Boði ríkissáttasemjari til fundar fresti Efling og SA verkbanni og verkföllum Heimir Már Pétursson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 24. febrúar 2023 12:31 Sólveig Anna, Heimir og Halldór Benjamín ræða málin í Pallborðinu. Vísir/Arnar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins takast á um stöðuna í kjaradeilu þeirra í beinni útsendingu í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2-Vísi klukkan tvö í dag. Ekki sér fyrir endann á deilunni sem harðnar dag frá degi. Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru lausir hinn 1. nóvember þegar lífskjarasamningarnir svo kölluðu sem gerðir voru í apríl 2019 runnu sitt skeið. Undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga hófst strax í fyrra haust og hinn 3. desember skrifuðu öll aðildafélög Starfsgreinasambandsins nema Efling undir nýjan skammtíma kjarasamning sem gildir til 31. janúar 2024. Samningurinn var afturvirkur og gilti frá 1. nóvember og var það í fyrsta sinn í langan tíma sem nýr kjarasamnngur á almenna vinnumarkaðnum tók beint við af samningi sem var að renna út. Nokkrum dögum síðar hinn 12. desember samþykktu VR ásamt iðnaðar- og tæknimönnum að undirrita svipaðan samning og SGS hafði gert. Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér. Textalýsingu má finna neðst í greininni. Fljótlega lá fyrir að Efling gat ekki sætt sig við SGS samninginn. Eftir árangurslausar viðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hinn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilunni. Efling neitaði embættinu um aðgang að félagatali sínu til að hægt yrði að greiða um hana atkvæði. Síðan þá hefur allt logað í málaferlum fyrir héraðsdómi, Félagsdómi og Landsrétti. Vinnumarkaðsráðherra setti Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti ríkissáttasemjara í deilunni hinn 14. febrúar vegna vantrausts forystu Eflinar á Aðalsteini. Vonir voru bundnar við þriggja daga samningalotu undir hans stjórn frá síðasta föstudegi til sunnudags en það slitnaði upp úr þeim. Eftir það samþykktu aðildarfyrirtæki SA verkbann á alla félaga Eflingar og Efling féll frá boðun þriðju verkfallslotu sinni. Fyrri verkfallsaðgerðir standa hins vegar enn yfir. Þannig er staðan í dag þegar forystufólk Eflingar og SA mætast í beinni útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan eða í vaktinni, þar sem við munum greina frá framgangi mála, hér að neðan.
Kjarasamningar á almennum vinnumarkaði voru lausir hinn 1. nóvember þegar lífskjarasamningarnir svo kölluðu sem gerðir voru í apríl 2019 runnu sitt skeið. Undirbúningur að gerð nýrra kjarasamninga hófst strax í fyrra haust og hinn 3. desember skrifuðu öll aðildafélög Starfsgreinasambandsins nema Efling undir nýjan skammtíma kjarasamning sem gildir til 31. janúar 2024. Samningurinn var afturvirkur og gilti frá 1. nóvember og var það í fyrsta sinn í langan tíma sem nýr kjarasamnngur á almenna vinnumarkaðnum tók beint við af samningi sem var að renna út. Nokkrum dögum síðar hinn 12. desember samþykktu VR ásamt iðnaðar- og tæknimönnum að undirrita svipaðan samning og SGS hafði gert. Uppfært: Pallborðinu er lokið en upptöku af því má sjá hér. Textalýsingu má finna neðst í greininni. Fljótlega lá fyrir að Efling gat ekki sætt sig við SGS samninginn. Eftir árangurslausar viðræður félagsins við Samtök atvinnulífsins lagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari hinn 26. janúar fram miðlunartillögu í deilunni. Efling neitaði embættinu um aðgang að félagatali sínu til að hægt yrði að greiða um hana atkvæði. Síðan þá hefur allt logað í málaferlum fyrir héraðsdómi, Félagsdómi og Landsrétti. Vinnumarkaðsráðherra setti Ástráð Haraldsson héraðsdómara í embætti ríkissáttasemjara í deilunni hinn 14. febrúar vegna vantrausts forystu Eflinar á Aðalsteini. Vonir voru bundnar við þriggja daga samningalotu undir hans stjórn frá síðasta föstudegi til sunnudags en það slitnaði upp úr þeim. Eftir það samþykktu aðildarfyrirtæki SA verkbann á alla félaga Eflingar og Efling féll frá boðun þriðju verkfallslotu sinni. Fyrri verkfallsaðgerðir standa hins vegar enn yfir. Þannig er staðan í dag þegar forystufólk Eflingar og SA mætast í beinni útsendingu með Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14 í dag. Hægt er að fylgjast með útsendingunni í spilaranum hér að ofan eða í vaktinni, þar sem við munum greina frá framgangi mála, hér að neðan.
Pallborðið Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir „Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19 Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56 SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05 Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
„Við vorum úthrópuð kolruglað lið“ Formaður VR segir alveg ljóst að þeir kjarasamningar sem SA hafi þegar gert við önnur stéttarfélög en Eflingu séu ekki til þess fallnir að stýra viðræðum samtakanna við Eflingu nú. Um það hafi engin krafa verið gerð, né heldur samkomulag. Hann segir kjarabaráttuna ekki eiga að snúast um persónur og leikendur og hvetur fólk til að setja sig í spor þeirra lægst launuðu í þjóðfélaginu. 23. febrúar 2023 21:19
Efling vill að stjórnvöld þrýsti SA að samningaborðinu Efling krefst þess að stjórnvöld þrýsti á Samtök atvinnulífsins að draga boðað verkbann samtakanna til baka. Félagið boðaði til fjölmenns samstöðufundar í dag og hafði síðan uppi mótmæli við forsætisráðuneytið og Alþingi. 23. febrúar 2023 19:56
SA samþykkir undanþágur frá verkbanni Undanþágunefnd Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt að öll störf sem tengjast heilbrigðis- og öldrunarþjónustu, opinberri sem og einkarekinni, sem og öll störf sem tengjast annarri grunnþjónustu njóti undanþágu frá því verkbanni sem hefst 2. mars næstkomandi. 23. febrúar 2023 12:05
Boða ekki til frekari verkfalla Samninganefnd Eflingar ákvað í gær að boða ekki til verkfallsaðgerða í öryggisgæslu, þrifum og á hótelum sem samþykktar voru fyrr í vikunni. Í yfirlýsingu frá Eflingu segir að endurmeta þurfi stefnuna í ljósi verkbanns Samtaka atvinnulífsins. 23. febrúar 2023 11:37