Ekkert samkomulag um Úkraínu á fundi G20-ríkja Kjartan Kjartansson skrifar 25. febrúar 2023 14:56 Nimala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, (t.h.) með Jim Chalmers, áströlskum starfsbróður sínum, á G20-fundinum sem lauk í Bengaluru í dag. AP/fjármálaráðuneyti Indlands Fulltrúar Rússlands og Kína komu í veg fyrir að fjármálaráðherrar tuttugu stærstu iðnríkja heims kæmust að sameiginlegri niðurstöðu um átökin í Úkraínu. Fundi þeirra á Indlandi lauk í dag. Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja. Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Síðast þegar fulltrúar G20-ríkjanna svonefndu funduðu í Balí í Indónesíu í nóvember gáfu ríkin út sameiginlega ályktun þar sem þeir fordæmdu stigmagnandi átökin í Úkraínu harðlega. Það ylli gríðarlegum mannlegum þjáningum og skaðaði hagkerfi heimsins. Nirmala Sitharaman, fjármálaráðherra Indlands, sagði að til hafi staðið að halda tveimur setningum úr Balíályktuninni í yfirlýsingu fundarins sem lauk í dag. Þegar til kastanna kom hafi fulltrúar Rússlands og Kína krafist þess að setningarnar yrðu fjarlægðar úr yfirlýsingu fundarins. Ríkin hefðu samþykkt orðalagið eftir fundinn á Balí í ljósi aðstæðna þá. Nú hafi þau ekki kært sig um það. Því hafi ekki verið hægt að gefa út sameiginlega yfirlýsingu við lok fundar. Þess í stað hafi verið gefin út samantekt og yfirlit um niðurstöður hans. Sitharaman gaf ekki frekari skýringar, að sögn AP-fréttastofunnar. Janet Yellen, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, fordæmdi ólöglegt og óréttlætanlegt stríð Rússa í Úkraínu á fundi sem rússneskir embættismenn voru viðstaddir. G7-ríkin, sem Rússar tilheyra ekki, tilkynnti um nýjar refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í gær þegar eitt ár var liðið frá upphafi hennar. Kínverjar lögðu í gær fram friðaráætlun fyrir Úkraínu. Gagnrýnendur hennar segja hana mjög á forsendum Rússa. Í henni er ekki kallað eftir að rússneskt herlið verði dregið frá landinu en þess í stað tekið undir sjónarmið stjórnvalda í Kreml um að ábyrgð á stríðinu sé á herðum vestrænna ríkja.
Rússland Indland Kína Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Tengdar fréttir Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18 Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Vill ræða friðartillögur Kínverja við Xi Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, segist ætla að funda með Xi Jinping, forseta Kína, til þess að ræða tillögur Kínverja um að binda enda á stríðið í Úkraínu. Hann vill meðal annars fullvissa sig um að Kínverjar ætli ekki að selja Rússum vopn. 25. febrúar 2023 08:18
Vilja að vesturveldi létti þrýstingi á Rússa til að lægja öldurnar Friðaráætlun sem kommúnistastjórnin í Kína lagði fram í dag kallar eftir því að vestræn ríki láti af refsiaðgerðum sínum gegn Rússlandi vegna innrásar þess í Úkraínu. Kínverjar taka undir ásakanir Rússa um að það hafi verið vesturveldunum að kenna að þeir réðust á nágranna sína fyrir ári. 24. febrúar 2023 08:54