KR og Njarðvík spila bæði sinn þúsundasta leik í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2023 16:31 KR og Njarðvík hafa mæst oft enda einu liðin sem hafa verið með í úrvalsdeild frá því að hún var stofnuð. Vísir/Bára Dröfn Subway deild karla í körfubolta fer aftur af stað í kvöld eftir hlé vegna bikarúrslitavikunnar og þar ná tvö félög í deildinni sögulegum áfanga. Njarðvík og KR hafa bæði verið í úrvalsdeild karla allt síðan hún var stofnuð haustið 1978. Körfuboltáhugamaðurinn og tölfræðingurinn Rúnar Birgir Gíslason benti á það á Twitter að bæði félögin munu spila sinn þúsundasta leik í úrvalsdeild í kvöld. Var að reka augun í það að í þriðja sæti í deildarkeppninni er Keflavík. Keflavík mun spila sinn 900. leik á föstudag— Runar B Gislason (@rungis75) January 17, 2023 Njarðvíkingar mæta Hetti klukkan 18.15 og verða því aðeins á undan í þúsundasta leikinn en klukkan 19.15 bætast KR-ingar í hópinn þegar þeir taka á móti Breiðabliki. Njarðvíkingar hafa unnið 698 leiki af þessum 999 eða 69,9 prósent leikjanna en KR-ingar hafa unnið 626 af 999 eða 62,7 prósent sinna leikja. Njarðvíkingar gætu því fljótlega orðið fyrsta félagið til að vinna sjö hundruð leiki í úrvalsdeild en auk KR (626) þá hafa aðeins Keflvíkingar (630) náð að vinna yfir sex hundruð leiki síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Keflvíkingar spila líka sögulegan leik í þessari umferð því leikur liðsins á móti Stjörnunni annað kvöld verður leikur númer níu hundruð hjá þeim í úrvalsdeild karla. Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297 Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst leikur Njarðvíkur og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Þór Þorlákshafnar og Hauka klukkan 20.15. Strax á eftir verða svo Subway tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Á morgun eru síðan tvær beinar útsendingar og svo Subway Körfuboltakvöld í kjölfarið. Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira
Njarðvík og KR hafa bæði verið í úrvalsdeild karla allt síðan hún var stofnuð haustið 1978. Körfuboltáhugamaðurinn og tölfræðingurinn Rúnar Birgir Gíslason benti á það á Twitter að bæði félögin munu spila sinn þúsundasta leik í úrvalsdeild í kvöld. Var að reka augun í það að í þriðja sæti í deildarkeppninni er Keflavík. Keflavík mun spila sinn 900. leik á föstudag— Runar B Gislason (@rungis75) January 17, 2023 Njarðvíkingar mæta Hetti klukkan 18.15 og verða því aðeins á undan í þúsundasta leikinn en klukkan 19.15 bætast KR-ingar í hópinn þegar þeir taka á móti Breiðabliki. Njarðvíkingar hafa unnið 698 leiki af þessum 999 eða 69,9 prósent leikjanna en KR-ingar hafa unnið 626 af 999 eða 62,7 prósent sinna leikja. Njarðvíkingar gætu því fljótlega orðið fyrsta félagið til að vinna sjö hundruð leiki í úrvalsdeild en auk KR (626) þá hafa aðeins Keflvíkingar (630) náð að vinna yfir sex hundruð leiki síðan úrvalsdeildin var stofnuð. Keflvíkingar spila líka sögulegan leik í þessari umferð því leikur liðsins á móti Stjörnunni annað kvöld verður leikur númer níu hundruð hjá þeim í úrvalsdeild karla. Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297 Tveir leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport í kvöld. Fyrst leikur Njarðvíkur og Hattar klukkan 18.15 og svo leikur Þór Þorlákshafnar og Hauka klukkan 20.15. Strax á eftir verða svo Subway tilþrifin á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki kvöldsins. Á morgun eru síðan tvær beinar útsendingar og svo Subway Körfuboltakvöld í kjölfarið.
Flestir leikir í úrvalsdeild karla (frá 1978/79) 1. Njarðvík 999 1. KR 999 3. Keflavík 899 4. ÍR 857 5. Grindavík 819 6. Haukar 789 7. Tindastóll 759 8. Valur 669 9. Skallagrímur 516 10. Þór Ak. 511 11. Snæfell 510 12. Stjarnan 363 13. Þór Þorl. 297
Subway-deild karla KR UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar Körfubolti KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Körfubolti Fleiri fréttir Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups Sjá meira