Lausagöngubann katta varð aldrei og hugmyndin virðist úr sögunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2023 14:40 Umræða um lausagöngubann katta á Akureyri virðist úr sögunni. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af banni við lausagöngu katta að næturlagi á Akureyri. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir breytingu hafa orðið í viðhorfi með myndun nýs meirihluta í bæjarstjórn. Ekkert hafi breyst varðandi lausagöngu katta því málið hafi aldrei farið í aðra umræðu. RÚV greindi fyrst frá og hefur eftir oddvita Sjálfstæðisflokksins að málið sé komið ofan í skúffu. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fagnar niðurstöðunni. Uppi varð fótur og fit í nóvember 2021 þegar meirihlutinn á Akureyri samþykkti bann við lausagöngu katta í bænum. Sjö bæjarfulltrúar voru fylgjandi tillögunni en fjórir á móti. Bannið átti að taka gildi í ársbyrjun 2025. Bannið vakti mikla umræðu og í apríl 2022 dró bæjarstjórnin aðeins í land. Lausaganga yrði aðeins bönnuð að næturlagi, frá miðnætti og til sjö á morgnana. Reglurnar áttu að taka gildi í ársbyrjun 2023. Af því varð ekki og raun engin breyting orðið á því hvenær kettir mættu vera á vappinu. Lára Halldóra Eiríksdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ástæðuna þá að málið hafi aldrei farið í seinni umræðu í bæjarstjórninni. Þá umræðu þurfi til að nýjar reglur taki gildi. Þá bætist við kosningarnar vorið 2022. Þá varð breyting á meirihlutanum þó Sjálfstæðisflokkurinn, sem talaði fyrir banninu, sé enn í meirihlutanum. Lára segir að málið hafi ekkert verið til umræðu á yfirstandandi kjörtímabili. Hún viti hreinlega ekki hvort það sé vegna skorts á vilja. Persónulega hefði hún viljað leggja til tilmæli við að kettir væru ekki á vappinu á nóttunni eða yfir varptíma. Tilmæli henti betur en bann enda sé stór ákvörðun að banna lausagöngu því þá þurfi að framfylgja slíku banni með starfsmanni eða á annan hátt. Akureyri Kettir Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. 19. júní 2022 12:26 Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. 27. apríl 2022 21:39 Akureyrarbær megi ekki við því að baka sér frekari óvild kattavina Ragnheiður Gunnarsdóttir, eigandi Kisukots á Akureyri, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við heilbrigðiseftirlit Norðurlands og stjórnsýslu Akureyrarbæjar. 3. desember 2021 20:56 Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29. nóvember 2021 12:11 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá og hefur eftir oddvita Sjálfstæðisflokksins að málið sé komið ofan í skúffu. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar fagnar niðurstöðunni. Uppi varð fótur og fit í nóvember 2021 þegar meirihlutinn á Akureyri samþykkti bann við lausagöngu katta í bænum. Sjö bæjarfulltrúar voru fylgjandi tillögunni en fjórir á móti. Bannið átti að taka gildi í ársbyrjun 2025. Bannið vakti mikla umræðu og í apríl 2022 dró bæjarstjórnin aðeins í land. Lausaganga yrði aðeins bönnuð að næturlagi, frá miðnætti og til sjö á morgnana. Reglurnar áttu að taka gildi í ársbyrjun 2023. Af því varð ekki og raun engin breyting orðið á því hvenær kettir mættu vera á vappinu. Lára Halldóra Eiríksdóttir bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir ástæðuna þá að málið hafi aldrei farið í seinni umræðu í bæjarstjórninni. Þá umræðu þurfi til að nýjar reglur taki gildi. Þá bætist við kosningarnar vorið 2022. Þá varð breyting á meirihlutanum þó Sjálfstæðisflokkurinn, sem talaði fyrir banninu, sé enn í meirihlutanum. Lára segir að málið hafi ekkert verið til umræðu á yfirstandandi kjörtímabili. Hún viti hreinlega ekki hvort það sé vegna skorts á vilja. Persónulega hefði hún viljað leggja til tilmæli við að kettir væru ekki á vappinu á nóttunni eða yfir varptíma. Tilmæli henti betur en bann enda sé stór ákvörðun að banna lausagöngu því þá þurfi að framfylgja slíku banni með starfsmanni eða á annan hátt.
Akureyri Kettir Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. 19. júní 2022 12:26 Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. 27. apríl 2022 21:39 Akureyrarbær megi ekki við því að baka sér frekari óvild kattavina Ragnheiður Gunnarsdóttir, eigandi Kisukots á Akureyri, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við heilbrigðiseftirlit Norðurlands og stjórnsýslu Akureyrarbæjar. 3. desember 2021 20:56 Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29. nóvember 2021 12:11 „Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Hyggjast banna lausagöngu katta að næturlagi Bæjarstjórn Fjallabyggðar hyggst banna lausagöngu katta að kvöld- og næturlagi eða á meðan varptími fugla stendur sem hæst. Formaður skipulags- og umhverfisnefndar segir ketti hafa verið að valda töluverðum usla í sveitarfélaginu. 19. júní 2022 12:26
Ekkert næturlíf fyrir akureyrska ketti Bæjarstjórn Akureyrarbæjar hefur samþykkt að falla frá fyrri samþykkt meirihlutans um að lausaganga katta verði alfarið bönnuð frá 2025. Þess í stað verður lausaganga katta bönnuð að næturlagi, frá miðnætti til sjö á morgnana, og munu nýjar reglur taka gildi strax um næstu áramót. 27. apríl 2022 21:39
Akureyrarbær megi ekki við því að baka sér frekari óvild kattavina Ragnheiður Gunnarsdóttir, eigandi Kisukots á Akureyri, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við heilbrigðiseftirlit Norðurlands og stjórnsýslu Akureyrarbæjar. 3. desember 2021 20:56
Uggandi yfir nýju fyrirkomulagi og kalla eftir skýrum aðgerðum Stjórn Landverndar fagnar markmiðum nýrrar ríkisstjórnar í loftslagsmálum en kallar eftir skýrari aðgerðum til að ná þeim. Áform um að ganga gegn áliti fagaðila varðandi rammaáætlun þrjú sé stríðsyfirlýsing. Þá óttast Landvernd að sama ráðuneytið haldi utan um orkumál og náttúruvernd. 29. nóvember 2021 12:11
„Frelsi katta skiptir meira máli en frelsissvipting barns“ „Hvers vegna þegir samfélagið yfir ofbeldi gegn barni en brjálast yfir kynferðisofbeldi? Ekki misskilja mig - ég vil að samfélagið brjálist yfir kynferðisofbeldi. En ég vil líka að það brjálist yfir ofbeldi gegn barni af hálfu kennara!!!“ 7. nóvember 2021 14:26