Eldræða um forstjóralaun: „Ekki grundvöllur til að tala um sammannleg gildi eða siðferði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. febrúar 2023 10:17 Arnmundur Ernst og Erla María voru gagnrýnin á forstjóralaun. Bylgjan „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði. Að mínu mati.“ Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu. Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Þetta sagði leikarinn Arnmundur Ernst Bachman í Bítinu á Bylgjunni í morgun en hann var þar staddur ásamt Erlu Maríu Davíðsdóttur, blaðamanni á Fréttablaðinu, að ræða fréttir vikunnar. Heitar umræður sköpuðust þegar talið barst að launum forstjóra í samhengi við verkföllin, sem voru í vikunni en var frestað í gær. Eins og fjallað var um á Vísi í gær fékk Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri fjárfestingafélagsins SKEL, tæpar 19 milljónir króna í laun á mánuði í fyrra. Olíubílstjórar hjá Skeljungi, dótturfélagi SKEL, þyrftu að starfa í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjórans. „Þessir menn skipta svo gríðarlega miklu máli fyrir samfélagið. Það var nú einhver fyndinn á samfélagsmiðlum sem sagði: Hvað myndi gerast ef forstjóri SKEL myndi fara í verkfall? Myndi einhver finna fyrir því? Svo kom frétt í gær sem sagði að það tæki 42 mánuði fyrir olíubílstjóra á grunnlaunum að ná upp í hans mánaðarlaunm, sem mér finnst galið,“ sagði Erla í upphafi umræðunnar í Bítinu. Bjöguð viðmið í samfélaginu Arnmundur Ernst leikari tók undir og var heitt í hamsi. „Þeim reiknast að þetta séu einhverjar átján milljónir á mánuði. Þegar maður heyrir svona upphæð, það er eins og hausinn okkar sé ekki gerður til að ná utan um þessar tölur. Hann myndi borga upp íbúðarlánið mitt á mettíma. Hann myndi ekki finna fyrir því,“ segir Arnmundur. „Þetta eru orðin svo ofboðslega bjöguð viðmið í samfélaginu í dag. Ef við erum að normalísera þessar tölur, að þetta sé möguleiki, þá erum við ekki með grundvöll til að tala um sammannleg gildi eða siðferði, að mínu mati.“ Vitum öll að draga þurfi í land Þessi mánaðarlaun séu fyrir hinn almenna Íslending gríðarlegar fjárhæðir. „Við erum líka einhvern vegin á þeim stað í samfélaginu, í heiminum, að við erum að horfa upp á alveg ofboðslega offramleiðslu og ofneyslu og þá er fordæmið svo ofboðslega slæmt, til dæmis fyrir framtíðarkynslóðir,“ segir Arnmundur. „Við vitum öll að við þurfum að draga í land, við bara þorum ekki að tala um það. Síðan ef meðalmaðurinn, eins og ég sem er á listamannalaunum, á að þurfa að pæla í að flokka og fljúga minna og taka allar þessar ákvarðanir, hvaða fordæmi setur þetta? Þegar einhver gæi er með þennan pening á mánuði?“ Hlusta má á umræðuna í spilaranum hér að neðan. Umræðan hefst á tólftu mínútu.
Bítið Tekjur Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Tengdar fréttir Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03 Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17 „Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Bílstjórar þyrftu að vinna í 42 mánuði til að ná mánaðarlaunum forstjóra Bílstjórar hjá Skeljungi þyrftu að vinna í 42 mánuði á grunnlaunum til að ná upp í mánaðarlaun forstjóra SKEL. Grunnlaun bílstjóra eru um og yfir fjögur hundruð þúsund á mánuði en nýr forstjóri SKEL fékk að meðaltali 19 milljónir á mánuði í fyrra. 16. febrúar 2023 17:03
Bensínstöð Orkunnar í Skógarhlíð aðeins opin fyrir neyðaraðila Vegna verkfalls olíubílstjóra er Orkustöðin í Skógarhlíð nú aðeins opin fyrir neyðaraðila. Skeljungur dreifir nú eldsneyti á stöð Orkunnar í Skógarhlíð í samræmi við samþykkt undanþágunefndar Eflingar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Orkunni. 16. febrúar 2023 15:17
„Við þurfum að geta lifað á laununum okkar“ Olíubílstjóri hjá Skeljungi segir verkfallið leggjast vel í sig og kollega sína. Stéttin fái stuðning frá almenningi sem klappar þeim á bakið. 15. febrúar 2023 16:07