Læstur sími gerir lögreglunni erfitt fyrir Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. febrúar 2023 18:59 Maðurinn hefur ekki fengist til að gefa lögreglu lykilorðið á símanum. Vísir/Vilhelm/Getty Karlmaður sem stöðvaður var í Leifsstöð með tæpar fjórtán þúsund evrur meðferðis hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögregla fékk heimild til að haldleggja síma mannsins sem neitar að gefa lögreglunni lykilorðið. Maðurinn var stöðvaður á leið úr landi fyrr í þessum mánuði. Við skoðun á vegabréfi mannsins kom í ljós að hann hafði dvalið á Íslandi í þrjá mánuði síðustu 180 daga og var því ákveðið að færa hann til frekari skoðunar. Við leit á manninum fundust evrurnar, samtals 13.871. Lögregla segir hann hafa gefið ótrúverðugar skýringar á uppruna peninganna en hann sagðist sjálfur hafa komið með þá til landsins í nóvember 2022. Lögregla grunar manninn um peningaþvætti. Lögregla hefur ráðist í ýmiss konar rannsóknaraðgerðir; aflað úrskurða um afléttingu bankaleyndar og heimildar til afritunar og rannsóknar á síma mannsins, sem enn neitar að segja lykilorðið á símanum. Frumrannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafi tólf sinnum keypt evrur hér á landi fyrir tæplega tvær milljónir króna. Maðurinn kvaðst lítið kannast við það en sagðist hafa keypt íslensku krónurnar á svörtum markaði áður en hann kom til landsins. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í vikunni með vísan til þess að enn væru órannsökuð mikilvæg atriði, þar á meðal gögn úr síma mannsins. Auk þess væri ekki útilokað að maðurinn kynni að setja sig í samband við hugsanlega vitorðsmenn gengi hann laus. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms fyrr í dag með vísan til forsendna héraðsdóms. Úrskurðurinn gildir fram á föstudag, 24. febrúar. Dómsmál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Maðurinn var stöðvaður á leið úr landi fyrr í þessum mánuði. Við skoðun á vegabréfi mannsins kom í ljós að hann hafði dvalið á Íslandi í þrjá mánuði síðustu 180 daga og var því ákveðið að færa hann til frekari skoðunar. Við leit á manninum fundust evrurnar, samtals 13.871. Lögregla segir hann hafa gefið ótrúverðugar skýringar á uppruna peninganna en hann sagðist sjálfur hafa komið með þá til landsins í nóvember 2022. Lögregla grunar manninn um peningaþvætti. Lögregla hefur ráðist í ýmiss konar rannsóknaraðgerðir; aflað úrskurða um afléttingu bankaleyndar og heimildar til afritunar og rannsóknar á síma mannsins, sem enn neitar að segja lykilorðið á símanum. Frumrannsókn leiddi í ljós að maðurinn hafi tólf sinnum keypt evrur hér á landi fyrir tæplega tvær milljónir króna. Maðurinn kvaðst lítið kannast við það en sagðist hafa keypt íslensku krónurnar á svörtum markaði áður en hann kom til landsins. Héraðsdómur Reykjaness staðfesti kröfu um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manninum í vikunni með vísan til þess að enn væru órannsökuð mikilvæg atriði, þar á meðal gögn úr síma mannsins. Auk þess væri ekki útilokað að maðurinn kynni að setja sig í samband við hugsanlega vitorðsmenn gengi hann laus. Landsréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms fyrr í dag með vísan til forsendna héraðsdóms. Úrskurðurinn gildir fram á föstudag, 24. febrúar.
Dómsmál Mest lesið Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent „Þetta er innrás“ Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira