„Gætu losnað undan hælnum á þeim sem útvegar efnin“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 22. febrúar 2023 20:01 Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. vísir/Arnar Fleiri konur og með þyngri vímuefnavanda leita nú í Konukot en áður. Forstöðukona segir þær lifa undir hælnum á fólki sem útvegar þeim efnin og telur brýna þörf á sérhæfðari úrræðum og nýrri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“ Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Konukot er yfirfullt flestar nætur og bæði er sofið í þétt skipuðum herbergjum og sófum. Þar eru tólf rúm en undanfarið hafa að jafnaði hafa allt að fimmtán konur verið að leita þangað. Til samanburðar voru þær að meðaltali átta í húsinu fyrir tveimur árum. Konunum hefur því fjölgað, þær virðast dvelja þar lengur en áður og að sögn forstöðukonu hefur nokkur breyting orðið á hópnum. „Neyslan er þyngri. Það eru fleiri konur hérna sem eru að nota vímuefni í æð og það fylgir því mikil neyð. Því það er erfitt að fjármagna slíka neyslu,“ segir Halldóra R. Guðmundsdóttir, forstöðukona Konukots. Í Kompás var rætt við Maríönnu, sem hefur í tæpt ár litið á Konukot sem heimili sitt. Hún er háð morfíni og vill komast í svokallaða skömmtun, eða fá lyfinu ávísuðu, sem örfáir læknar stunda í raun í óleyfi til fíkla. Halldóra er sannfærð um að það myndi gagnast veikasta hópnum, sem leitar jafnan í Konukot. „Þær gætu þá kannski eytt sínu lífi í eitthvað annað en að redda næsta skammti. Og það myndi minnka vanlíðan og líkur á ofskömmtun, þegar þær vita hvað þær eru að nota. Og myndu líka losna undan hælnum á þeim sem eru að útvega þeim efnin, því þær lifa við kúgun og ofbeldi alla daga.“ Upplifir þú að þær séu margar í þeirri stöðu? „Já, eiginlega bara allar sem eru með þennan vanda. Það sem við sjáum, sem erum að vinna hérna, er að það eru ekki efnin sjálf sem eru að valda mesta skaðanum. Það er fjármögnunin og það að vera heimilislaus.“ Unnið er að því að finna Konukoti nýjan stað en núverandi húsnæði er þröngt og samhliða aukinni ásókn hefur árekstrum á milli kvenna fjölgað, sem eykur enn á vanlíðan þeirra - líkt og Maríanna líkti í Kompás. Halldóra segir það mikilvægt, þar sem starfsemin geti verið krefjandi í svo þröngu rými. „Þetta húsnæði gerir starfið okkar töluvert erfiðara en það þarf að vera. Því það er erfitt að aðskilja fólk sem á sér einhverja sögu, eða eftir uppákomur. Við reynum kannski að láta eina sofa uppi á efri hæðinni en aðra niðri. En svo erum við bara með eina sturtu og þú kemst eiginlega ekki hjá því að vera í samskiptum við alla í húsinu. Og það getur verið mjög erfitt að fá aldrei tækifæri til að vera í einrúmi og jafna þig.“ Betra húsnæði myndi bæta aðstæðurnar í Konukoti en lausnin til lengri tíma sé þó ekki fólgin í fleiri gistiplássum, heldur sérhæfðari búsetu og stuðningi. „Það þarf meiri félags- og heilbrigðisþjónustu. Að fólk fái viðeigandi þjónustu. Það eru konur sem koma hingað sem eru með hjúkrunarþarfir eða þungan geðrænan vanda og þurfa meiri aðstoð en við getum veitt þeim. Þetta er fyrst og fremst stoppistöð þannig að þú þurfir ekki að sofa úti.“
Kompás Málefni heimilislausra Fíkn Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira