Íslensk táknmál er “þjóðtunga” döff Íslendinga Júlía Guðný Hreinsdóttir skrifar 11. febrúar 2023 16:00 Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Táknmál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Dagur íslenska táknmálsins (ÍTM) er þann 11. febrúar, sama dag og afmæli Félags heyrnarlausra. Árið 2011 tóku gildi lög um stöðu íslenskrar tungu og ÍTM. Samkvæmt þeim er íslenska og íslenskt táknmál jafnrétthá til tjáningar og samskipta manna í milli. Þar kemur jafnframt fram að íslenska sé þjóðtunga Íslendinga og opinbert mál á Íslandi. Íslensk táknmál er á sama hátt „þjóðtunga“ um 300 döff íslendinga. Íslenskt táknmál er ekki alþjóðlegt mál heldur sérstakt fyrir Ísland, líkt og önnur tungumál eru ólík á milli landa. Í grein eftir Valgerði Stefánsdóttur sem birtist í Ritinu nú í upphafi árs kemur fram hvernig íslenskt táknmál varð til. Valgerður vísar til þess hvernig alls staðar í heiminum fari sama ferlið af stað þegar heyrnarlaust fólk kemur saman; látbragð verði að tákni og binst í málkerfi með öðrum táknum. Ekki taki nema nokkrar kynslóðir þar til það sé orðið að venjubundnu táknmáli. Það var þegar heyrnarlausum börnum var safnað saman í heimavistarskóla að þau gátu átt félagsleg samskipti, sem leiddu til þess að mál varð til stig af stigi með hverri nýrri kynslóð. Hér á Íslandi byrjaði íslenska táknmálið sem talað er í dag ekki að þróast fyrr en eftir 1944 í Heyrnleysingjaskólanum. Hvers kyns notkun tákna og táknmála var bönnuð í Heyrnleysingjaskólanum eins og víðast hvar í heiminum á þessum tíma og allt fram til ársins 1980. Til þess að táknmál þróist áfram þarf samfélag og var Félag heyrnarlausra mikilvægur vettvangur til þess að skapa samfélag döff fólks og menningu (Valgerður Stefánsdóttir, ritid.hi.is/index.php/ritid) Ég er döff og á döff tvíburabróður. Við erum hluti af stærsta árgangi döff sem fæðst hefur á Íslandi en á árinu 1964 fæddust 34 döff börn vegna rauðu hunda faraldurs. Frá 4 ára aldri vorum við, ásamt döff börnum alls staðar að af landinu, skólaskyld í Heyrnleysingjaskólanum. Við komum í skólann með einhvers konar heimatáknmál en kunnum hvorki íslensku né íslenskt táknmál. Börn utan af landi bjuggu í heimavist skólans og þar þróaðist íslenska táknmálið. Við ´64 hópurinn umgengumst eldri kynslóðir döff úti í garði skólans í frímínútum, af þeim lærðum við málið og þar notuðum við það okkar á milli. Íslenskt táknmál er dæmi um sjálfsprottið mál sem varð til í í samfélagi döff fólks án þess að hafa orðið fyrir áhrifum frá öðrum tungumálum.Sjón veitir samskonar skynörvun í máli eins og heyrn og heilinn vinnur eins með táknmál og raddmál. Þannig tengist hugsun og mál og eru háð hvort öðru á nákvæmlega sama hátt og er unnið með bæði raddmál og táknmál, í sömu málstöðvum heilans. Við döff fólk kynnum okkur sem döff, málminnihlutahóp sem á náttúrulegt tungumál – íslenskt táknmál, sérstaka sögu og menningu en heyrnarstaða okkar skiptir okkur ekki máli. Höfundur er fagstjóri kennslu og táknmálskennari á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun