Er ríkisstjórnin stikkfrí í kjaradeilunum? Guðmundur Árni Stefansson skrifar 20. febrúar 2023 14:01 Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu. Vissulega er þrengra um vik um nýár lausnir, þegar fyrir liggur að 80 þúsund launamanna hafa þegar samþykkt kjarasamning; fólk í Starfsgreinasambandinu og Verslunarmannafélaginu. Þegar atvinnurekendur eru síðan farnir að kalla eftir lagasetningu á verkfallið og kjaradeiluna, þar sem Alþingi setur lög sem banna verkföll, þá er í óefni komið. Ekki er ósennilegt að stuðningur við slíkt sé að finna í herbúðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksiins, en vart verður því trúað fyrirfram að Vinstri grænir taki slíkt í mál. Þar er þó litla staðfestu að finna eins og dæmin sanna. Flestir hljóta að vera sammála því, að lægstu laun á landinu duga engan veginn fyrir framfærslu. Það er óviðunandi. Úr því þarf að bæta. En það er unnt að gera með fleiru en krónutöluhækkunum og breytingum á launatöxtum. Leiguþak og húsnæðisbætur Og kem ég þá að kjarna máls. Svo virðist sem sitjandi ríkisstjórn sé algjörlega stikkfrí í þessari kjaradeilu og er á hliðarlínunni eins og hver annar áhorfandi. Það er óviðunandi. Ríkisstjórninni ber að stíga inn og leggja myndarlega í púkkið. Nokkrar leiðir eru færar í því efni. Ein er sú að setja á leiguþak eða leigubremsu, sem tryggir stöðu og kjör leigjenda í landinu. Þetta hefur jafnaðarfólk kallað eftir, sem og verkalýðshreyfingin, en ríkisstjórninin skellt við skollaeyrum. Þessi aðgerð skiptir máli. Hún kostar ekki peninga úr ríkisstjóði. Önnur leið er jákvæð inngrip í húsnæðiskerfið; kerfi sem er nú um stundir venjulegum launamanni fullkomlega ofviða. Fleiri leiðir eru færar en pilitískan vilja þarf til. Þessi aðkoma ríkisvaldsins myndi einnig greiða fyrir komandi samningum við opinbera starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Sem og bæta í nýgerða samninga. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa til ríkisstjórnarinnar að verkin verði látin tala. Það er að vísu eitthvað sem sjaldan sést, því sitjandi ríkisstjórn og forystufólk hennar virðist hafa þann einasta metnað að sitja meðan sætt er. Ágreiningur er um minni og stærri mál og þau eru „leyst" með aðgerðarleysi. Það virðist þegjandi samkomulag um að gera sem minnst. En nú er ekki í boði að vera stikkfrí. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samfylkingin Mest lesið Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Hvernig er unnt að höggva á hnútinn í kjaradeilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins? Það virðist langt til lands og harkan færist í aukana með áformum atvinnurekenda um verkbann á 20 þúsund félaga verkalýðsfélagsins. Það er olía á eld í þessari kjaradeilu. Vissulega er þrengra um vik um nýár lausnir, þegar fyrir liggur að 80 þúsund launamanna hafa þegar samþykkt kjarasamning; fólk í Starfsgreinasambandinu og Verslunarmannafélaginu. Þegar atvinnurekendur eru síðan farnir að kalla eftir lagasetningu á verkfallið og kjaradeiluna, þar sem Alþingi setur lög sem banna verkföll, þá er í óefni komið. Ekki er ósennilegt að stuðningur við slíkt sé að finna í herbúðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokksiins, en vart verður því trúað fyrirfram að Vinstri grænir taki slíkt í mál. Þar er þó litla staðfestu að finna eins og dæmin sanna. Flestir hljóta að vera sammála því, að lægstu laun á landinu duga engan veginn fyrir framfærslu. Það er óviðunandi. Úr því þarf að bæta. En það er unnt að gera með fleiru en krónutöluhækkunum og breytingum á launatöxtum. Leiguþak og húsnæðisbætur Og kem ég þá að kjarna máls. Svo virðist sem sitjandi ríkisstjórn sé algjörlega stikkfrí í þessari kjaradeilu og er á hliðarlínunni eins og hver annar áhorfandi. Það er óviðunandi. Ríkisstjórninni ber að stíga inn og leggja myndarlega í púkkið. Nokkrar leiðir eru færar í því efni. Ein er sú að setja á leiguþak eða leigubremsu, sem tryggir stöðu og kjör leigjenda í landinu. Þetta hefur jafnaðarfólk kallað eftir, sem og verkalýðshreyfingin, en ríkisstjórninin skellt við skollaeyrum. Þessi aðgerð skiptir máli. Hún kostar ekki peninga úr ríkisstjóði. Önnur leið er jákvæð inngrip í húsnæðiskerfið; kerfi sem er nú um stundir venjulegum launamanni fullkomlega ofviða. Fleiri leiðir eru færar en pilitískan vilja þarf til. Þessi aðkoma ríkisvaldsins myndi einnig greiða fyrir komandi samningum við opinbera starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga. Sem og bæta í nýgerða samninga. Það er sjálfsögð og eðlileg krafa til ríkisstjórnarinnar að verkin verði látin tala. Það er að vísu eitthvað sem sjaldan sést, því sitjandi ríkisstjórn og forystufólk hennar virðist hafa þann einasta metnað að sitja meðan sætt er. Ágreiningur er um minni og stærri mál og þau eru „leyst" með aðgerðarleysi. Það virðist þegjandi samkomulag um að gera sem minnst. En nú er ekki í boði að vera stikkfrí. Höfundur er varaformaður Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun