Að berjast eða barma sér Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar 10. febrúar 2023 08:00 Allt frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins voru kynntir í desember á síðasta ári hefur Efling haldið því fram að þessir samningar væru mistök. Við bentum á að samningarnir tryggja of lága hlutdeild í góðri afkomu fyrirtækja og hagvexti, lyfta ekki tekjum láglaunafólks á Höfuðborgarsvæðinu yfir framfærslumörk og - síðast en ekki síst - verja ekki kaupmátt vinnandi fólks nægjanlega fyrir verðbólgu. Ég sagði um SGS samninginn og aðra samninga sem undirritaðir voru um svipað leyti að þar hefðu forvígismenn samið af sér. Við gagnrýndum jafnframt að hagvaxtaraukanum, sem samið var um árið 2019, var rúllað inn í hækkanir þessara samninga og kynntur á villandi hátt sem afrakstur þeirra. Stjórn Eflingar sendi frá sér ályktun þar hækkanir samninganna voru sagðar ófullnægjandi, með vísun til hagvaxtar, verðbólgu og aðstæðna verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, ritaði hverja greinina á fætur annarri þar sem hann færði fram sömu rök með vísun í gögn og staðreyndir. Í grein á Vísir.is frá 8. desember fór Stefán yfir bæði kosti og galla SGS-samningsins, og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri bæði ódýr og léttvægur í samanburði við Lífskjarasamninganna. Stefán rökstuddi að hækkanir hefðu þurft að vera 20 til 25 þúsund krónum hærri en raunin varð, en það er sambærilegt við kröfur Eflingar í síðasta tilboði til SA frá 8. janúar. Í sölumennskunni í kringum SGS-samninginn var gagnrýni okkar svarað með því hækkanir hans, jafnvel þær lægstu upp á 35 þúsund krónur, myndu halda í við verðbólgu á samningstímanum. Var þar miðað við verðbólguspár Seðlabankans, sem gerðu ráð fyrir all niður í 5% ársverðbólgu í lok árs 2023. Þær spár hafa reynst óraunsæjar, eins og viðurkennt er í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í gær. Í yfirlýsingu sinni viðurkennir Seðlabanki Íslands að ekki hefur tekist að halda niðri verðbólgu um leið og hann tilkynnir enn eina ofsafengna stýrivaxtahækkunina. Forvígismenn stéttarfélaganna sem undirrituðu samningana í desember hafa stigið fram hver á fætur öðrum með viðbrögð af þessu tilefni. Ummæli þeirra gefa til kynna, og segja jafnvel beint út, að þeir hafi talið sig vera að leggja af mörkum til að hemja verðbólgu með því að gera ódýra og slaka kjarasamninga. Jafnframt virðist sem að þessir forvígismenn telji sig hafa með hófsemi sinni eignast kröfu á Seðlabankann að halda stýrivöxtum lágum. Þessi forvígimenn börmuðu sér allir sem einn í fjölmiðlum landsins þegar að stýrivaxtahækkunin hafði verið tilkynnt. Tónninn er svekktur og vonsvikinn. En hvað fékk þá til að halda að léttvægir kjarasamningar þeirra myndu slá á verðbólgu, þegar allir vita að orsakir verðbólgunnar eru ekki launakostnaður heldur afleiðing Covid-faraldursins, stríðsins í Úkraínu og síðast en ekki síst gróðasækni fyrirtækjanna? Og hvað fékk þá til að halda að þeir ættu nokkuð inni hjá Seðlabankanum? Hvað er það í framgöngu íslensku valdastéttarinnar í gegnum tíðina sem fær formenn verkalýðsfélaga til að halda að hún standi óþvinguð við sinn hlut í nokkrum samkomulögum? Það er ekki skynsamlegt af verkalýðsfélögum að semja án nokkurra baktrygginga við sína viðsemjendur. Það er heldur ekki skynsamlegt að byggja kjarasamningagerð á falsvonum um að fáar krónur haldi betur verðmæti sínu en margar. Það er vont að binda sig í samningum á forsendum sem ekki standast, og eiga svo ekkert vopn eftir annað en að barma sér þegar allt er um garð gengið. Við eigum heldur að kjósa baráttu, og undirrita samninga þegar við vitum að barátta okkar hefur skilað boðlegri niðurstöðu fyrir okkur umbjóðendur. Á meðan að verðbólgan étur upp ámátlegar hækkanir hinna lélegu kjarasamninga, afrakstur margumræddra maraþonfunda ríkissáttasemjara, og seðlabankastjóri heldur áfram að refsa alþýðufólki sópar íslensk auðstétt áfram til sín endalausum milljörðum. Ekki einn einasti fundur, stuttur eða langur, er haldinn um þá hræðilegu staðreynd að leigumarkaður höfuðborgarsvæðisins er enn ein arðránsgildran, spennt upp af fjármagnseigendum en íþyngjandi húsnæðiskostnaður leigjenda á Íslandi sá fimmti hæsti af aðildarríkjum OECD. Í flýtinum við að klára kjarasamninga var hagsmunabaráttu leigjenda fórnað á altari hroðvirkninnar. Nú er sú fordæmalausa staða komin upp að ríkissáttasemjari hefur tekið að sér að neyða upp á félagsfólk í Eflingu þeim lélegu samningum sem hann, af algjöru skilnings-, áhuga- og þekkingarleysi sínu á högum vinnuaflsins, sam-feðraði með SA, samninga sem glöddu framkvæmdastjóra SA svo mjög að hann brosti dögum saman, samninga sem að öllum er nú ljóst að duga ekki til nokkurs annars en að frelsa auð- og stjórnmálastéttina undan kröfum vinnandi fólks, samninga sem að munu skilja verkafólk á Íslandi eftir í feni fjárhagsáhyggja og skulda. Þetta er árangurinn af kjarasamningsgerðinni sem aðilar hennar barma sér nú sjálfir yfir – en geta þó ekki með nokkru móti unað öðrum að gera betur með raunverulegri verkalýðsbaráttu. Höfundur er formaður Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Allt frá því að kjarasamningar Starfsgreinasambands Íslands við Samtök atvinnulífsins voru kynntir í desember á síðasta ári hefur Efling haldið því fram að þessir samningar væru mistök. Við bentum á að samningarnir tryggja of lága hlutdeild í góðri afkomu fyrirtækja og hagvexti, lyfta ekki tekjum láglaunafólks á Höfuðborgarsvæðinu yfir framfærslumörk og - síðast en ekki síst - verja ekki kaupmátt vinnandi fólks nægjanlega fyrir verðbólgu. Ég sagði um SGS samninginn og aðra samninga sem undirritaðir voru um svipað leyti að þar hefðu forvígismenn samið af sér. Við gagnrýndum jafnframt að hagvaxtaraukanum, sem samið var um árið 2019, var rúllað inn í hækkanir þessara samninga og kynntur á villandi hátt sem afrakstur þeirra. Stjórn Eflingar sendi frá sér ályktun þar hækkanir samninganna voru sagðar ófullnægjandi, með vísun til hagvaxtar, verðbólgu og aðstæðna verkafólks á höfuðborgarsvæðinu. Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, ritaði hverja greinina á fætur annarri þar sem hann færði fram sömu rök með vísun í gögn og staðreyndir. Í grein á Vísir.is frá 8. desember fór Stefán yfir bæði kosti og galla SGS-samningsins, og komst að þeirri niðurstöðu að hann væri bæði ódýr og léttvægur í samanburði við Lífskjarasamninganna. Stefán rökstuddi að hækkanir hefðu þurft að vera 20 til 25 þúsund krónum hærri en raunin varð, en það er sambærilegt við kröfur Eflingar í síðasta tilboði til SA frá 8. janúar. Í sölumennskunni í kringum SGS-samninginn var gagnrýni okkar svarað með því hækkanir hans, jafnvel þær lægstu upp á 35 þúsund krónur, myndu halda í við verðbólgu á samningstímanum. Var þar miðað við verðbólguspár Seðlabankans, sem gerðu ráð fyrir all niður í 5% ársverðbólgu í lok árs 2023. Þær spár hafa reynst óraunsæjar, eins og viðurkennt er í yfirlýsingu peningastefnunefndar Seðlabankans í gær. Í yfirlýsingu sinni viðurkennir Seðlabanki Íslands að ekki hefur tekist að halda niðri verðbólgu um leið og hann tilkynnir enn eina ofsafengna stýrivaxtahækkunina. Forvígismenn stéttarfélaganna sem undirrituðu samningana í desember hafa stigið fram hver á fætur öðrum með viðbrögð af þessu tilefni. Ummæli þeirra gefa til kynna, og segja jafnvel beint út, að þeir hafi talið sig vera að leggja af mörkum til að hemja verðbólgu með því að gera ódýra og slaka kjarasamninga. Jafnframt virðist sem að þessir forvígismenn telji sig hafa með hófsemi sinni eignast kröfu á Seðlabankann að halda stýrivöxtum lágum. Þessi forvígimenn börmuðu sér allir sem einn í fjölmiðlum landsins þegar að stýrivaxtahækkunin hafði verið tilkynnt. Tónninn er svekktur og vonsvikinn. En hvað fékk þá til að halda að léttvægir kjarasamningar þeirra myndu slá á verðbólgu, þegar allir vita að orsakir verðbólgunnar eru ekki launakostnaður heldur afleiðing Covid-faraldursins, stríðsins í Úkraínu og síðast en ekki síst gróðasækni fyrirtækjanna? Og hvað fékk þá til að halda að þeir ættu nokkuð inni hjá Seðlabankanum? Hvað er það í framgöngu íslensku valdastéttarinnar í gegnum tíðina sem fær formenn verkalýðsfélaga til að halda að hún standi óþvinguð við sinn hlut í nokkrum samkomulögum? Það er ekki skynsamlegt af verkalýðsfélögum að semja án nokkurra baktrygginga við sína viðsemjendur. Það er heldur ekki skynsamlegt að byggja kjarasamningagerð á falsvonum um að fáar krónur haldi betur verðmæti sínu en margar. Það er vont að binda sig í samningum á forsendum sem ekki standast, og eiga svo ekkert vopn eftir annað en að barma sér þegar allt er um garð gengið. Við eigum heldur að kjósa baráttu, og undirrita samninga þegar við vitum að barátta okkar hefur skilað boðlegri niðurstöðu fyrir okkur umbjóðendur. Á meðan að verðbólgan étur upp ámátlegar hækkanir hinna lélegu kjarasamninga, afrakstur margumræddra maraþonfunda ríkissáttasemjara, og seðlabankastjóri heldur áfram að refsa alþýðufólki sópar íslensk auðstétt áfram til sín endalausum milljörðum. Ekki einn einasti fundur, stuttur eða langur, er haldinn um þá hræðilegu staðreynd að leigumarkaður höfuðborgarsvæðisins er enn ein arðránsgildran, spennt upp af fjármagnseigendum en íþyngjandi húsnæðiskostnaður leigjenda á Íslandi sá fimmti hæsti af aðildarríkjum OECD. Í flýtinum við að klára kjarasamninga var hagsmunabaráttu leigjenda fórnað á altari hroðvirkninnar. Nú er sú fordæmalausa staða komin upp að ríkissáttasemjari hefur tekið að sér að neyða upp á félagsfólk í Eflingu þeim lélegu samningum sem hann, af algjöru skilnings-, áhuga- og þekkingarleysi sínu á högum vinnuaflsins, sam-feðraði með SA, samninga sem glöddu framkvæmdastjóra SA svo mjög að hann brosti dögum saman, samninga sem að öllum er nú ljóst að duga ekki til nokkurs annars en að frelsa auð- og stjórnmálastéttina undan kröfum vinnandi fólks, samninga sem að munu skilja verkafólk á Íslandi eftir í feni fjárhagsáhyggja og skulda. Þetta er árangurinn af kjarasamningsgerðinni sem aðilar hennar barma sér nú sjálfir yfir – en geta þó ekki með nokkru móti unað öðrum að gera betur með raunverulegri verkalýðsbaráttu. Höfundur er formaður Eflingar.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun