Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 19:55 Hinn tólf ára Kristófer heldur hér á Leó litla sem fannst heill á húfi eftir bruna síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley, móðir Kristófers, er vongóð um að hinn kisi fjölskyldunnar snúi aftur heim og það er margt sem bendir til þess að hann muni gera að. Vísir/Egill Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti. „Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni. Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni.
Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
„Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02