Um lögmæti búvörusamninga Erna Bjarnadóttir skrifar 10. febrúar 2023 09:01 Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Búvörusamningar Landbúnaður Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum RÚV þann 3. febrúar sl. var umfjöllun um gerð nýrra búvörusamninga. Þar var m.a. tiltekið að núgildandi búvörusamningar hefðu verið gerðir árið 2016 og ættu að gilda út árið 2026 en síðari endurskoðun þeirra stæði nú fyrir dyrum. Í fréttinni kom fram afstaða Bændasamtaka Íslands og matvælaráðherra um hvað leggja bæri áherslu á við endurskoðun samninganna. Þar var enn fremur gerð grein fyrir afstöðu Félags atvinnurekenda og sagði m.a. þetta í fréttinni um afstöðu félagsins: „Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir samningana ólöglega og að ekkert samráð hafi verið haft við hagsmunaaðila.“ Svo mörg voru þau orð og rétt að taka þau til skoðunar. Búvörusamningar byggja á lögum frá Alþingi Núgildandi búvörusamningar voru gerðir í með samningum íslenska ríkisins við Bændasamtök Íslands og fóru viðræður fram árin 2015-2016. Samningaviðræðurnar byggðu á fjölmörgum rannsóknum og gögnum um stöðu landbúnaðar, s.s. skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, skýrslu Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og úttektar Ríkisendurskoðunar um framkvæmd búvörusamninga. Að loknum viðræðum var skrifað undir einn rammasamning um almenn starfsskilyrði landbúnaðarins og þrjá sértæka samninga sem tóku til einstakra landbúnaðargreina, nánar tiltekið nautgriparæktar, sauðfjárræktar og garðyrkju. Heimild fyrir gerð búvörusamninga er að finna í 30. gr. búvörulaga nr. 99/1993 og 3. gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Í 30. gr. búvörulaga segir t.d. að til að vinna að markmiðum stjórnvalda á hverjum tíma um framleiðslu búvara geti ráðherra leitað eftir samningum fyrir hönd ríkisstjórnarinnar við Bændasamtök Íslands um framleiðsluskilyrði, stuðning og stjórn á magni búvara. Að undangenginni undirritun núgildandi búvörusamninga árið 2016 var lagt fram frumvarp á Alþingi (frumvarp til laga um breytingu á búvörulögum, búnaðarlögum og tollalögum) en umrætt frumvarp innleiddi nauðsynlegar breytingar vegna skuldbindinga ríkisins samkvæmt búvörusamningunum. Frumvarpið var samþykkt að loknum þremur umræðum, samkvæmt þingsköpum. Umrædd lög, þ.e. búvörulög, búnaðarlög og lögin sem innleiddu búvörusamningana frá 2016, eru öll almenn lög frá Alþingi, samþykkt við þrjár umræður, sbr. 41. gr. þingskaparlaga nr. 55/1991, send ríkisstjórninni sem lög frá Alþingi, sbr. 42. gr. sömu laga og borin upp við forseta í ríkisráði skv. 19. gr. stjórnarskrárinnar nr. 33/1944. Af þessu leiðir að enginn vafi er um lögmæti núgildandi búvörusamninga, líkt og ráða má af fullyrðingu Félags atvinnurekenda – þvert á móti þábyggja búvörusamningarnir á lögum frá Alþingi. Er hægt að vera sammála um að vera ósammála? Höfundur þessarar greinar hefur oft átt orðastað við framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda um landbúnaðarmál. Þar mætast óneitanlega ólík sjónarmið, stundum eru menn sammála og stundum ekki. Á köflum hefur greinarhöfundur hnykkt á því að rétt sé að vera einfaldlega sammála um að vera ósammála. Nú bregður hins vegar svo við að það er einfaldlega ekki hægt af þeirri einföldu ástæðu að framkvæmdastjórinn hefur rangt fyrir sér – afstaða hans er efnislega röng. Fyrir því liggja ótal gögn, t.d. lög frá Alþingi. Er því ekki annað hægt í stöðunni en að hafna þessari skoðun Félags atvinnurekenda á lögmæti búvörusamninga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun