Varar fólk við að hamstra eldsneyti Máni Snær Þorláksson skrifar 13. febrúar 2023 19:09 Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, segir hamstur á eldsneyti vera varasamt. Vísir Framkvæmdastjóri Skeljungs segir ljóst að fólk sé farið að hamstra eldsneyti vegna yfirvofandi verkfalls olíubílstjóra. Slökkviliðsstjóri segir hamstrið vera varasamt og mælir með því að fólk sleppi því. „Það er alveg farið að hamstra og það eru allir að verða sér úti um einhver ílát og annað slíkt. Fyrirtækin í landinu náttúrulega eru sérstaklega háð þessu, almenningur að sjálfsögðu líka, en hjá fyrirtækjunum stoppar allt og það er fljótt að stoppa,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þórður segir að landsbyggðin standi betur því þar er ekki Eflingarfólk á leið í verkfall. Þá eigi sjávarútvegurinn að sleppa nokkuð vel frá verkfallinu. Á höfuðborgarsvæðinu mun þó fólk finna fyrir verkfallinu sem mun að öllu óbreyttu skella á næstkomandi miðvikudag. Klippa: Ljóst að fólk er farið að hamstra eldsneyti Þar til verkfallið hefst munu þó allar bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins vera meira og minna fylltar upp í topp. Það þýðir þó ekki að þær muni ekki tæmast þegar verkfallið hefst. „Einstaka stöðvar munu tæmast, þær tæmast hratt. Olíutankarnir á stöðvunum eru ekki það stórir að þeir þoli eitthvað áhlaup á stöðvarnar,“ segir Þórður sem óttast ekki að eldsneytið eigi eftir að klárast allt strax á fimmtudaginn. „En það er alveg klárt að einhverjar stöðvar munu tæmast á fimmtudag og svo fleiri á föstudag. Svo heldur það áfram koll af kolli.“ Margt sem getur farið úrskeiðis Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að borgarbúar séu að hamstra eldsneyti. „Það er margt sem getur farið úrskeiðis þegar fólk er farið að hamstra eldsneyti,“ segir Pétur. Til að mynda þurfi að huga að því í hvernig ílátum eldsneytið er, hvernig það verður flutt og hvar það verður síðan geymt. „Auðvitað hefur fólk, bæði sem er að fara til fjalla og allavega, alltaf haft með sér eldsneyti. Það eru til mjög góðir brúsar í það sem eru þá bara málmbrúsar og auðvitað er mikið til af góðum plastbrúsum líka. En við höfum auðvitað áhyggjur af því ef fólk er farið að safna þessu upp heima hjá sér. Ég geri nú bara ráð fyrir að mjög margir myndu setja þetta í bílskúrinn. Ef upp kemur eldur þá getur hann verið ansi óviðráðanlegur ef þarna eru komnar miklar birgðir af einhverju, sem sagt margir, margir lítrar.“ Klippa: Það getur verið stórvarasamt að hamstra bensín Pétur bendir á að nú þegar getur verið mikið af eldfimum efnum á heimilum fólks, gaskútar, málning og fleira. Það sé því ekki gott að bæta eldsneyti við í jöfnuna. „Ef við erum farin að bæta við ennþá meira og upp kemur eldur þá getur það orðið býsna slæmt fyrir björgunaraðila, slökkviliðsmenn sem þurfa að fara á vettvang, og svo auðvitað fyrir eigurnar sjálfar,“ segir hann. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfisáhrifunum sem geta orðið ef eldsneytið fer í jörðina. „Tiltölulega lítið magn af olíu eða olíuefnum sem fer niður í grunnvatn, það getur mengað alveg gríðarlega mikið og það tekur langan tíma að hreinsast úr náttúrunni,“ segir slökkviliðsstjórinn. Vill að fólk sleppi hamstrinu Þess vegna mælir Pétur með því að fólk sleppi því að hamstra eldsneyti. „Ég hvet fólk eindregið til þess að gera það ekki, reyna að finna aðrar leiðir til þess að komast til og frá vinnu ef þetta fer svona,“ segir hann. „Ef verkfall verður og ef það stendur yfir í lengri tíma þá held ég að við þurfum hvort eð er að finna einhverjar leiðir til þess að komast til og frá. Því það er ekki hægt að hamstra svo mikið eldsneyti að það dugar yfir langt verkfall.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Slökkvilið Reykjavík síðdegis Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira
„Það er alveg farið að hamstra og það eru allir að verða sér úti um einhver ílát og annað slíkt. Fyrirtækin í landinu náttúrulega eru sérstaklega háð þessu, almenningur að sjálfsögðu líka, en hjá fyrirtækjunum stoppar allt og það er fljótt að stoppa,“ segir Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri Skeljungs, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Þórður segir að landsbyggðin standi betur því þar er ekki Eflingarfólk á leið í verkfall. Þá eigi sjávarútvegurinn að sleppa nokkuð vel frá verkfallinu. Á höfuðborgarsvæðinu mun þó fólk finna fyrir verkfallinu sem mun að öllu óbreyttu skella á næstkomandi miðvikudag. Klippa: Ljóst að fólk er farið að hamstra eldsneyti Þar til verkfallið hefst munu þó allar bensínstöðvar höfuðborgarsvæðisins vera meira og minna fylltar upp í topp. Það þýðir þó ekki að þær muni ekki tæmast þegar verkfallið hefst. „Einstaka stöðvar munu tæmast, þær tæmast hratt. Olíutankarnir á stöðvunum eru ekki það stórir að þeir þoli eitthvað áhlaup á stöðvarnar,“ segir Þórður sem óttast ekki að eldsneytið eigi eftir að klárast allt strax á fimmtudaginn. „En það er alveg klárt að einhverjar stöðvar munu tæmast á fimmtudag og svo fleiri á föstudag. Svo heldur það áfram koll af kolli.“ Margt sem getur farið úrskeiðis Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, hefur áhyggjur af því að borgarbúar séu að hamstra eldsneyti. „Það er margt sem getur farið úrskeiðis þegar fólk er farið að hamstra eldsneyti,“ segir Pétur. Til að mynda þurfi að huga að því í hvernig ílátum eldsneytið er, hvernig það verður flutt og hvar það verður síðan geymt. „Auðvitað hefur fólk, bæði sem er að fara til fjalla og allavega, alltaf haft með sér eldsneyti. Það eru til mjög góðir brúsar í það sem eru þá bara málmbrúsar og auðvitað er mikið til af góðum plastbrúsum líka. En við höfum auðvitað áhyggjur af því ef fólk er farið að safna þessu upp heima hjá sér. Ég geri nú bara ráð fyrir að mjög margir myndu setja þetta í bílskúrinn. Ef upp kemur eldur þá getur hann verið ansi óviðráðanlegur ef þarna eru komnar miklar birgðir af einhverju, sem sagt margir, margir lítrar.“ Klippa: Það getur verið stórvarasamt að hamstra bensín Pétur bendir á að nú þegar getur verið mikið af eldfimum efnum á heimilum fólks, gaskútar, málning og fleira. Það sé því ekki gott að bæta eldsneyti við í jöfnuna. „Ef við erum farin að bæta við ennþá meira og upp kemur eldur þá getur það orðið býsna slæmt fyrir björgunaraðila, slökkviliðsmenn sem þurfa að fara á vettvang, og svo auðvitað fyrir eigurnar sjálfar,“ segir hann. Þá sé einnig mikilvægt að huga að umhverfisáhrifunum sem geta orðið ef eldsneytið fer í jörðina. „Tiltölulega lítið magn af olíu eða olíuefnum sem fer niður í grunnvatn, það getur mengað alveg gríðarlega mikið og það tekur langan tíma að hreinsast úr náttúrunni,“ segir slökkviliðsstjórinn. Vill að fólk sleppi hamstrinu Þess vegna mælir Pétur með því að fólk sleppi því að hamstra eldsneyti. „Ég hvet fólk eindregið til þess að gera það ekki, reyna að finna aðrar leiðir til þess að komast til og frá vinnu ef þetta fer svona,“ segir hann. „Ef verkfall verður og ef það stendur yfir í lengri tíma þá held ég að við þurfum hvort eð er að finna einhverjar leiðir til þess að komast til og frá. Því það er ekki hægt að hamstra svo mikið eldsneyti að það dugar yfir langt verkfall.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Bensín og olía Slökkvilið Reykjavík síðdegis Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Sjá meira