Von der Leyen svaraði erindi Katrínar en svörin fást ekki afhent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. febrúar 2023 09:30 Katrín óskaði í erindi sínu eftir stuðningi von der Leyen við málflutning Íslands. Katrínu Jakobsdóttur barst svarbréf frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi forsætisráðherra frá því í júní í fyrra er varðaði kostnað við losun frá millilandaflugi. Forsætisráðuneytið hefur hins vegar synjað beiðni fréttastofu um að fá svarbréf von der Leyen afhent og vísar í ákvæði upplýsingalaga um að stjórnvöldum sé heimilt að takmarka aðgengi almennings að gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir vegna almannahagsmuna. „Umbeðið bréf geymir upplýsingar um yfirstandandi samskipti íslenska ríkisins við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir og er það mat ráðuneytisins að verði það afhent sé hætta á að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana til íslenskra stjórnvalda skaðist og að afhending bréfsins muni því torvelda téð samskipti,“ segir í svörum ráðuneytisins. Afar íþyngjandi breytingar Í erindi forsætisráðherra til von der Leyen segir meðal annars að á sama tíma og Ísland sé aðili að Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum og styðji markmið Fit for 55 áætlunar Evrópusambandsins, hafi stjórnvöld þungar áhyggjur af fyrirhuguðum takmörkunum á fríum losunarheimildum og tillögum sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneyta og auka hlut umhverfisvænna orkugjafa. Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan sambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 en tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Katrín segir í erindi sínu að um sé að ræða afar íþyngjandi breytingar fyrir Ísland, sem muni draga úr samkeppnishæfni flugfélaga á Íslandi og Keflavíkurflugvallar. Málið sé sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum stendur til boða þegar kemur að ferðalögum út fyrir landsteinana. Þá segist forsætisráðherra hafa áhyggjur af „kolefnisleka“ vegna aukinna viðskipta við ódýrari flugfélög sem falla utan reglanna. Leggur hún meðal annars til að sá kostnaðarauki sem tillögurnar fela í sér falli niður eftir 50 kílómetra flugferð til eða frá „fjarlægu eyríki“. Óskaði hún eftir stuðningi von der Leyen við málflutning Íslands hvað þetta varðar. Tengipunkturinn Ísland Lítið hefur verið greint frá málinu frá því að bréfaskipti forsætisráðherra og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins áttu sér stað síðasta sumar en í desember var komist að bráðabirða samkomulagi á vettvangi ESB um endurskoðun losunarheimilda (EU ETS) fyrir flugiðnaðinn. Samkomulagið er sagt tryggja að flugiðnaðurinn leggi sitt af mörkum til þess að stuðla að því að markmiðum Parísarsáttmálans verði náð. Það felur í sér ákveðnar undanþágur fyrir flugrekstur á jaðarsvæðum en engin ríki eða svæði eru nefnd sérstaklega í því samhengi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að fyrirhugaðar aðgerðir ESB til að sporna við mengun frá flugsamgöngum stofnuðu stöðu Íslands sem tengipunkts milli Evrópu og Ameríku í hættu. Það væri afar mikilvægt að Ísland fengi undanþágur frá reglunum. „Þetta er miklu meira mál fyrir íslenskt hagkerfi, íslenska ferðaþjónustu, íslenskt viðskiptalíf og bara lífskjör á Íslandi. Það sem verra er, er að ef þetta verður að veruleika þá hjálpar það umhverfinu ekki neitt, því að flugið fer bara eitthvað annað,“ sagði Bogi. Hér má finna upplýsingar um Fit for 55 og fyrrnefndar tillögur og samkomulag. Bréf_forsætisráðherraPDF1.5MBSækja skjal Evrópusambandið Umhverfismál Fréttir af flugi Icelandair Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Forsætisráðuneytið hefur hins vegar synjað beiðni fréttastofu um að fá svarbréf von der Leyen afhent og vísar í ákvæði upplýsingalaga um að stjórnvöldum sé heimilt að takmarka aðgengi almennings að gögnum er varða samskipti við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir vegna almannahagsmuna. „Umbeðið bréf geymir upplýsingar um yfirstandandi samskipti íslenska ríkisins við önnur ríki eða fjölþjóðastofnanir og er það mat ráðuneytisins að verði það afhent sé hætta á að traust erlendra stjórnvalda eða alþjóðastofnana til íslenskra stjórnvalda skaðist og að afhending bréfsins muni því torvelda téð samskipti,“ segir í svörum ráðuneytisins. Afar íþyngjandi breytingar Í erindi forsætisráðherra til von der Leyen segir meðal annars að á sama tíma og Ísland sé aðili að Parísarsáttmálanum í loftslagsmálum og styðji markmið Fit for 55 áætlunar Evrópusambandsins, hafi stjórnvöld þungar áhyggjur af fyrirhuguðum takmörkunum á fríum losunarheimildum og tillögum sem miða að því að draga úr notkun jarðefnaeldsneyta og auka hlut umhverfisvænna orkugjafa. Fit for 55 miðar að því að takmarka losun gróðurhúsaloftegunda innan sambandsins um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030 en tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa og flugvalla um uppbyggingu innviða til að styðja við markmiðin. Katrín segir í erindi sínu að um sé að ræða afar íþyngjandi breytingar fyrir Ísland, sem muni draga úr samkeppnishæfni flugfélaga á Íslandi og Keflavíkurflugvallar. Málið sé sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að tillögurnar muni leiða til verðhækkana í flugsamgöngum, sem séu eini samskiptamátin sem Íslendingum stendur til boða þegar kemur að ferðalögum út fyrir landsteinana. Þá segist forsætisráðherra hafa áhyggjur af „kolefnisleka“ vegna aukinna viðskipta við ódýrari flugfélög sem falla utan reglanna. Leggur hún meðal annars til að sá kostnaðarauki sem tillögurnar fela í sér falli niður eftir 50 kílómetra flugferð til eða frá „fjarlægu eyríki“. Óskaði hún eftir stuðningi von der Leyen við málflutning Íslands hvað þetta varðar. Tengipunkturinn Ísland Lítið hefur verið greint frá málinu frá því að bréfaskipti forsætisráðherra og forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins áttu sér stað síðasta sumar en í desember var komist að bráðabirða samkomulagi á vettvangi ESB um endurskoðun losunarheimilda (EU ETS) fyrir flugiðnaðinn. Samkomulagið er sagt tryggja að flugiðnaðurinn leggi sitt af mörkum til þess að stuðla að því að markmiðum Parísarsáttmálans verði náð. Það felur í sér ákveðnar undanþágur fyrir flugrekstur á jaðarsvæðum en engin ríki eða svæði eru nefnd sérstaklega í því samhengi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sagði í samtali við Reykjavík síðdegis í gær að fyrirhugaðar aðgerðir ESB til að sporna við mengun frá flugsamgöngum stofnuðu stöðu Íslands sem tengipunkts milli Evrópu og Ameríku í hættu. Það væri afar mikilvægt að Ísland fengi undanþágur frá reglunum. „Þetta er miklu meira mál fyrir íslenskt hagkerfi, íslenska ferðaþjónustu, íslenskt viðskiptalíf og bara lífskjör á Íslandi. Það sem verra er, er að ef þetta verður að veruleika þá hjálpar það umhverfinu ekki neitt, því að flugið fer bara eitthvað annað,“ sagði Bogi. Hér má finna upplýsingar um Fit for 55 og fyrrnefndar tillögur og samkomulag. Bréf_forsætisráðherraPDF1.5MBSækja skjal
Evrópusambandið Umhverfismál Fréttir af flugi Icelandair Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira