Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. janúar 2023 12:08 Margir þurftu að bíða á Keflavíkurflugvelli í gær vegna óveðursins sem þar geysaði. Vísir/Steingrímur Dúi Óveðrið og óvenju mikil hálka á Keflavíkurflugvelli í gær réði því að flugvél Icelandair losnaði af festingum og rakst í landgang á vellinum að sögn framkvæmdastjóra rekstrarsviðs. Flugfarþegar hafi lengst þurft að bíða í tíu tíma í vélunum í gær vegna veðursins. Ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið á laugardagskvöld en á sunnudagsmorgninum breyttist hún í appelsínugula viðvörun. Allt flug var fellt niður en á þeim tíma voru átta flugvélar frá Bandaríkjunum lentar á Keflavíkurflugvelli. Átta hundruð farþegar í sex vélum þurftu svo að bíða í allt að tíu tíma í vélunum á vellinum í gær vegna veðursins. Jens Bjarnason framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. „Það eina sem liggur alveg fyrir er að þessar aðstæður, veðurhæðin, þessi langi tími sem hvassviðrið varði og þessi mikla hálka á vellinum, þetta var allt mun verra heldur en ástæða var til að ætla miðað við þau gögn sem lágu fyrir og þær spár sem við höfðum,“ segir Jens. Jens segir afar sjaldgæft að slíkt komi upp. „Þetta getur komið fyrir, en svona mikill vindur samfara þessari miklu hálku á yfirborðinu á akstursbrautum eru sem betur fer mjög sjaldgæfar aðstæður. Í fyrsta lagi erfitt fyrir tæki að athafna sig við þessar aðstæður, því þó þú komir sandi eða hálkueyðandi efni á brautina þá fýkur þetta í burtu um leið í svona veðri,“ segir hann. Flugvél Icelandair losnaði af festingum í veðurofsanum í gær og rakst í landgang. „Það er tjón á vélinni, það er ekki alvarlegt en hún verður úr rekstri í nokkra daga meðan gert er við annan vænginn sem rakst í landganginn. Auðvitað eru allir slegnir yfir því að svona gerist. Í þessu tilviki var búið að setja klossa fyrir og ganga frá vélinni eins og allar reglur og okkar verklag kallar á sem sýnir hversu ótrúlegar þessar aðstæður voru. Vélar hafa áður losnað á vellinum Jens segir þó að þetta hafi gerst áður. „Þetta hefur komið fyrir áður sem betur fer ekki oft,“ segir hann. Aðspurður um hvort það þurfi að endurskoða festingar á vélunum svarar Jens. „Það er bara eins og eftir svona krísu við förum yfir málin með vellinum og aðra aðila sem að þessu koma,“ segir Jens. Fram kom í samtali við flugfarþega í gær að hurð hefði fokið af bíl sem var á leið að flugvél. Jens segir það mál hafi ekki komið á sitt borð telur að bíllinn hafi ekki tilheyrt félaginu. Icelandair Veður Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Veðurstofan gaf út gula veðurviðvörun fyrir Faxaflóa og höfuðborgarsvæðið á laugardagskvöld en á sunnudagsmorgninum breyttist hún í appelsínugula viðvörun. Allt flug var fellt niður en á þeim tíma voru átta flugvélar frá Bandaríkjunum lentar á Keflavíkurflugvelli. Átta hundruð farþegar í sex vélum þurftu svo að bíða í allt að tíu tíma í vélunum á vellinum í gær vegna veðursins. Jens Bjarnason framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair segir að ekki hafi verið hægt að sjá aðstæðurnar fyrir. „Það eina sem liggur alveg fyrir er að þessar aðstæður, veðurhæðin, þessi langi tími sem hvassviðrið varði og þessi mikla hálka á vellinum, þetta var allt mun verra heldur en ástæða var til að ætla miðað við þau gögn sem lágu fyrir og þær spár sem við höfðum,“ segir Jens. Jens segir afar sjaldgæft að slíkt komi upp. „Þetta getur komið fyrir, en svona mikill vindur samfara þessari miklu hálku á yfirborðinu á akstursbrautum eru sem betur fer mjög sjaldgæfar aðstæður. Í fyrsta lagi erfitt fyrir tæki að athafna sig við þessar aðstæður, því þó þú komir sandi eða hálkueyðandi efni á brautina þá fýkur þetta í burtu um leið í svona veðri,“ segir hann. Flugvél Icelandair losnaði af festingum í veðurofsanum í gær og rakst í landgang. „Það er tjón á vélinni, það er ekki alvarlegt en hún verður úr rekstri í nokkra daga meðan gert er við annan vænginn sem rakst í landganginn. Auðvitað eru allir slegnir yfir því að svona gerist. Í þessu tilviki var búið að setja klossa fyrir og ganga frá vélinni eins og allar reglur og okkar verklag kallar á sem sýnir hversu ótrúlegar þessar aðstæður voru. Vélar hafa áður losnað á vellinum Jens segir þó að þetta hafi gerst áður. „Þetta hefur komið fyrir áður sem betur fer ekki oft,“ segir hann. Aðspurður um hvort það þurfi að endurskoða festingar á vélunum svarar Jens. „Það er bara eins og eftir svona krísu við förum yfir málin með vellinum og aðra aðila sem að þessu koma,“ segir Jens. Fram kom í samtali við flugfarþega í gær að hurð hefði fokið af bíl sem var á leið að flugvél. Jens segir það mál hafi ekki komið á sitt borð telur að bíllinn hafi ekki tilheyrt félaginu.
Icelandair Veður Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?