Finnland og Svíþjóð ætli hönd í hönd í NATO Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. febrúar 2023 19:40 Marin og Kristersson sögðu ekki koma til greina að Finnar gengju í NATO og skildu Svía eftir fyrir utan bandalagið. Atila Altuntas/Getty Finnland og Svíþjóð stefna enn að því að ganga í Atlantshafsbandalagið, NATO, á sama tíma, þrátt fyrir andstöðu Tyrkja við aðild Svía að bandalaginu. Þetta ítrekuðu forsætisráðherrar ríkjanna tveggja á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag. Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, sagði á dögunum að Tyrkir myndu mögulega leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að bandalaginu án þess að samþykkja umsókn Svía á sama tíma. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja umsóknir utanaðkomandi ríkja að bandalaginu til að þær nái fram að ganga. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki NATO sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda, sem hann sjálfur vísaði til sem „hryðjuverkamanna“. Svíþjóð sé ekki vandræðabarn Á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag sögðu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, það vera af og frá að Finnar færu inn í bandalagið á undan Svíum. „Ég kann ekki við að litið sé á Svíþjóð sem eitthvað vandræðabarn í þessu samhengi. Sú er ekki raunin,“ sagði Marin og bætti við að Svíþjóð uppfyllti öll þau skilyrði sem þyrfti til að ganga í bandalagið. „Við hófum þessa vegferð í átt að aðild saman og munum halda henni áfram,“ sagði Kristersson á fundinum. NATO Svíþjóð Finnland Tyrkland Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. 30. janúar 2023 08:14 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands, sagði á dögunum að Tyrkir myndu mögulega leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að bandalaginu án þess að samþykkja umsókn Svía á sama tíma. Öll aðildarríki NATO þurfa að samþykkja umsóknir utanaðkomandi ríkja að bandalaginu til að þær nái fram að ganga. Tyrkland og Ungverjaland eru einu aðildarríki NATO sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um umsóknir Finna og Svía en gert er ráð fyrir að ungverska þingið taki þær til umræðu í febrúar. Erdogan sagði á fundinum í gær að Tyrkir gætu mögulega „sjokkerað“ Svía með því að segja já við Finnland en halda að sér höndum hvað varðar Svíþjóð. Þá ítrekaði hann kröfu sína um að Svíar framseldu hóp Kúrda, sem hann sjálfur vísaði til sem „hryðjuverkamanna“. Svíþjóð sé ekki vandræðabarn Á blaðamannafundi í Stokkhólmi í dag sögðu Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, og Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, það vera af og frá að Finnar færu inn í bandalagið á undan Svíum. „Ég kann ekki við að litið sé á Svíþjóð sem eitthvað vandræðabarn í þessu samhengi. Sú er ekki raunin,“ sagði Marin og bætti við að Svíþjóð uppfyllti öll þau skilyrði sem þyrfti til að ganga í bandalagið. „Við hófum þessa vegferð í átt að aðild saman og munum halda henni áfram,“ sagði Kristersson á fundinum.
NATO Svíþjóð Finnland Tyrkland Tengdar fréttir Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38 Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04 Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. 30. janúar 2023 08:14 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Tékklandsforseti vill Úkraínu í Nató um leið og stríðinu lýkur Nýkjörinn forseti Tékklands segist þeirrar skoðunar að Úkraína eigi að fá inngöngu í Atlantshafsbandalagið. 1. febrúar 2023 07:38
Biðja sænska ríkisborgara að gæta sín Sænsk yfirvöld biðja ríkisborgara sína að forðast mannmergð í Tyrklandi. Kveikt var í Kóraninum á mótmælafundi í sænsku höfuðborginni Stokkhólmi í vikunni og sögðu tyrknesk stjórnvöld að Svíar ættu ekki að gera ráð fyrir stuðningi þeirra vegna umsóknar að NATO. 28. janúar 2023 22:04
Segir Tyrki mögulega munu hleypa Finnum inn án Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segir Tyrki mögulega munu leggja blessun sína yfir aðildarumsókn Finna að Atlantshafsbandalaginu án þess að samþykkja að hleypa Svíum inn á sama tíma. 30. janúar 2023 08:14