„Ég held að það sendi boltann til löggjafans“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 21:36 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir augljóst að skoða þurfi vinnulöggjöfina. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir túlkun Landsréttar á vinnulöggjöf í tengslum við miðlunartillögu ríkissáttasemjara nýja af nálinni. Hún segir brýnt að endurskoða löggjöf og eyða óvissu. Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Katrín sagði í Reykjavík síðdegis fyrr í dag að ákvörðun ríkissáttasemjara um að una úrskurði Landsréttar hafi verið skiljanleg. Eftir standi hins vegar ósvaraðar spurningar. „Ég skil algerlega rökstuðninginn fyrir því; að stjórnvöld geti ekki sagt eitt einn daginn og annað hinn daginn. Það eru auðvitað bara leikreglurnar sem við þurfum að fylgja. En ég held að það sendi boltann til löggjafans, því klárlega er þetta allt annað vinnulag en hefur verið viðhaft lengi. Það er að segja, miðlunartillögur hafa alltaf verið bornar undir atkvæði – felldar eða samþykktar. Það er það vinnulega sem lengi hefur tíðkast og sú túlkun sem hefur verið uppi þannig að klárlega kallar þetta á að löggjafinn skýri málið.“ Katrín er ekki sammála því að löggjafinn eigi að stíga inn í deilur á vinnumarkaði við hvaða tilefni sem er. „Þetta er mjög hörð deila en það má heldur ekki gleyma því að það er auðvitað frumskylda þeirra sem sitja við samningaborðið að semja. Og maður verður stundum var við það að fólki finnst að stjórnvöld eigi alltaf að stíga inn og leysa úr öllu. Ég myndi ekki segja að það sé ekki beint einkenni á heilbrigðum vinnumarkaði. Á heilbrigðum vinnumarkaði þá auðvitað leysa samningsaðilar úr málum sín á milli.“ Stjórnvöld brugðist snarlega við Hún segir að ekki megi gleyma því að ríkissáttasemjari hafi vikið sæti í deilunni. Stjórnvöld hafi brugðist mjög snarlega við þegar svo beri undir. „En það er bara þannig að auðvitað þurfa aðilar fyrst að sjá einhverja lausn í sjónmáli, það hlýtur að vera forsendan fyrir kjarasamningi. Það sem stjórnvöld gera hverju sinni er í raun og veru bara að greiða fyrir málum þegar aðilar telja að þeir geti samið. Þar höfum við opnað fyrir þetta samtal um leigubremsu og miklu skýrari ramma um leigumarkaðinn sem ég tel að sé mikið þjóðþrifamál fyrir allan almenning,“ segir Katrín. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52 Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Sjá meira
Mun ekki kæra úrskurð Landsréttar Settur ríkissáttasemjari í kjaradeilu SA og Eflingar, Ástráður Haraldsson, mun ekki óska eftir kæruleyfi Hæstaréttar til að fá úrskurði Landsréttar í aðfararmáli gegn Eflingu hnekkt. 22. febrúar 2023 16:52
Sólveig Anna gæti fallist á nýja miðlunartillögu Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og formaður Eflingar eru sammála um að tíminn til að ná samningum áður en Alþingi setji lög á deilu þeirra sé ekki langur og kostirnir ekki margir. Formaður Eflingar væri tilbúinn að setja rétt fram borna miðlunartillögu í dóm félagsmanna og bæði eru til í að ýmist aflýsa eða fresta verkföllum og verkbanni, boði ríkissáttasemjari þau til sáttafundar. 24. febrúar 2023 19:31