„Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá“ Siggeir F. Ævarsson skrifar 2. febrúar 2023 22:58 Benedikt Guðmundsson segir að sínir menn hafi oft spilað betur en þeir gerðu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, slapp með skrekkinn í kvöld þegar hans menn lögðu Stjörnuna í sveiflukenndum leik í Subway-deild karla. Hann hrósaði Stjörnumönnum fyrir þeirra frammistöðu sem gáfu Njarðvíkingum heldur betur alvöru leik í kvöld. „Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík. Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
„Algjörlega. Stjarnan var virkilega flott hérna, eiginlega bara frábær. Vantaði lykilmenn en samt var Stjarnan hrikalega flott. Bara „kudos“ á Stjörnuna hér í kvöld. Við erum að elta bara allan fyrri hálfleikinn. Við náum þessu forskoti þarna í seinni en Stjarnan kemur bara til baka með frábært áhlaup. Það er ekkert hægt annað en að hrósa þeim, þeir voru búnir að missa Svíann útaf með fimm og þá stigu bara aðrir upp. Ekki okkar besti leikur í vetur, langt í frá, og ég var ekkert beint að hrósa mönnum inni í klefa áðan en það má ekkert taka það frá Stjörnunni að það voru leikmenn þarna sem stigu virkilega vel upp hjá þeim.“ Njarðvíkingar tóku alls 30 víti í kvöld en Dedrick Basile fór aðeins einu sinni á vítalínuna. Það vakti athygli blaðamanns að þar til rétt í blálokin voru Stjörnumenn aðeins búnir að brjóta einu sinni á honum. Benni sagði að þetta væri sennilega einstakur atburður í körfuboltasögunni. „Það hefur held ég bara aldrei gerst og mun örugglega aldrei gerast aftur. Ef menn skoða leikinn þá get ég lofað því að það var brotið á honum oftar.“ Mario Matosovic fór mikinn í þriðja leikhluta og skoraði 10 stig á stuttum kafla. Honum tókst þó nokkurn veginn að stroka þá frammistöðu út undir lokin þegar hann braut klaufalega á Arnþóri Frey í þristi, fékk sína fimmtu villu og síðan tæknivillu í kaupbæti. „Þetta var, já. Hann fær þarna fimmtu villuna og slær svo í rimlana og fær tæknivillu líka. Það eru bara fjögur stig, þeir fá boltann og skora og allt í einu er orðið jafnt. Sjö stiga sveifla sem var ansi vont fyrir okkur en sem betur fer náðum við að stilla okkur af aftur og koma og starta áhlaupi.“ Þrátt fyrir sveiflukenndan leik þá sagðist Benni vera ánægður með stigadreifinguna og hvað margir lögðu í púkkið. „Stigadreifingin var góð, 10 menn sem skora og margir að „chippa“ inn en það var enginn svona sem átti frábæran leik. En við náðum að „grænda“ þennan og ég er ánægður með að hafa tekið stigin. En Stjarnan hefði alveg átt skilið eitthvað meira en þetta.“ Það má sennileg færa þennan sigur til bókar sem „iðnaðarsigur“, og þeir gefa tvö stig eins og aðrir. Fimm sigrar í röð í hús hjá Njarðvíkingum sem halda pressu á hinum toppliðunum, Val og Keflavík.
Subway-deild karla UMF Njarðvík Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Fótbolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Sjá meira
Leik lokið: Njarðvík - Stjarnan 93-86 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð Njarðvíkingar unnu góðan sjö stiga sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 93-86. Þetta var sjötti sigur Njarðvíkinga í röð á heimavelli og liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliði Vals. 2. febrúar 2023 23:12
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins