Klitschko reiður vegna Rússa á ÓL: Með gullmedalíu í að nauðga konum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2023 09:31 Wladimir Klitschko var ekkert að spara stóru orðin þegar hann talaði gegn inntöku Rússa á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Getty/ Eóin Noonan Einn frægasti íþróttamaður í sögu Úkraínu sparaði ekki stóru orðin þegar hann gagnrýndi fréttirnar af því að Alþjóðaólympíunefndin, IOC, vilji finna leið fyrir Rússa og Hvít-Rússa til að taka þátt í Ólympíuleikunum í París á næsta ári. Úkraínska hnefaleikagoðsögnin Wladimir Klitschko setti inn myndband á samfélagsmiðla þar sem hann lýsir yfir reiði sinni og hneykslun vegna þessara frétta. „Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum,“ sagði Wladimir Klitschko meðal annars í myndbandinu sem hann setti inn á Facebook en hann gekk líka enn lengra. Olympic gold medalist Wladimir Klitschko has joined Ukraine's fight against IOC plans to let some Russians compete at the 2024 Paris Summer Games. https://t.co/vpNox5iNDh— The Associated Press (@AP) January 31, 2023 Alþjóðaólympíunefndin vill að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að keppa á leikunum en undir hlutlausum fána. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni vegna þessa en fáir hafa þó gengið eins langt í gagnrýni sinni og Klitschko. Klitschko er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt hnefaleikanna. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, bauð Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, að koma í heimsókn í bæinn Bachmut, þar sem miklir bardagar hafa staðið yfir í vetur. Klitschko beindi orðum sínum beint til Thomas Bach og það voru þung orð sem hann lét út úr sér. „Þú leggur til að leyfa Rússum og Hvít-Rússum að keppa á Ólympíuleikunum í París. Ég get sagt þér að Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum. Þeir eru með gullmedalíu í að ræna börnum og nauðga konum. Þú getur ekki sett Ólympíuhringina á þessa glæpi þeirra því um leið verður þú vitorðsmaður í þessu svívirðilega stríði,“ sagði Klitschko. Today russians have the gold medal in war crimes, deportation of children and rape of women. You can't put your @Olympics emblem on these crimes dear Thomas Bach. @iocmedia #RoadToParis2024 #StopTheWar pic.twitter.com/v9ohDb13xe— Klitschko (@Klitschko) January 30, 2023 Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíuleikar 2024 í París Box Rússland Úkraína Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Úkraínska hnefaleikagoðsögnin Wladimir Klitschko setti inn myndband á samfélagsmiðla þar sem hann lýsir yfir reiði sinni og hneykslun vegna þessara frétta. „Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum,“ sagði Wladimir Klitschko meðal annars í myndbandinu sem hann setti inn á Facebook en hann gekk líka enn lengra. Olympic gold medalist Wladimir Klitschko has joined Ukraine's fight against IOC plans to let some Russians compete at the 2024 Paris Summer Games. https://t.co/vpNox5iNDh— The Associated Press (@AP) January 31, 2023 Alþjóðaólympíunefndin vill að rússneskir og hvít-rússneskir íþróttamenn fái að keppa á leikunum en undir hlutlausum fána. Margir hafa lýst yfir óánægju sinni vegna þessa en fáir hafa þó gengið eins langt í gagnrýni sinni og Klitschko. Klitschko er fyrrverandi heimsmeistari í þungavigt hnefaleikanna. Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, bauð Thomas Bach, forseta Alþjóðaólympíunefndarinnar, að koma í heimsókn í bæinn Bachmut, þar sem miklir bardagar hafa staðið yfir í vetur. Klitschko beindi orðum sínum beint til Thomas Bach og það voru þung orð sem hann lét út úr sér. „Þú leggur til að leyfa Rússum og Hvít-Rússum að keppa á Ólympíuleikunum í París. Ég get sagt þér að Rússar eru Ólympíumeistarar í glæpum gegn almennum borgurum. Þeir eru með gullmedalíu í að ræna börnum og nauðga konum. Þú getur ekki sett Ólympíuhringina á þessa glæpi þeirra því um leið verður þú vitorðsmaður í þessu svívirðilega stríði,“ sagði Klitschko. Today russians have the gold medal in war crimes, deportation of children and rape of women. You can't put your @Olympics emblem on these crimes dear Thomas Bach. @iocmedia #RoadToParis2024 #StopTheWar pic.twitter.com/v9ohDb13xe— Klitschko (@Klitschko) January 30, 2023
Innrás Rússa í Úkraínu Ólympíuleikar 2024 í París Box Rússland Úkraína Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira