Sex látin í árásum Rússa í Kherson Atli Ísleifsson skrifar 22. febrúar 2023 06:37 Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti segir ljóst að árásir Rússa í Kherson hafi engan hernaðarlegan tilgang heldur væri sá að skapa ótta meðal íbúa. AP Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Kyiv Independent segir frá því að árásin hafi beinst að miðborg Kherson og er haft er eftir talsmanni úkraínska hersins á svæðinu að sextán ára stúlka sé í hópi látinna. Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseti sagði á samfélagsmiðlum í gærkvöldi að Rússar væru að skjóta á Kherson og að árásirnar hafi beinst að íbúahúsum, apótekum, marköðum og almenningsgörðum. Segir hann augljóst að árásirnar í gærkvöldi og í nótt hefðu engan hernaðarlegan tilgang heldur væri þeim ætlað að skapa ótta meðal íbúa. Rússneskar hersveitir hörfuðu frá Kherson snemma í nóvember síðastliðinn en borgin var ein af þeim sem Rússar höfðu náð á sitt vald snemma eftir upphaf innrásarinnar, en ár verður á föstudaginn liðið frá upphafi innrásarinnar í Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýkur í dag fjögurra daga heimsókn sinni til Austur-Evrópu þar sem hann hitti meðal annars Selenskí í Kænugarði og ræddi við Andrzej Duda Póllandsforseta í Varsjá. Í dag fundar hann síðan með leiðtogum nokkurra Austur-Evrópulanda sem eru í ríkjahópnum „Búkarest níu“, en þar er um að ræða Búlgaríu, Tékkland, Eistland, Ungverjaland, Lettland, Litháen, Pólland, Rúmeníu og Slóvakíu. Öll eiga þessi lönd það sameiginlegt að hafa verið austan megin járntjaldsins í Kalda stríðinu en eru nú í NATO. Í gær hitti Biden einnig forseta Moldóvu í Póllandi, Maiu Sandu, en hún fullyrti á dögunum að Rússar væru að undirbúa valdarán í landi hennar.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Joe Biden Tengdar fréttir Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Varar við að Rússar hyggi á valdarán Forseti Moldóvu hefur sakað Rússa um áætlanir um valdarán í Moldóvu með því að fá „erlenda skemmdarverkamenn“ til að steypa stjórninni í landinu. 14. febrúar 2023 09:19