„Það á enginn þetta skilið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. febrúar 2023 19:15 Systkinin Sigurrós Yrja Jónsdóttir og Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Aðsend Systir manns sem lést á áfangaheimilinu Betra Lífi segist vita til þess að aðstæður þar hafi verið óviðunandi. Eldur kom upp í áfangaheimilinu í gær, þar sem íbúar greiða 140 þúsund krónur á mánuði fyrir herbergi. Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta. Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Bróðir Sigurrósar Yrju Jónsdóttur hét Gunnar Sigurbjörn Indriðason. Hann lést meðan hann var inni á áfangaheimilinu Betra lífi í febrúar á síðasta ári. Hann hafði að sögn Sigurrósar verið í harðri neyslu áður, en verið á leið í meðferð í Krýsuvík skömmu áður en hann lést og dregið mikið úr neyslunni. Nokkrum dögum eftir andlát Gunnars hafi frændi þeirra systkina farið og náð í eigur hans á áfangaheimilið. „Hann fer náttúrulega einhverjum dögum síðar og sækir [þær]. Þá var samt allt ennþá eins og það var, þegar Gunnar lést. Það var ekki búið að taka neitt og hreinsa neitt. Það var ennþá bara blóðuga dýnan og ekki búið að gera neitt. Sem mér finnst segja svo rosalega mikið. Hvar er umhyggjan í þessu starfi? Hvar er virðingin í þessu starfi?“ spyr Sigurrós. Fólk verði að hjálpa hvert öðru Frændi þeirra systkina hafi þá búið á áfangaheimilinu á sama tíma. Hann hafi lýst því að skömmu fyrir andlát Gunnars hafi aðbúnaðurinn verið mjög slæmur. „Það var ekkert þrifið, það var enginn að hugsa um þetta fólk. Það var ekkert eftirlit. Það var fólk í alls konar ástandi. Núll eftirlit. Fyrir utan auðvitað brunavarnirnar, sem flestir þekkja í dag hvað var mikið mál út af.“ Sigurrós þekkir sjálf hvernig það er að vera í neyslu, en hefur verið edrú í sextán ár. Hún þekki því hvernig er að vera beggja megin borðsins. „Við erum öll bara manneskjur. Fólk verður bara að sjá það, að við erum öll bara fólk og við eigum að hjálpa hvert öðru. Það á enginn þetta skilið,“ segir Sigurrós. Ekkert lögbundið eftirlit Í svari velferðarsviðs Reykjavíkurborgar við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að borgin hafi ekki aðkomu að starfsemi áfangaheimilisins, en aðstoði fólk sem þar býr eftir þörfum, hafi það lögheimili í Reykjavík. Þá kemur fram að ekkert lögbundið eftirlit sé með starfsemi áfangaheimila. Sviðinu hafi borist ábendingar frá einstaklingum vegna aðstöðunnar og það hafi komið fyrir að starfsfólk þess hafi gert lögreglu viðvart um ástand í húsinu. Arnar Gunnar Hjálmtýsson, forstöðumaður Betra lífs, vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins en sagði þó í samtali við fréttamann að herbergi þeirra sem búa á heimilinu séu ekki fimm fermetrar, líkt og lýst var í kvöldfréttum í gær. Heldur séu þau frá tíu fermetrum og upp í tuttugu og átta.
Félagsmál Fíkn Reykjavík Tengdar fréttir Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Heyrði öskrað „eldur, eldur“ og svo gaus mökkurinn upp Íbúi áfangaheimilis í Vatnagörðum 18, sem vaknaði við eldsvoða í húsnæðinu í morgun, er sleginn eftir atburði morgunsins. Hann kallar eftir úrbótum í málum fólks með fíknivanda - og telur of hátt að borga 140 þúsund krónur í leigu á litlu herbergi á áfangaheimilinu. 17. febrúar 2023 19:17