Sameinaðar á Íslandi eftir tveggja ára aðskilnað Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. febrúar 2023 22:40 Rylee og Megan áttu dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Aðsend Tvær konur, önnur frá Bandaríkjunum og hin frá Bretlandi, hittust í Þýskalandi árið 2019 og urðu yfir sig ástfangnar. Ferðatakmarkanir vegna kórónuveirunnar settu hins vegar stórt strik í reikninginn og komu í veg fyrir að þær gátu hist. Eftir tæpan tveggja ára aðskilnað voru þær loksins sameinaðar á ný, á Íslandi. Ástarsaga kvennanna, Rylee Dolezal og Megan Ure, vakti fyrst athygli þegar þær tóku þátt í keppni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins eShores, en fyrirtækið óskaði eftir sögum einstaklinga sem fundið hafa ástina á erlendri grundu. Leiðir Rylee og Megan lágu fyrst saman á þýskunámskeiði í Leipzig sumarið 2019. „Við áttum mjög auðvelt með að tala saman, meira að segja á þýsku,“ segir Rylee í samtali við breska miðilinn Mirror. „Við vorum saman í tímum og þess á milli áttum við góðar stundir saman. Við fórum í nokkrar ferðir um landið, heimsóttum Potsam og Dresden og það var virkilega gaman.“ Þegar námskeiðinu lauk voru Rylee og Megan kolfallnar fyrir hvor annarri en þurftu hvor um sig að fara til síns heimalands, Rylee til Bandaríkjanna og Megan til Bretlands. Þær voru staðráðnar í því að vera í fjarsambandi. Næstu vikur og mánuði töluðu þær saman á hverjum degi í síma eða í gegnum myndsímtöl. Þær gerðu sér hvorug grein fyrir hversu lengi þær áttu eftir að vera aðskildar. „Sumarið þar á eftir, árið 2020 ætlaði Megan síðan að heimsækja mig til Bandaríkjanna og við ætluðum að ferðast saman um landið. En síðan kom Covid. Við vorum sífellt að gera ný plön en þurftum svo alltaf að fresta þeim,“ segir Rylee. Voru spenntar og stressaðar Heimsfaraldurinn olli því að á þessum tíma var ómögulegt að ferðast á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Rylee og Megan voru því fastar sitt hvoru megin við Atlandshafið og þráðu að hitta hvor aðra en þurftu að sætta sig við að vera í sambandi í gegnum internetið. Þegar leið að sumri árið 2021 var ferðatakmörkunum aflétt í sumum löndum. Eitt af þeim löndum var Ísland. Að sögn Rylee var það Megan sem stakk upp á því að þær myndu nota tækifærið og hittast á miðri leið, nánar tiltekið í Reykjavík. Þegar hér var komið sögu höfðu þær ekki hist í tvö ár. „Það var hún sem fékk þessa sturluðu hugmynd, að hittast á Íslandi í tvær vikur,“ segir Rylee og bætir við að Megan hafi þurft að fara til Íslands viku á undan henni til að fara í sóttkví. Rylee var hins vegar fullbólusett. Rylee rifjar jafnframt upp þá stund þegar þær hittust á ný. „Megan var nýsloppin úr sóttkví og þess vegna þurfti ég að strætó á hótelið. Hún hljóp út af hótelinu og yfir á strætóstoppistöðina. Það var yndislegt. Við vorum báðar rosalega spenntar, en líka pínulítið stressaðar yfir því hvort tengingin væri ennþá til staðar. Fyrstu 15 mínúturnar voru svolítið vandræðalegar,“ segir hún en bætir við að það hafi þó ekki staðið yfir lengi. Þær stöllur áttu að sögn Rylee dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Í dag, tveimur og hálfu ári eftir endurfundina á Íslandi er parið búsett í London og eru hæstánægðar með lífið og tilveruna. „Þið þurfið að vera virkilega skuldbundin hvort öðru, og megið ekki óttast skuldbindinguna,“ segir Rylee þegar hún er spurð um hvað þurfi til að láta fjarsamband ganga upp. Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Bretland Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Ástarsaga kvennanna, Rylee Dolezal og Megan Ure, vakti fyrst athygli þegar þær tóku þátt í keppni á vegum ferðaþjónustufyrirtækisins eShores, en fyrirtækið óskaði eftir sögum einstaklinga sem fundið hafa ástina á erlendri grundu. Leiðir Rylee og Megan lágu fyrst saman á þýskunámskeiði í Leipzig sumarið 2019. „Við áttum mjög auðvelt með að tala saman, meira að segja á þýsku,“ segir Rylee í samtali við breska miðilinn Mirror. „Við vorum saman í tímum og þess á milli áttum við góðar stundir saman. Við fórum í nokkrar ferðir um landið, heimsóttum Potsam og Dresden og það var virkilega gaman.“ Þegar námskeiðinu lauk voru Rylee og Megan kolfallnar fyrir hvor annarri en þurftu hvor um sig að fara til síns heimalands, Rylee til Bandaríkjanna og Megan til Bretlands. Þær voru staðráðnar í því að vera í fjarsambandi. Næstu vikur og mánuði töluðu þær saman á hverjum degi í síma eða í gegnum myndsímtöl. Þær gerðu sér hvorug grein fyrir hversu lengi þær áttu eftir að vera aðskildar. „Sumarið þar á eftir, árið 2020 ætlaði Megan síðan að heimsækja mig til Bandaríkjanna og við ætluðum að ferðast saman um landið. En síðan kom Covid. Við vorum sífellt að gera ný plön en þurftum svo alltaf að fresta þeim,“ segir Rylee. Voru spenntar og stressaðar Heimsfaraldurinn olli því að á þessum tíma var ómögulegt að ferðast á milli Bandaríkjanna og Bretlands. Rylee og Megan voru því fastar sitt hvoru megin við Atlandshafið og þráðu að hitta hvor aðra en þurftu að sætta sig við að vera í sambandi í gegnum internetið. Þegar leið að sumri árið 2021 var ferðatakmörkunum aflétt í sumum löndum. Eitt af þeim löndum var Ísland. Að sögn Rylee var það Megan sem stakk upp á því að þær myndu nota tækifærið og hittast á miðri leið, nánar tiltekið í Reykjavík. Þegar hér var komið sögu höfðu þær ekki hist í tvö ár. „Það var hún sem fékk þessa sturluðu hugmynd, að hittast á Íslandi í tvær vikur,“ segir Rylee og bætir við að Megan hafi þurft að fara til Íslands viku á undan henni til að fara í sóttkví. Rylee var hins vegar fullbólusett. Rylee rifjar jafnframt upp þá stund þegar þær hittust á ný. „Megan var nýsloppin úr sóttkví og þess vegna þurfti ég að strætó á hótelið. Hún hljóp út af hótelinu og yfir á strætóstoppistöðina. Það var yndislegt. Við vorum báðar rosalega spenntar, en líka pínulítið stressaðar yfir því hvort tengingin væri ennþá til staðar. Fyrstu 15 mínúturnar voru svolítið vandræðalegar,“ segir hún en bætir við að það hafi þó ekki staðið yfir lengi. Þær stöllur áttu að sögn Rylee dásamlegar stundir á Íslandi og nutu þess að uppgötva allar helstu náttúruperlur landsins saman. Í dag, tveimur og hálfu ári eftir endurfundina á Íslandi er parið búsett í London og eru hæstánægðar með lífið og tilveruna. „Þið þurfið að vera virkilega skuldbundin hvort öðru, og megið ekki óttast skuldbindinguna,“ segir Rylee þegar hún er spurð um hvað þurfi til að láta fjarsamband ganga upp.
Ástin og lífið Ferðamennska á Íslandi Bretland Bandaríkin Íslandsvinir Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira