„Erum að hefja endurreisn Manchester United“ Arnar Geir Halldórsson skrifar 26. febrúar 2023 20:19 Sáttur. vísir/Getty Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var í skýjunum með leik dagsins á Wembley þar sem lið hans tryggði sér enska deildabikarinn með 2-0 sigri á Newcastle. „Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023 Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
„Enn og aftur vorum við með rétt hugarfar. Við erum tilbúnir að berjast og gefa allt í leikina. Þetta var ekki alltaf besti fótboltinn en við vorum skilvirkir,“ sagði ten Hag í leikslok. Man Utd hefur verið á mikilli siglingu að undanförnu og á enn möguleika á að vinna allar keppnir sem þeir eru með í. „Þú verður að byrja á að vinna þann fyrsta og við gerðum það í dag. Það á að gefa okkur aukinn kraft og meira sjálfstraust til að vinna hinar keppnirnar. Við erum að hefja endurreisn Manchester United og koma félaginu þangað sem það á heima og það snýst um að vinna titla, þetta er sá fyrsti,“ sagði ten Hag. Erik ten Hag delivers Manchester United s first trophy since 2017 pic.twitter.com/1sBE8o9Hbf— B/R Football (@brfootball) February 26, 2023 Hollenski knattspyrnustjórinn tók við stjórnartaumunum á Old Trafford síðasta sumar en titillinn í dag er sá fyrsti síðan að liðið hampaði Evrópudeildarbikarnum vorið 2017. „Ég vil bara vinna. Við höfum haft það að leiðarljósi frá því að við tókum við. Þjálfaraliðið vann frábæra vinnu með leikmennina. Starfsliðið og leikmennirnir eru saman í þessu. Það er mikið hungur og við þráum að vinna titla því Man Utd stendur fyrir titla,“ segir Hollendingurinn áður en hann tók nokkra reynslubolta út fyrir sviga. „Raphael Varane, Casemiro og David de Gea vita hvernig á að vinna titla og þú þarft að hafa svoleiðis leikmenn inn á vellinum til að leiða liðið. Þeir hafa þetta sigurhugarfar og þurfa að smita það til allra í búningsklefanum, í krefjandi aðstæðum og það hafa þeir gert,“ sagði Ten Hag, sigurreifur. Erik ten Hag dancing with Antony & Martinez pic.twitter.com/D1pAaHBP9G— Football Daily (@footballdaily) February 26, 2023
Enski boltinn Tengdar fréttir Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Sjá meira
Fyrsti titill Man Utd í sex ár í höfn Manchester United er enskur deildabikarmeistari eftir sannfærandi 2-0 sigur á Newcastle United í úrslitaleik keppninnar á Wembley í dag. 26. febrúar 2023 18:30