Íslensk frumkvöðlafyrirtæki ná sínum besta árangri hingað til Melkorka Sigríður Magnúsdóttir skrifar 23. febrúar 2023 12:00 Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári gefur Northstack, íslenskur fjölmiðill sem fjallar um málefni sprota og tæknifyrirtækja, út skýrslu um fjárfestingar vísissjóða í íslenskum sprotafyrirtækjum. Northstack kallar nýafstaðið ár “það besta hingað til” enda var fjárfest í þrjátíu og sex sprota og vaxtarfyrirtækjum fyrir yfir 390 milljónir dala og 78% fjármagnsins kom erlendis frá. Þetta eru auðvitað frábærar fréttir fyrir íslensk sprotafyrirtæki og stuðningsumhverfið í heild. Á þeim árum sem ég hef starfað í nýsköpunarumhverfinu hef ég orðið vör við aukinn áhuga erlendra fjárfesta og frumkvöðla á Íslandi. Og ekki að ástæðulausu. Að vera lítil eyja í Atlantshafinu virðist við fyrstu sýn ekki mjög vænlegur staður til að þróa sprotafyrirtæki á heimsvísu. Hins vegar eru boðleiðir stuttar og hægt er að prófa og ítra hugmyndir tiltölulega fljótt. Lítill markaður gefur ekki möguleikann á öðru en alþjóðlegu hugarfari strax frá upphafi og það einkennir flest sprotafyrirtæki. Fyrir rúmlega tveimur árum var Iceland Innovation Week, nýrri sprota og frumkvöðlahátíð hrint í framkvæmd. Ætlunin var að búa til alþjóðlegan markaðsglugga nýsköpunar og hvetja íslenska frumkvöðla til frekari tengslamyndunar, samstarfs og fjármögnunar við erlenda aðila. Um þrjátíu erlendir fjárfestingarsjóðir sóttu hátíðina á síðasta ári og tæplega helmingur gesta kom erlendis frá. Á lista Northstack yfir fyrirtæki sem hafa fengið fjármögnun eru Kerecis, þar sem fiskroð er nýtt til að græða sár, Nox Medical sem þróar heildrænar lausnir á svefnvandamálum, Lucinity sem notar gervigreind til að berjast gegn peningaþvætti og Treble Technologies sem þróar byltingarkennda tækni til hljóðhönnunar. Hið síðastnefnda sigraði Silicon Vikings Pitch Competition á Iceland Innovation Week sem fleytti því áfram í aðalkeppnina á Slush, stærstu frumkvöðlaráðstefnu heims. Það er auðvelt að taka heimalandinu sem sjálfsögðum hlut og hætta að taka eftir því hvað gerir það virkilega sérstakt. Það sama á við um sprotaumhverfið. Nýjungar sem okkur finnst algengar heilla og gleðja erlenda gesti. Frumleg notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum, hátæknigróðurhúsum, vetnisknúnum strætisvögnum og meira að segja kranavatnið með brennisteinslyktinni er meðal þess sem einkennir okkur sem nýsköpunarþjóð. Þessi fyrirbæri kjarna gildi okkar, stefnu og skuldbindingu þegar kemur að sjálfbærnimarkmiðum. Við sjáum það endurspeglast í stefnumótun og reglugerðum hins opinbera en líka hlutverki sprotafyrirtækja sem vinna að lausnum á vandamálum nútímans. Í ár flytur Iceland Innovation Week inn frumkvöðla, fjárfesta og aðra einstaklinga sem starfa í stuðningsumhverfi nýsköpunar frá Norðurlöndunum, Bandaríkjunum og Evrópu. Gestir ættu að hafa næg tækifæri til að virkja tengslanetið, hitta nýja vini og tengjast aftur þeim gömlu og njóta þess sem nýsköpunarlandið Ísland hefur upp á að bjóða. Vonandi koma enn fleiri fjárfestingar út úr þessum tengslum svo fjármögnunarskýrsla næsta árs verði enn betri en sú besta hingað til. Höfundur er framkvæmdastjóri Iceland Innovation Week.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun