Alltof algengt að hvalir drepist við að festast í veiðarfærum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2023 20:32 Edda Elísabet Magnúsdóttir, sjávarlíffræðingur, segir allt of marga hvali drepast við að festast í veiðarfærum við strendur Íslands. Einn til tveir hvalir drepast árlega við Ísland vegna þessa. Vísir/Egill Alltof algengt er að hvalir hafi drepist við það að festast í veiðarfærum við Íslandsstrendur. Þetta segir hvalasérfræðingur, en ungur hnúfubakur fannst dauður með veiðarfæri vafinn um hausinn úti fyrir Njarðvík um helgina. Myndir af hvalshræinu voru teknar á sunnudag, þar sem það rak í sjónum fyrir utan Njarðvík. Á myndunum má sjá veiðarfæri, sem höfðu flækst um haus dýrsins, og drógu hann að öllum líkindum til dauða. „Það hefur algjörlega hindrað hann í að geta veitt. Það kannski hefur ekki endilega alveg lokað fyrir öndunarveginn á honum en smátt og smátt gefst hann upp og drukknar. Svo hann hlýtur ansi slæman dauðdaga þessi ungi hvalur,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur. Athygli vakti að fjórir fullvaxta hnúfubakar syntu i nágrenni við hvalshræið sem Edda segir ekki óeðlilegt. „Þeir eru mjög forvitnir um hvern annan, þeir eru miklar félagsverur. Það eru sífellt fleiri dæmi um að hnúfubakar aðstoði aðrar lífverur í háska,“ segir Edda. Atvik á borð við þetta séu allt of algeng við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að um tuttugu prósent hnúfubaka við ísland hafi lent í veiðarfærum. „Veiðarfæri og rusl í sjónum hefur aukist gríðarlega í sjónum síðustu áratugi á sama tíma og stofninn er að vinna sig aftur upp. Hér er ný ógn fyrir þessi dýr og virðist taka töluvert af dýrum á ári.“ Grípa þurfi til aðgerða fyrir þennan stofn sem áður hefur verið í útrýmingarhættu. „Það er mikilvægt að við horfum á þessi tilfelli sem rauð flögg. Þetta er alvarlegt, þetta er eitthvað sem við þurfum að mæta. Þetta er ein af helstu dánarorsökum stórra hvala í heiminum í dag,“segir Edda. „Það er okkar sök að þessi dýr eru að lenda í þessum aðstæðum og allt of oft.“ Dýr Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjanesbær Tengdar fréttir Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Myndir af hvalshræinu voru teknar á sunnudag, þar sem það rak í sjónum fyrir utan Njarðvík. Á myndunum má sjá veiðarfæri, sem höfðu flækst um haus dýrsins, og drógu hann að öllum líkindum til dauða. „Það hefur algjörlega hindrað hann í að geta veitt. Það kannski hefur ekki endilega alveg lokað fyrir öndunarveginn á honum en smátt og smátt gefst hann upp og drukknar. Svo hann hlýtur ansi slæman dauðdaga þessi ungi hvalur,“ segir Edda Elísabet Magnúsdóttir sjávarlíffræðingur. Athygli vakti að fjórir fullvaxta hnúfubakar syntu i nágrenni við hvalshræið sem Edda segir ekki óeðlilegt. „Þeir eru mjög forvitnir um hvern annan, þeir eru miklar félagsverur. Það eru sífellt fleiri dæmi um að hnúfubakar aðstoði aðrar lífverur í háska,“ segir Edda. Atvik á borð við þetta séu allt of algeng við Íslandsstrendur en rannsóknir sýna að um tuttugu prósent hnúfubaka við ísland hafi lent í veiðarfærum. „Veiðarfæri og rusl í sjónum hefur aukist gríðarlega í sjónum síðustu áratugi á sama tíma og stofninn er að vinna sig aftur upp. Hér er ný ógn fyrir þessi dýr og virðist taka töluvert af dýrum á ári.“ Grípa þurfi til aðgerða fyrir þennan stofn sem áður hefur verið í útrýmingarhættu. „Það er mikilvægt að við horfum á þessi tilfelli sem rauð flögg. Þetta er alvarlegt, þetta er eitthvað sem við þurfum að mæta. Þetta er ein af helstu dánarorsökum stórra hvala í heiminum í dag,“segir Edda. „Það er okkar sök að þessi dýr eru að lenda í þessum aðstæðum og allt of oft.“
Dýr Umhverfismál Sjávarútvegur Reykjanesbær Tengdar fréttir Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Hvalur flæktist í hengingaról Hræ af hvalskálfi vakti athygli vegfaranda við ströndina við Innri Njarðvík í gær. Hvalurinn virðist hafa hafa flækst í línu af veiðarfærum og hlotið slæman dauðdaga. 22. janúar 2023 19:31