„Við erum að sjá að fólk er að deyja“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. febrúar 2023 20:00 Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. vísir/Arnar Það er lífsnauðsynlegt að opna dagsetur fyrir heimilislausa þar sem menn geta leitað skjóls, ræktað áhugamálin sín og fengið viðeigandi aðstoð. Þetta segir foringi hjá Hjálpræðishernum sem gagnrýnir stjórnmálamenn fyrir seinagang. Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“ Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Í Kompás veittu þau Maríanna og Ragnar innsýn í líf heimilislausra. Þau verja sínum dögum í að ganga á milli úrræða sem þó eru ekki opin allan daginn, hanga á bókasöfnum eða annars staðar í skjóli. Bæði gagnrýndu úrræðaleysi, yfirfull neyðarskýli og skort á mannlegri nálgun gagnvart fólki með fíknisjúkdóm. Hjálpræðisherinn, Rauði krossinn og Samhjálp vilja opna og reka í sameigingu dagsetur og neyslurými í miðbænun fyrir karla og hafa sent sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og stjórnvöldum bréf þar sem óskað er eftir stuðningi við það. Foringi hjá hjálpræðishernum sem hefur sinnt heimilislausum í yfir áratug gagnrýnir seinaganginn, enda sé staðan skelfileg. „Við erum búin að upplifa erfiðasta vetur í öld og við erum líka að sjá að fólk er að deyja. Og líklegast hefðu miklu fleiri dáið ef gistiskýlin hefðu ekki verið opin. En þetta fólk þarf líka á því að halda að þau geti komist út úr gistiskýlunum,“ segir Ingvi Kristinn Skjaldarson, foringi hjá Hjálpræðishernum í Reykjavík. Þar gætu menn ræktað sín áhugamál, rætt við félagsráðgjafa og neytt vímuefna í öruggu neyslurými. „Þau þurfa á mannlegri reisn að halda, þurfa að fá að halda í sína von og væntingar. Við þurfum að mæta þeim þar sem þau eru.“ Hjálparstarf kirkjunnar starfrækir svipað úrræði fyrir konur sem nefnist Skjólið en þar geta konur hvílt sig, fengið sér að borða, farið í tölvu, lesið bækur og til dæmis málað - eins og sýnt var frá í Kompás. Ingvi bætir við að þar yrði einnig hægt að grípa þá sem eru tilbúnir að þiggja hjálp. „Það er stundum talað um þennan glugga, að glugginn opnist hjá einstaklingi. Hann vill að honum verði hjálpað til að verða edrú. Það þarf að grípa hann á þeim tíma. Það getur líka verið gott fyrir félagsráðgjafa borgarinnar, og þá sem eru að vinna að þessum málum, að geta átt stað til að koma inn og hitta þá þar, í stað þess að boða þá til sín.“ Boltinn liggur hjá pólitíkinni Samkvæmt kostnaðarmati myndi reksturinn kosta um sjötíu til hundrað milljónir á ári, allt eftir því hvort úrræðið væri bara opið á virkum dögum eða einnig um helgar. „Boltinn liggur hjá ráðamönnum, í pólitíkinni og það er bara eitthvað sem þarf að taka á. Þau geta alveg ákveðið að koma að þessu máli og ákveðið það með einu eða tveimur pennastrikum að gera það sem gera þarf,“ segir Ingvi, sem skorar þó einnig á fleiri að láta sig málið varða. „Ég held að það sé fullt af fólki þarna sem gæti reitt fram þessa peninga. Ég skora á ykkur að koma til aðstoðar.“
Málefni heimilislausra Fíkn Kompás Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira