárfesting? Og er friður um það að fákeppni sé tekin fram yfir heilbrigða samkeppni? Vonandi næst samkomulag í kjaradeilunni sem allra fyrst - vonandi að fólkinu í aðalhlutverkunum takist að ná samningi. En það verður kjaradeila eftir þessa og verkefnið á að vera að skapa frið í samfélaginu til lengri tíma. Til þess að svo geti orðið þarf að búa fólkinu í landinu jöfn tækifæri - með almennum reglum, heilbrigðri samkeppni og stöðugum gjaldmiðli. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Íslenska krónan Fjármál heimilisins Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Sprengjuástandið sem ríkir á íslenskum vinnumarkaði hefur verið einfaldað í umræðunni. Stundum alveg niður í skap Sólveigar Önnu og hár Halldórs Benjamíns. Spennustigið stafar þó auðvitað ekki af því hvernig þessar tvær aðalpersónur viðræðnanna ná saman heldur af því að fólk hér á landi býr ekki við jöfn tækifæri. Verðbólgan hefur mun þyngri áhrif á tekjulægri hópa en þá sem betur standa. Annað stórt vandamál er að vaxtahækkanir eru margfaldar hér á landi miðað við það sem við sjáum í nágrannaríkjum og í Evrópu, þrátt fyrir að verðbólga hafi líka verið vandamál þar. Þessar vaxtahækkanir bíta almenning mjög fast. Á meðan búa aðrir hópar í samfélaginu í öðru hagkerfi með annan gjaldmiðil. Hvaða réttlæti er í því að almenningur og smærri fyrirtæki taki á sig kostnað vegna vaxtahækkana af fullum þunga á meðan stórfyrirtæki eru í skjóli evru og dollara? Eða að almenningur þurfi að borga fyrir íbúðina sína mörgum sinnum? Hér búa tvær þjóðir Á Íslandi er erfiðara fyrir fólk að eignast húsnæði en í nágrannaríkjum okkar. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við mjög erfiðar aðstæður og lítið öryggi. Matur er langtum dýrari hér. Húsnæðislán eru langtum dýrari. Tryggingar eru langtum dýrari. Raunveruleg samkeppni milli bankanna ríkir ekki sem sést best á að þeir taka sér sirka korters umhugsunarfrest í að hækka vexti eftir vaxtaákvarðanir Seðlabankans og nánast allir í beit. Fákeppnin er mikill óvinur almennings. Kraftmiklar sveiflur á gengi íslensku krónunnar gera það að verkum að íslenskur markaður verður lítið aðlaðandi fyrir innkomu erlendra fyrirtækja, sem eru vön að geta gert spár lengra en nokkrar vikur fram í tímann. Þess vegna eru engir erlendir bankar hér. Og það sama gildir um tryggingamarkaðinn. Þessar sveiflur eru óvinur almennings því þessar sveiflur verja fyrirtækin fyrir erlendri samkeppni. Og fyrir það borgar almenningur hátt gjald. Vinnumarkaðsmódelið þarf að laga Það þarf að ræða vinnumarkaðsmódelið og vinnumarkaðslöggjöfina. Þar hefði reyndar þurft að búa betur í haginn af hálfu stjórnvalda fyrir löngu. Löggjöfin er götótt og ríkissáttasemjari hefur verið skilinn eftir með fæ verkfæri í verkfærakassanum. Og það er ekki hægt að skamma Landsrétt fyrir að dæma í samræmi við mjög skýran vilja löggjafans. Það var Alþingi sem tók á sínum tíma ákvörðun um að taka út ákvæði sem skyldaði aðila til að afhenda ríkissáttasemjara kjörskrá. Dómstóll sem virðir þann skýra vilja löggjafans er ekki skúrkurinn í málinu. Stóra myndin snýst um jöfn tækifæri Vinnumarkaðsmódelið er eitt og skekkjurnar í hagkerfinu eru annað. Venjulegt fólk á Íslandi býr ekki við jöfn tækifæri. Almenningur lifir í krónuhagkerfi en um 300 íslensk stórfyrirtæki nota ekki krónuna. Það gerir stóreignafólk ekki heldur sem getur geymt fjármagn í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fyrirtæki eru einfaldlega ekki með á vellinum og er nokk sama þótt ríkisstjórnin skori sjálfsmörk. Um fjórðungur lántakenda eru með óverðtryggð húsnæðislán á breytilegum vöxtum og þessi fjórðungur hefur tekið á sig vaxtahækkanir af fullum þunga núna. Innan tíðar bætist við þennan hóp þegar föstu vextirnir fara að losna af öðrum húsnæðislánum og greiðslubyrðin snar hækkar með versnandi lífskjörum. Þegar vextir eru hækkaðir þá eru það almenningur og litlu fyrirtækin sem taka á sig kostnaðinn og bera byrðarnar. Þetta ástand bítur ekki fyrirtækin fyrir utan krónuhagkerfið. Auðvitað skapar þetta óréttlæti spennu í samfélaginu. Friður til lengri tíma þarf að vera í kringum það að tryggja stöðugleika fyrir fjölskyldurnar í landinu. Er friður um það að venjuleg íslensk heimili þurfi að borga íbúðina sína mörgum sinnum? Eða að það að eignast heimili sé áhættufjárfesting? Og er friður um það að fákeppni sé tekin fram yfir heilbrigða samkeppni? Vonandi næst samkomulag í kjaradeilunni sem allra fyrst - vonandi að fólkinu í aðalhlutverkunum takist að ná samningi. En það verður kjaradeila eftir þessa og verkefnið á að vera að skapa frið í samfélaginu til lengri tíma. Til þess að svo geti orðið þarf að búa fólkinu í landinu jöfn tækifæri - með almennum reglum, heilbrigðri samkeppni og stöðugum gjaldmiðli. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun