Gísli Snær nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Jakob Bjarnar skrifar 20. febrúar 2023 15:14 Gísli Snær Erlingsson var valinn úr hópi 15 umsækjenda. facebook Gísli Snær Erlingsson var nú rétt í þessu skipaður nýr forstöðumaður Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Þetta herma heimildir fréttastofu. Skipan hans er til fimm ára. Mikil eftirvænting hefur ríkt með hver taki við af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tuttugu ár eða svo. Laufey kvaddi samstarfsfólk sitt í síðustu viku. Um valdamikið embætti er að ræða enda gegnir Kvikmyndamiðstöð lykilhlutverki í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði með því að veita fjármagni til framleiðslu íslenskra kvikmynda og sjónvarpsverka, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi með margskonar hætti, eins og segir á síðu miðstöðvarinnar. Gísli Snær Erlingsson er fyrrverandi skólastjóri London Film School. Hann hefur undanfarna áratugi starfað sem kennari og skólastjóri á erlendum vettvangi, sem slíkur í Japan og svo Singapure. Hann flutti svo til London og tók við starfi sem yfirkennari hjá London Film School og svo sem skólastjóri síðastliðin sex ár. Gísla Snæ þekkja margir sem leikstjóra kvikmyndarinnar Benjamín Dúfa en hann kom fyrst fyrir sjónir almennings sem annar umsjónarmaður dægurlagaþáttar, ásamt Ævari Erni Jósepssyni, sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins; Poppkorn, þar sem tónlistarmyndbönd voru kynnt. Eftir því sem Vísir kemst næst þykir það kostur að Gísli Snær hafi verið búsettur erlendis undanfarin 25 árin, því þá er ekki hægt að kenna hann við neina flokkadrætti innan hins íslenska kvikmyndagera. Gísli mun taka við embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar í apríl næstkomandi en fram að því hefur Sigurrós Hilmarsdóttur, framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvar, verið falið að gegna stöðu forstöðumanns. Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vistaskipti Tengdar fréttir Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Mikil eftirvænting hefur ríkt með hver taki við af Laufey Guðjónsdóttur sem hefur gegnt stöðunni undanfarin tuttugu ár eða svo. Laufey kvaddi samstarfsfólk sitt í síðustu viku. Um valdamikið embætti er að ræða enda gegnir Kvikmyndamiðstöð lykilhlutverki í íslenskum kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði með því að veita fjármagni til framleiðslu íslenskra kvikmynda og sjónvarpsverka, kynna íslenskar kvikmyndir á alþjóðlegum vettvangi og styðja við kvikmyndamenningu á Íslandi með margskonar hætti, eins og segir á síðu miðstöðvarinnar. Gísli Snær Erlingsson er fyrrverandi skólastjóri London Film School. Hann hefur undanfarna áratugi starfað sem kennari og skólastjóri á erlendum vettvangi, sem slíkur í Japan og svo Singapure. Hann flutti svo til London og tók við starfi sem yfirkennari hjá London Film School og svo sem skólastjóri síðastliðin sex ár. Gísla Snæ þekkja margir sem leikstjóra kvikmyndarinnar Benjamín Dúfa en hann kom fyrst fyrir sjónir almennings sem annar umsjónarmaður dægurlagaþáttar, ásamt Ævari Erni Jósepssyni, sem var á dagskrá Ríkisútvarpsins; Poppkorn, þar sem tónlistarmyndbönd voru kynnt. Eftir því sem Vísir kemst næst þykir það kostur að Gísli Snær hafi verið búsettur erlendis undanfarin 25 árin, því þá er ekki hægt að kenna hann við neina flokkadrætti innan hins íslenska kvikmyndagera. Gísli mun taka við embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar í apríl næstkomandi en fram að því hefur Sigurrós Hilmarsdóttur, framleiðslustjóra Kvikmyndamiðstöðvar, verið falið að gegna stöðu forstöðumanns.
Kvikmyndagerð á Íslandi Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vistaskipti Tengdar fréttir Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Benedikt segir Laufeyju skreyta sig stolnum fjöðrum Skipunartími Laufeyjar Guðjónsdóttur sem forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar er úti. Benedikt Erlingsson leikari og kvikmyndaleikstjóri skrifaði henni harðort bréf í kveðjuskyni sem hann birti á Facebook-síðu sinni. 20. febrúar 2023 14:59