„Hraðakstur er dauðans alvara“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 19:31 Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum. Slysið varð laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn var nýbúinn að taka framúr þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Fimm voru fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. Þó var mikið viðbragð á vettvangi og gatan lokuð í um einn og hálfan klukkutía á meðan aðgerðir viðbragðsaðila stóðu þar yfir. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang auk fjölda lögreglubíla. Að sögn sjónarvotta, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, voru tveir ungir ökumenn í einhvers konar kappakstri áður en annar þeirra lenti í árekstrinum. Kappakstursmennirnir voru nýbúnir að taka fram úr sjónarvottunum þegar slysið varð. Sjónarvottarnir telja að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Á norðurströnd er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Þá segja þeir að það hafi verið buið að fjarlægja númeraplötur af báðum bílum. Fjórir voru í kappakstursbílnum en ein kona í bílnum sem hann lenti framan a. Sjónarvottar segja konuna hafa verið í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi verið ögn rólegri en hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Lögregla segir að þó árekstur verði á fimmtíu kílómetra hraða, eins og hámarkið er á Norðurströnd, geti það valdið miklu tjóni. „Ef þú lendir á steinvegg á fimmtíu kílómetra hraða þá verður höggið mjög mikið og afleiðingarnar þar af leiðandi mjög miklar. Þess vegna er þessi þrjátíu kílómetra hámarkshraði í mörgum hverfum til að lágmarka þetta,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar. Lögreglan sé hrifin af áformum um lækkun hámarkshraða. „Að sjálfsögðu er lögreglan hrifin af því þegar við lágmörkum hættuna á árekstrum,“ segir Aðalsteinn. „Hraðakstur er dauðans alvara og við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir svoleiðis þegar við getum en biðlum til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Seltjarnarnes Samgönguslys Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Slysið varð laust eftir klukkan ellefu í gærkvöldi. Annar ökumaðurinn var nýbúinn að taka framúr þegar hann lenti framan á hinum, sem kom úr gagnstæðri átt. Fimm voru fluttir á sjúkrahús. Að sögn lögreglu var hluti farþega ekki í bílbelti en enginn slasaðist alvarlega. Þó var mikið viðbragð á vettvangi og gatan lokuð í um einn og hálfan klukkutía á meðan aðgerðir viðbragðsaðila stóðu þar yfir. Fjórir sjúkrabílar og einn dælubíll voru sendir á vettvang auk fjölda lögreglubíla. Að sögn sjónarvotta, sem fréttastofa hefur rætt við í dag, voru tveir ungir ökumenn í einhvers konar kappakstri áður en annar þeirra lenti í árekstrinum. Kappakstursmennirnir voru nýbúnir að taka fram úr sjónarvottunum þegar slysið varð. Sjónarvottarnir telja að þeir hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Á norðurströnd er fimmtíu kílómetra hámarkshraði. Þá segja þeir að það hafi verið buið að fjarlægja númeraplötur af báðum bílum. Fjórir voru í kappakstursbílnum en ein kona í bílnum sem hann lenti framan a. Sjónarvottar segja konuna hafa verið í miklu áfalli. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar hafi verið ögn rólegri en hann var fljótur að ná í símann og taka myndband af skemmdunum, að því er virtist til að deila á samfélagsmiðlum. Lögregla segir að þó árekstur verði á fimmtíu kílómetra hraða, eins og hámarkið er á Norðurströnd, geti það valdið miklu tjóni. „Ef þú lendir á steinvegg á fimmtíu kílómetra hraða þá verður höggið mjög mikið og afleiðingarnar þar af leiðandi mjög miklar. Þess vegna er þessi þrjátíu kílómetra hámarkshraði í mörgum hverfum til að lágmarka þetta,“ segir Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar. Lögreglan sé hrifin af áformum um lækkun hámarkshraða. „Að sjálfsögðu er lögreglan hrifin af því þegar við lágmörkum hættuna á árekstrum,“ segir Aðalsteinn. „Hraðakstur er dauðans alvara og við reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir svoleiðis þegar við getum en biðlum til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Seltjarnarnes Samgönguslys Tengdar fréttir Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12 Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47 Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Lýsir aðdraganda bílslyssins á Seltjarnarnesi Kona sem varð vitni að alvarlegum árekstri á Seltjarnarnesi í gærkvöld segir betur hafa farið en á horfðist þegar tveir bílar skullu saman eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. 28. janúar 2023 14:12
Áreksturinn varð eftir kappakstur ungra manna Alvarlegt bílslys varð á Seltjarnarnesi í gærkvöldi eftir kappakstur tveggja ungra ökumanna. Fimm voru fluttir á slysadeild í kjölfarið. 28. janúar 2023 11:47
Alvarlega slasaður eftir harðan árekstur á Seltjarnarnesi Fimm slösuðust eftir harðan tveggja bíla árekstur á Norðurströnd á Seltjarnarnesi á tólfta tímanum í kvöld, þar af einn alvarlega. Unnið er að því að koma fólki á sjúkrahús. 27. janúar 2023 23:57