Missti nær allar eigur sínar í bruna en ekki kettlinginn Leó Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. febrúar 2023 19:55 Hinn tólf ára Kristófer heldur hér á Leó litla sem fannst heill á húfi eftir bruna síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley, móðir Kristófers, er vongóð um að hinn kisi fjölskyldunnar snúi aftur heim og það er margt sem bendir til þess að hann muni gera að. Vísir/Egill Það er ekki nema von að hinum 12 ára gamla Kristófer Adam Stefánssyni hafi brugðið við að sjá herbergið sitt eftir að eldur kviknaði út frá hleðslutæki síðastliðið laugardagskvöld. Helga Sóley Hilmarsdóttir, móðir hans, segir eldsvoðann hafa verið líkt og þruma úr heiðskíru lofti. „Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni. Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Við ætluðum bara að hafa það huggulegt og fara að horfa á einhvern þátt og svona þegar litlan væri sofnuð en þá fór bara allt í gang bara reykskynjarinn á fullt og við sjáum bara stíga reyk út úr herberginu og drengurinn nálgast herbergið og kallar bara „mamma! það er eldur!“ og þá bara logar púði í rúminu hjá honum.“ Kristófer missti nær allar sínar eigur í brunanum en þó blessunarlega ekki kettlinginn Leó. Kristófer brýnir fyrir öllum að huga vel að eldvörnum.Vísir/Egill Þið voruð svolítið hrædd um að Leó væri týndur á einhverjum tímapunkti. „Já, af því hann er lítill og svartur og það var allt svart hérna inni í reyk og allt þannig að já, við vorum svolítið stressuð um hann en hann fannst sem betur fer,“ segir Kristófer feginn. Eruði bestu vinir? „Já hann er mjög skemmtilegur sko.“ En Leó litli er ekki eini kisinn á heimilinu því fjölskyldan á líka fjögurra ára fress sem hún hefur ekki séð frá bruna en ekki er öll von úti. „Þegar við mættum hérna núna þá tókum við eftir því að það eru bæði komin kattarspor hérna fyrir utan gluggann og hann er búinn að koma og fá sér að borða. Það eru allar líkur á að hann komi heim.“ Kristófer er reynslunni ríkari eftir eldsvoðann. Nær allt sem var í herbergi Kristófers er ónýtt eftir brunann.Vísir/egill „Passa þarf að hafa ekki hleðslutæki upp í rúminu svo það kvikni ekki í rúminu ykkar eða herberginu ykkar aða bara jafnvel húsinu ykkar,“ segir Kristófer ábyrgðarfullur en hann og litli bróðir hans hringdu á slökkviliðið þegar eldurinn kom upp og náðu því þannig mögulega að forða frekara tjóni.
Garðabær Slökkvilið Dýr Kettir Tengdar fréttir „Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02 Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
„Mamma, það er eldur!“ Eldur kviknaði í herbergi tólf ára drengs í fjölbýlishúsi í Garðabænum um helgina. Móðir drengsins reyndi að ráða niðurlögum eldsins en þurfti að lokum að játa sig sigraða og flýja með börnin út á svalir. 6. febrúar 2023 18:02